Home / Fréttir (page 168)

Fréttir

Frakklandsforseti vill þriggja mánaða neyðarástand vegna stríðsins við Ríki íslams

François Hollande kemur til þingfundar í Versala-höll

François Hollande Frakklandsforseti ávarpaði sameinað þing Frakklands á sérstökum fundi í Versala-höll mánudaginn 16. nóvember og lýsti að flutt yrði frumvarp til laga um þriggja mánaða neyðarástand í Frakklandi eftir hryðjuverkaárásina í París að kvöldi föstudags 13. nóvember. Frakklandsforseti sagði Frakka í stríði við vígamenn Daesh (Ríki íslams). Hann sagði …

Lesa meira

Hryðjuverkin í París – leit beinist að vopnasölum í Belgíu

Hrinn hefur verið kallaður til öryggisgæslu í París

Franskir embættismenn hafa nafngreint fyrsta byssumanninn af þeim sem tóku þátt í árásinni í París. Sagt er að unnt hafi verið að greina hann vegna hluta af fingri sem fannst í Bataclan-tónleikahúsinu. Þá segir lögreglan að hún hafi fundið bifreið sem notuð var við árásina. Athygli lögreglu beinist að tengslum …

Lesa meira

Hollande segir Frakka í stríði við hryðjuverkamenn

Frakklandsforseti lýsir Ríki Íslams stríði á hendur

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa formlega lýst yfir að þau hafi staðið að baki árásum í París og Saint-Denis, skammt frá París, að kvöldi föstudags 13. nóvember. Að minnsta kosti 128 féllu í árásinni og um 100 manns særðust. Í yfirlýsingu samtakanna segir að árásin hafi verið skipulögð „af nákvæmni“, þar …

Lesa meira

Rússar segja kynningu á nýju kjarnorkuvopni hafa verið mistök

Skjalið um Status 6 sem sýnt var í rússnesku sjónvarpsfréttunum.

  Í fyrra sagði rússneska ríkissjónvarpið áhorfendum sínum að Rússar væru eina þjóðin sem gæti breytt Bandaríkjunum í „geislavirka ösku“. Nú í vikunni birtu tvær sjónvarpsstöðvar hlynntar Kremlverjum fréttir um hvernig rússneski herinn mundi ná þessu markmiði. Að kvöldi þriðjudags 10. nóvember mátti sjá nokkurra sekúndna frétt þar sem birtar …

Lesa meira

Svíar loka landamærum sínum – Schengen-samstarfið hangir á bláþræði

Slóvenía

Sænska ríkisstjórnin ákvað að frá og með kl. 12.00 fimmtudaginn 12. nóvember þurfi þeir sem koma til landsins að sýna skilríki, vegabréf eða annað, til að sanna hverjir þeir eru. Í Danmörku er þeim um 17.000 manns sem fara daglega til Svíþjóðar um Eyrarsundsbrúna til vinnu bent á að gleyma …

Lesa meira

Noregur: Löggjöf í smíðum til að stöðva straum hælisleitenda frá Rússlandi

Storskog-landamærastöðin-við-Kirkenes-í-Noregi

  Farand- og flóttafólk leggur áfram leið sína frá Rússlandi til Noregs um Storskog-landamærastöðina skammt frá Kirkenes þótt vetur sé genginn í garð í Norður-Noregi. Í fyrstu settu Sýrlendingar mestan svip á aðkomufólkið, nú fjölgar hins vegar Afgönum í hópnum. Fólkið á það sameiginlegt að hafa dvalist lengur eða skemur …

Lesa meira

Jyllands-Posten: Ráðaleysi innan ESB vegna flóttamannavandans

Riddaralögregla Slóveníu reynir að stýra straumi flóttamanna,

  Í danska blaðinu Jyllands-Posten birtist þriðjudaginn 10. nóvember leiðari um flóttamannavandann í Evrópu og úrræðaleysið innan ESB vegna hans. Leiðarinn birtist hér í lauslegri þýðingu: „Þegar Inger Støjberg [dómsmálaráðherra Dana úr Venstre-flokknum] hóf gagnsókn með auglýsingum í erlendum fjölmiðlum og birti viðvaranir til flóttafólks um leggja ekki í hættuför …

Lesa meira

Corbyn krefst aðgerða gegn yfirmanni breska hersins

Jeremy Corbyn

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hefur sakað yfirmann herafla Bretlands um að taka pólitíska afstöðu í ágreiningi um endurnýjun kjarnorkuherafla Breta, Sir Nicholas Houghton hershöfðingi sagði sunnudaginn 8. nóvember, á minningardegi fallinna breskra hermanna, að hann hefði „áhyggjur“ vegna þeirrar heitstreningar Corbyns að hann mundi aldrei „þrýsta á kjarnorkuhnappinn“, það …

Lesa meira

Þýskar njósnastofnanir hlera fjarskipti bandamanna

Þýska ríkisstjórnin

Þýskar njósnastofnanir hleruðu fjarskipti margra nánustu bandamanna Þjóðverja í Evrópu þar á meðal Frakka, Svía, Ítala, Spánverja og Breta að sögn Der Spiegel, þýska vikublaðsins, laugardaginn 8. nóvember. Meðal þeirra sem voru undir smásjánni voru ýmis erlend sendiráð í Þýskalandi og alþjóðastofnanir á borð við Rauða krossinn. Áður en þessi …

Lesa meira

Stoltenberg útilokar ekki aukna hervæðingu NATO nálægt Rússlandi

Jens Stoltenberg ávarpar þátttakendur í heræfingum NATO í Portúgal.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði á blaðamannafundi í Portúgal fimmtudaginn 5. nóvember að NATO yrði að styrkja stöðu sína allt frá Eystrasalti til Miðjarðarhafs vegna hernaðarumsvifa Rússa sem gætu gert þeim kleift að hafa lykilsvæði á valdi sínu á hættutímum. Til blaðamannafundarins var efnt í tengslum við hinar miklu heræfingar, …

Lesa meira