Home / Fréttir (page 164)

Fréttir

Frontex – Landamærastofnun Evrópu – kynnt á fjölsóttum Varðbergsfundi

frontex_logo__europa.eu

  Berndt Körner, varaforstjóri Frontex, Landamærastofnunar Evrópu, flutti fyrirlestur á hádegisfundi Varðbergs fimmtudaginn 4. febrúar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Ræddi hann um Frontex og landamærastjórn. Hann ræddi straum farand- og flóttafólks til Scehengen-svæðisins og lýsti breytingum í því efni á árinu 2015 þegar fjöldi þessa fólks margfaldaðist, einkum þeirra sem leita …

Lesa meira

Póllandsforseti segir Schengen-samstarfið einn helsta ávinning ESB-aðildar

Andrzej Duda, forseti Póllands.

  Andrzej Duda, forseti Póllands, sagði í sjónvarpsviðtali þriðjudaginn 2. febrúar að frjáls för fólks og frelsi til viðskipta og þjónustu væru meðal mikilvægustu grundvallarþátta Evrópusambandsin og Schengen-samstarfið meðal þess mikilvægasta sem áunnist hefði með samstarfinu innan ESB. Rætt var við forsetann í tilefni af fréttum um drög að samkomulagi …

Lesa meira

Obama vill stóraukið fé til varna Evrópu – svar við yfirgangsstefnu Rússa

Hermenn frá Lettlandi skoða bandarískan brynvagn,

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur áform um að flytja umtalsvert fleiri þungavopn, brynvarin farartæki og annan búnað til NATO-landa í Mið- og Austur-Evrópu. Embættismenn segja að með þessu vilji forsetinn fæla Rússa frá frekari yfirgangi á svæðinu. Þannig hófst ein aðalfréttin í The New York Times (NYT) þriðjudaginn 2. febrúar. Segir …

Lesa meira

Holland: Ríkisstjórnin heldur sér til hlés í þjóðaratkvæðagreiðslu um samning við Ukraínu

Holland

Hollenska ríkisstjórnin ætlar ekki að skipa sér í fylkingarbrjóst þeirra sem berjast fyrir að meirihluti Hollendinga styðji nýsamþykkt lög um samstarfssamning milli ESB og Úkraínu. „Við ætlum ekki úti á stræti og torg með flögg og bjöllur,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, á blaðamannafundi föstudaginn 29. janúar. Hann svaraði á …

Lesa meira

Hryðjuverk og óvissa um fyrirætlanir Rússa setja mestan svip á starf og stefnu NATO

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Hryðjuverk og óvissa um fyrirætlanir Rússa auk yfirgangs þeirra voru helstu áskoranir Atlantshafsbandalagsins (NATO) á árinu 2015 að sögn Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra bandalagsins, þegar hann kynnti ársskýrslu sína fimmtudaginn 28. janúar. Viðbrögð bandalagsins hafi falist í aukinni áherslu á sameiginlegan varnarmátt og hvatningu til evrópskra bandalagsríkja um að auka útgjöld sín …

Lesa meira

Skólaskróp varð að milliríkjamáli Þjóðverja og Rússa vegna lygasögu um nauðgun

Sunnudaginn 24. janúar efndu fulltrúar rússneska minnihlutans í Berlín til mótmæla við kanslarahöllina til stuðnings stúlkunni sem samdi lygasöguna.

  Lögregluyfirvöld í Berlín sögðu föstudaginn  29. janúar að brotthvarf ungrar rússneskrar stúlku sem skapað hefur spennu í samskiptum Þjóðverja og Rússa mætti rekja til skólakvíða hennar. Hún hefði ekki treyst sér að fara í skólann en spunnið sögu um að þrír arabar hefðu rænt sér og nauðgað. Lögreglan segir …

Lesa meira

Sænska ríkisstjórnin boðar endursendingu tugþúsunda hælisleitenda

Anders Ygeman, innanríkisráðherra Svía.

    Sænsk yfirvöld hafa ú hyggju að leigja flugvélar til að senda allt að 80.000 manns úr landi, þetta eru hælisleitendur sem hafnað hefur verið af sænskum yfirvöldum. Anders Ygeman innanríkisráðherra segir þetta „risavaxið viðfangsefni“. Í viðtali við blaðið Dagens Industri fimmtudaginn 28. janúar segir ráðherrann að hann telji …

Lesa meira

Hollendingar greiða atkvæði um ESB-samning við Úkraínu – jafnvægi í Evrópu í húfi segir Juncker

Boris Lozhkin, skrifstofustjóri forsetaembættisins í Kænugarði.

Miðvikudaginn 6. apríl verður efnt til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Hollandi um hvort styðja beri aðild Hollands að efnahags- samstarfssamningi ESB og Úkraínu. Unnt er að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál í Hollandi ef meira en 300.000 manns (af 16,8 milljón íbúum) rita undir kröfu um slíka atkvæðagreiðslu, 427.939 gerðu það …

Lesa meira

Ný gagnhryðjuverkamiðstöð Europol varar við árásum í Evrópu – Ríki íslams hafi nú alþjóðlega vídd

Höfuðstöðvar Europol í Haag

Undanfarin 10 ár hefur hryðjuverkaógnin sem steðjar að Evrópu aldrei verið meiri en núna segir í nýju hættumati sem European Counter Terrorism Centre (ECTC), gagnhryðjuverkamiðstöð Europol, Evrópulögreglunnar, birti í Haag mánudaginn 25. janúar. Í skýrslu miðstöðvarinnar segir að hryðjuverkaárásirnar í París 13. nóvember 2015 marki þáttaskil í starfi samtakanna Ríkis …

Lesa meira

Vintstri öfgamenn í No Borders ráðast á styttu af de Gaulle í Calais – berjast fyrir farandfólk

Málað var á styttu af Charles de Gaulle í Calais - Yvonne de Gaulle stendur við hlið manns síns.

  Samtökin No Borders sem hafa látið að sér kveða í þágu hælisleitenda hérlendis eru til umræðu í frönskum fjölmiðlum um þessar mundir vegna aðildar þeirra að mótmælum í hafnarborginni Calais í Frakklandi laugardaginn 23. janúar. Í Le Figaro mánudaginn 25. janúar segir að á laugardaginn hafi á fjórða tug …

Lesa meira