Home / Fréttir (page 169)

Fréttir

Pútín herðir tökin með nýju þjóðvarðliði

_89101166_89101165

  Vladimír Pútín Rússlandsforseti kynnti þriðjudaginn 5. apríl róttækar breytingar á gæslu innri öryggismála Rússlands. Forsetinn hefur ákveðið að koma á fót þjóðvarðliði. Nýjum liðsafla sem stendur á milli hefðbundinnar lögreglu og hersins er paramilitary eins og sagt er á ensku. Markmiðið er það þessum liðsafla verði beitt gegn hryðjuverkum …

Lesa meira

Wilders segir Hollendinga boða upphaf endaloka ESB

Geert Wilders þingmaður

  Þátttakan í atkvæðagreiðslunni í Hollandi miðvikudaginn 6. apríl um hvort Hollendingar vildu að ríkisstjórnin fullgilti samvinnu- og viðskiptasamning ESB og Úkraínu var 32%. Þar með er niðurstaða atkvæðagreiðslunnar gild en þó ekki sjálfkrafa bindandi fyrir ríkisstjórnina. Alls hafnaði 61,1% kjósenda samningnum en 38,1% vildi fullgildingu samningsins. Mark Rutte, forsætisráðherra …

Lesa meira

Bandaríkjaforseti: NATO er hornsteinn öryggisstefnu Bandaríkjanna

Jens Stoltenberg og Barack Obama í Hvíta húsinu.

Þess var minnst mánudaginn 4. apríl að 67 ár voru liðin frá því að stofnsáttmáli Atlantshafsbandalagsins (NATO) var undirritaður í Washington. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hitti Barack Obama Bandaríkjaforseta af þessu tilefni í Hvíta húsinu. Í ávarpi sem forsetinn flutti að fundinum loknum sagði hann NATO „hornstein“ stefnu Bandaríkjanna í …

Lesa meira

Hollendingar greiða atkvæði um samning ESB og Úkraínu

Andstæðingar samnings ESB við Úkraínu í Hollandi.

  Í júlí 2015 tóku gildi ný lög í Hollandi sem gera almennum borgurum kleift að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um ný lög með fáeinum undantekningum, að lögin snerti ekki konungsfjölskylduna, að ekki sé um breytingar á stjórnarskrá að ræða eða fjárlög ríkisins og svipuð málefni. Þennan rétt geta borgararnir nýtt sér …

Lesa meira

Kjarnaoddum fjölgar hjá Rússum á Kóla-skaga

Eldflaugakafbátnum Vladimír Monomakh lagt við bryggju íGadzhievo-stöð rússneska norðurflotans á Kólaskaga.

Kjarnaoddum eldflauga um borð í rússneskum kafbátum hefur fjölgað um 87 síðan í september 2015. Þetta þýðir að Rússar eiga nú 185 langdræga kjarnaodda umfram það sem heimilt er samkvæmt nýja START-samkomulaginu. Talan jafngildir nærri fjölda kjarnaodda um borð í tveimur kafbátum af Borei-gerð í rússneska norðurflotanum. Borei-kafbátarnir Júrí Dolgorukíj …

Lesa meira

CNN sýnir áhuga á loftrýmisgæslu frá Íslandi

F-15 orrustuþota

  Bandaríski flugherinn kemur til loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins við Ísland mánudaginn 4. apríl. Flugsveitin kemur frá Air National Guard í  Westfield, Massachusetts. Alls munu um 150 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins …

Lesa meira

Danskir stjórnmálamenn vilja íhuga betur aðild Dana að eldflaugavarnarkerfi NATO

Dönsk flotadeild.

Dönsk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að taka þátt í eldflaugavarnarkerfi NATO í Evrópu og leggja til þess dönsk herskip auk milljarða danskra króna í fjárfestingar vegna aðildar að kerfinu. Jyllands-Posten segir í frétt laugardaginn 2. apríl að frá með 2018 verði öll Danmörk hins vegar undir vernd eldflaugavarnarbúnaðar í …

Lesa meira

Varnarmálaráðherrar Norðurlanda ræða hernaðarumsvif Rússa

Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Ine Eriksen Søreide, varnarmálaráðherra Noregs, Peter Christensen, varnarmálaráðherra Danmerkur. Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finnlands og Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri.

  Varnarmálaráðherrar Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur hittust á fundi í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 31. mars, Arnór Sigurjónsson. skrifstofustjóri öryggis- og varnarmála í utanríkisráðuneytinu, sat fundinn fyrir Íslands hönd. Varnarmálaráðherrarnir hittast reglulega tvisvar á ári undir merkjum NORDEFCO (Nordic Defense Cooperation). Eftir fundinn að þessu sinni ræddi blaðamaður vefsíðunnar EUobserver við …

Lesa meira

Ný-valdahyggja Pútíns fyrirmynd í Evrópu og jafnvel hjá Donald Trump

Vladimir Pútín

  Í þýska blaðinu Die Welt birtist miðvikudaginn 30. mars grein eftir Richard Herzinger sem ritar um stjórn- og samfélagsmál í blaðið. Hann fjallar þar um stöðu og stjórnarhætti Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sem hann segir að höfði til þeirra á Vesturlöndum sem þrái „hinn sterka mann“. Blaðamaðurinn segir að Pútín …

Lesa meira

Bandarískur her undir merkjum NATO stöðugt við landamæri Rússlands

Bandarískir hermenn á æfingu í Stryker-brynvagni í A-Evrópu.

  Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur gert áætlun um að halda að staðaldri úti bandarískum hermönnum, skriðdrekum og öðrum brynvörðum farartækjum við austurlandamæri NATO til að fæla Rússa frá árás, er þetta í fyrsta sinn sem heraflanum er beitt á þennan hátt frá lokum kalda stríðsins, segir í upphafi fréttar The Wall …

Lesa meira