Home / Fréttir (page 166)

Fréttir

Norðurslóðir: Í Kirkenes koma menn sér ekki saman um athafnasvæði fyrir Kínverja

Höfnin í Kirkenes í Noregi.

Kirkenes er hafnarbær nyrst í Noregi rétt við rússnesku landamærin. Þar gera menn sér vonir um að verði mikilvæg umskipunarhöfn við Barentshaf fyrir skip sem sigla norðausturleiðina fyrir norðan Rússland milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Á vefsíðunni BarentsObserver er sagt frá því miðvikudaginn 10. júní að kínverskir fjárfestar sýni svæðinu áhuga. …

Lesa meira

Skiptar skoðanir meðal NATO-þjóða á aðgerðum gagnvart Úkraínu

Fánar Úkraínu og NATO

Leiðtogarnir á fundinum í Elmau-höll í Bæjaralandi um síðustu helgi undir G7-merkinu sýndu festu gagnvart Rússum. Barack Obama Bandaríkjaforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari lögðu sig fram um að sýna hve náið samstarf þeirra væri þótt allir viti að þar sé ekki allt endilega sem sýnist. Nú hefur bandaríska könnunarfyrirtækið Pew …

Lesa meira

Stefnt að evrópsku loftvarnakerfi í Þýskalandi

Urslula van der Leyen

  Áform eru um að endurnýja loftvarnir Þýskalands með nýju kerfi og auk þess að ráðast í smíði nýs orrustuskips. Útgjöld vegna þessa eru talin munu nema átta milljörðum evra og eru hin mestu sem Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur ákveðið síðan hún tók við embætti sínu eftir …

Lesa meira

Obama harðorðari en áður í garð Pútíns – segir hann haldinn ranghugmyndum um rússneskt stórveldi

Barack Obama ræðir við blaðamenn eftir leiðtogafund G7-ríkjanna.

  Barack Obama Bandaríkjaforseti herti mánudaginn 8. júní á gagnrýni sinni í garð Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta vegna framgöngu hans gagnvart Úkraínu. Hann sakaði Pútín um að stofna efnahag Rússlands í hættu með misheppnaðri tilraun til að endurvekja sovéska stórveldið. Obama lét orð um þetta falla á fundi leiðtoga G7-ríkjanna í …

Lesa meira

Breski utanríkisráðherrann segir framgöngu Rússa kannski kalla á stýriflaugar

Philip Hammond

  Meiri og vaxandi ógn frá Rússum kann að knýja bresk stjórnvöld til að óska eftir að Bandaríkjamenn setji upp skotpalla fyrir stýriflaugar sínar í Bretlandi. Philip Hammond, utanríkisráðherra Breta, sagði í samtali við Andrew Marr í BBC  sunnudaginn 7. júní að það væru ýmsar „dökkar vísbendingar“ um aukna hættu …

Lesa meira

Frans páfi vekur enn máls á þriðju heimsstyrjöldinni í ræðu í Sarajevo

Frans páf

Frans páfi var í Sarajevo í Bosíu-Herzegóvínu laugardaginn 6. júní. Í ræðu sinni þar vakti hann enn á ný máls á að „þriðja heimsstyrjöldin“ væri nú háð „í bútum“ eins og hann orðaði það. Hann hvatti af meiri þunga en áður til „samtals“ milli manna af ólíku þjóðerni, frá ólíkum …

Lesa meira

Þjóðverjar leggja nýja rækt við smáríki innan NATO

Urslua von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, í opinberri heimsókn í Prag.

Athygli vekur að Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur verið í opinberum heimsóknum Rúmeníu og Tékklandi undanfarna daga. Er meira en áratugur frá því að þýskur varnarmálaráðherra sótti löndin síðast heim. Nú dregur för ráðherrans fram áhyggjur ríkisstjórna landanna af þróun mála í Úkraínu. Í frétt þýsku fréttastofunnar DW …

Lesa meira

Bretar og Frakkar stilla saman strengi í varnarmálum

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta.

  Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta, var í París miðvikudaginn 3. júní og hitti Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands. Blaðamaður Le Monde ræddi við Fallon sem sagði að Bretar mundu áfram láta að sér kveða hernaðarlega um heim allan enda væru útgjöld þeirra til varnarmála hin fimmtu hæstu í heimi og …

Lesa meira

Úkraína: Átök að nýju milli útsendara Rússa og stjórnarhermanna

Rússneskur skriðdrekastjóri á hersýningu í Moskvu 9. maí 2015.

Aðskilnaðarsinnar hollir Rússum í austurhluta Úkraínu hófu miðvikudaginn 3. júní, að sögn stjórnvalda í Kænugarði, „meiriháttar sókn“ gegn stöðvum stjórnvalda. Vekur þetta ótta um að ný átakahrina sé að hefjast í landinu á sama tíma og fréttir berast frá Rússlandi um að aðskilnaðarsinnar hafi orðið fyrir auknu áreiti. Aðskilnaðarsinnar segjast …

Lesa meira

Svartahaf: Rússneskar orrustuþotur í lágflugi við bandarískan tundurspilli

Bandaríski tundurspillirinn Ross og freigáta frá Úkraínu á Svartahafi

    Nokkrar rússneskar orrustuþotur af Su-24 gerð flugu lágt við bandaríska tundurspillirinn Ross þegar hann sigldi um Svartahaf dagana 29. maí til 2. júní. Tvær Su-24 þotur steyptu sér átta sinnum niður að bandaríska herskipinu 29. maí og hinn 30. maí var leikurinn endurtekinn fjórum sinnum. Frá þessu er …

Lesa meira