Home / Fréttir (page 165)

Fréttir

Vill Kór rauða hersins í söngvakeppni Evrópu

Kór rauða hersins. nú Alexandrov-samkórinn

  Listrænn stjórnandi hins opinbera Kórs rauða hersins sem var stofnaður í tíð Sovétríkjanna hefur lýst áhuga á að kórinn verði fulltrúi Rússa í Eurovison, söngvakeppni Evrópu, í Úkraínu árið 2017. Yfirlýsinguna ber að skoða í ljósi reiðinnar sem braust út í Rússlandi að kvöldi laugardags 14. maí þegar Jamala, …

Lesa meira

Boris Johnson talinn trúverðugri um ESB en David Cameron

Boris Johnson flytur ræðu gegn ESB-aðild

Breski íhaldsþingmaðurinn Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri London, berst fyrir úrsögn Bretlands úr ESB. Hann er eindreginn í andstöðu sinni og sætir gagnrýni fyrir að hafa sagt í samtali við The Sunday Telegraph  15. maí: „Sannleikurinn er sá að undanfarin tvö þúsund ár hafa ýmsir einstaklingar og stofnanir reynt að endurheimta …

Lesa meira

Víðtækar heræfingar Finna með Bandaríkjamönnum og NATO

Viro ilmavalvonta

  Finnar munu taka þátt í miklum heræfingum í Póllandi 7. til 17. júní ásamt samstarfsaðilum sínum í NATO. Rúmlega 25.000 hermenn verða í Póllandi við æfingar skömmu áður en leiðtogafundur NATO verður haldinn í Varsjá í júlí. Á vefsíðu herstjórnar Bandaríkjanna í Evrópu er æfingunni, sem kallast Anakonda 2016, …

Lesa meira

Barack Obama: Norðurlöndin í hópi traustustu, virkustu og mikilvægustu samstarfsaðila okkar

Kvöldverður í Hvíta húsinu: Sindre Finnes, Erna Solberg, Ingibjörg Elva Ingjaldsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Maichelle Obama, Barack Obama.

    Barack Obama Bandaríkjaforseti bauð forseta Finnlands og forsætisráðherrum Danmerkur, Íslands, Noregs og Svíþjóðar í opinbera heimsókn föstudaginn 13. maí. Við upphaf fundar þeirra í Washington flutti forsetinn ávarp og sagði meðal annars: „Nánustu bandamenn Bandaríkjanna um heim allan eru lýðræðisríki. Við þurfum ekki annað en líta til norrænna …

Lesa meira

Danska ríkisstjórnin vill kaupa 27 F-35 orrustuþotur fyrir 380 milljarða ísl. kr.

Peter Christensen varnarmálaráðherra og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra  Dana.

  Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að festa kaup á 27 bandarískum F-35 Joint Strike Fighter- orrustuþotum fyrir 20 milljarða d.kr., 380 milljarða ísl. kr. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra kynnti ákvörðunina á blaðamannafundi fimmtudaginn 12. maí. Hún verður nú lögð fyrir þing til samþykktar. Bandaríska fyrirtækið Lockheed Martin smíðar vélarnar en …

Lesa meira

NATO: Landstöð eldflaugavarnarkerfis opnuð í Rúmeníu

Frá gagneldflaugastöðinni í Rúmeníu.

Bandarískt gagneldflaugastöð, Aegis Ashore, var formlega opnuð við bæinn Deveselu í suðurhluta Rúmeníu fimmtudaginn 12. maí. Þessi hluti kerfisins fellur inn í stærra gagneldflaugakerfi NATO sem styðst við stöðvar bæði á landi og um borð í skipum. Tilgangur kerfisins er að verja NATO-ríkin gegn hugsanlegri árás með langdrægum eldflaugum. Rússar …

Lesa meira

Ítalska lögreglan afhjúpar hryðjuverkahóp og smyglara á fólki

Canary Warf í London meðal hugsanlegra skotmarka hryðjuverkamanna.

  Hópur hryðjuverkamanna í tengslum við Ríki íslams (RÍ) hefur nýtt sér leiðir farandfólks inn í Evrópu til að undirbúa hryðjuverkaárásir í Bretlandi segir í The Daily Telegraph (DT) miðvikudaginn 11. maí. Blaðið vitnar í heimildir innan lögreglunnar og segir að Theresa May innanríkisráðherra hafi gefið fyrirmæli um að herða …

Lesa meira

NATO-framkvæmdastjórar flytja Bretum ESB-varnaðarorð

Boris Johnson flytur ræðu gegn ESB-aðild

Fimm fyrrverandi framkvæmdastjórar NATO, Lord Carrington; Javier Solana; Lord Robertson;  Jaap de Hoop Scheffer og Anders Fogh Rasmussen, birta þriðjudaginn 10. maí opið bréf í breska blaðinu The Daily Telegraph þar sem þeir lýsa ESB sem „lykil-samstarfsaðila“ NATO við að „sporna gegn óstöðugleika“ á meginlandi Evrópu og víðar. Bréfið er …

Lesa meira

Breskir íhaldsmenn deila um ESB og öryggismál

David Cameron flytur ræðu sína um öryggismál í British Museum.

Öryggis- og varnarmál settu svip sinn á umræður um aðild Breta að ESB og þjóðaratkvæðagreiðsluna um hana mánudaginn 9. maí. David Cameron forsætisráðherra, talsmaður aðildar að ESB, flutti ræðu í British Museum að morgni mánudagsins og sagði það mundu kalla hættu yfir Breta að segja skilið við sambandið. Í ræðunni …

Lesa meira

Litháar ekki við hersýningu Rússa

Hersýning á sigurdaginn í Moskvu

Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, segir að engir fulltrúar stjórnvalda í Litháen verði við hátíðarhöld í Moskvu mánudaginn 9. maí þegar minnst verður sigurs yfir Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni. Ráðherrann segir að ekki komi til greina að senda fulltrúa til slíkra hersýninga á tímum þegar Rússar ógni Úkraínu með hervaldi. Ákvörðun …

Lesa meira