Home / Fréttir (page 164)

Fréttir

Þýskaland: Leitað að flóttamönnum með fölsuð vegabréf

Fölsuð vegabréf tengdust hryðjuverkinu í París,

Rannsókn vegna hryðjuverkanna í París 13. nóvember 2015 hefur leitt í ljós að tengsl eru milli falsaðra vegabréfa sem fundust þar á vettvangi og vegabréfa í höndum fámenns hóps flóttamanna sem leitað hefur hælis í Þýskalandi. Þýskir fjölmiðlar skýra frá þessu þriðjudaginn 22. desember. Í Bild segir að leyniþjónustan telji …

Lesa meira

Nord Stream-2 gasleiðslan jörðuð í leiðtogaráði ESB

Hér sést hvernig Nord Stream leiðslan liggur á botni Eystrasalts.

  Ítalska ríkisstjórnin gagnrýnir harðlega áform um Nord Stream-2 gasleiðsluna frá Rússlandi á botni Eystrasalts til Þýskalands, leiðslu sem gerir Rússum kleift að selja Þjóðverjum gas án þess að leiðslan fari um Úkraínu. Málið snertir tengsl ESB og Rússlands, framtíð Úkraínu og orku-sjálfstæði ESB. Fyrir baráttu Ítala og Visegrad-ríkjanna náði …

Lesa meira

Fyrsti dróni NATO sendur á loft

NATO-dróni

Fyrsti af fimm drónum  NATO (NATO Global Hawk Unmanned Aerial Vehicle (UAV)) fór í fyrsta flug sitt frá Palmdale flugstöðinni í Kaliforníu laugardaginn 19. desember. Drónarnir eða hin ómönnuðu flugför eru hluti af Alliance Ground Surveillance (AGS) NATO, það er eftirlitskerfi með því sem gerist á landi. Dróninn fór í …

Lesa meira

Vangaveltur um Boris Johnson sem næsta utanríkisráðherra Breta

Boris Johnson

Talið er að David Cameron, forsætisráðherra Breta, búi sig undir að skipa Boris Johnson utanríkisráðherra í stjórn sína þegar hann lætur af embætti borgarstjóra í London í maí 2016. Þetta kemur fram á vefsíðu The Telegraph laugardaginn 19. desember sem segir að með þessu vilji Cameron tryggja að Johnson berjist …

Lesa meira

Elflaugavarnastöð tekur til starfa í Rúmeníu

Frá eldflaugavarnastöðinni í Deveselu í Rúmeníu.

  Embættismenn Rúmeníu og Bandaríkjanna opnuðu föstudaginn 18. desember formlega ratsjárstöð og gagnflaugastöð í Búkarest. Við athöfnina var tilkynnt að til starfa væri tekin hluti eldflaugavarnakerfis sem reist er í Evrópu. Kerfið mynda ratsjárstöðvar og SM-3 gagneldflaugar og manna rúmenskir og bandarískir sérþjálfaðir sjóliðar stöðina. Bandaríski flotinn fer með yfirstjórn …

Lesa meira

Forseti Póllands segir skammarlegt að forystumönnum pólskra kommúnista hafi ekki verið refsað

Andrzej Duda, forseti Póllands, flytur ávarp við minningarathöfnina í Gdinya.

  Andrzej Duda, forseti Póllands, segir „skammarlegt“ að ekki hafi verið gripið til refsinga á forystumönnum pólskra kommúnista eftir árið 1989 þegar pólska þjóðin losnaði úr fjötrum kommúnismans. Forsetinn lét þessi orð falla fimmtudaginn 17. desember við minningarathöfn í Gdynia í Norður-Póllandi vegna þess að 45 ár eru liðin frá …

Lesa meira

Utanríkisráðherrar Litháens og Póllands vara ESB-ráðamenn við jákvæðni í garð Rússa

Fánar Litháens og Póllands.

Utanríkisráðherrar Litháens og Póllands, Linas Linkevicius og Witold Waszczykowski, hafa ritað bréf til Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB, og lýst áhyggjum yfir hve emmbættismenn ESB senda jákvæð skilaboð til ráðamanna í Moskvu. Í bréfinu segir að þeir sjái engin merki þess að ESB geti aukið viðskipatengsl sín við Rússland og efnahagsbandalagið …

Lesa meira

Pólskir ráðamenn reiðir forseta ESB-þingsins vegna ásakana um valdarán

Beata Szydło, forsætisráðherra Póllands,

Pólskir ráðamenn hafa brugðist hart við ummælum sem Þjóðverjinn Martin Schulz, forseti ESB-þingsins, lét falla um stjórnarhætti í Póllandi en hann líkti þeim við „valdarán“. Martin Schulz sagði við útvarpsstöðina Deutschlandfunk mánudaginn 14. desember: „Það sem er að gerast í Póllandi ber yfirbragð valdaráns (coup d‘etat) og er dramatískt. Ég …

Lesa meira

Finnski utanríkisráðherrann vill harðari útlendingastefnu að danskri fyrirmynd

Timo Soini, utanríkisráðherra Finna.

Danir hafa mótað hörðustu afstöðu Norðurlandaþjóða í útlendingamálum undanfarið segir í frétt finnska ríkisútvarpsins YLE mánudaginn 14. desember. Ríkisstjórnin hafi í síðustu viku lagt til að lögregla gæti gert lausafé hælisleitenda upptækt til að standa undir kostnaði við þá. Í ágúst hafi Danir ákveðið að lækka félagsleg útgjöld í þágu …

Lesa meira

Svartfjallaland: Mótmæli Rússavina vegna áforma um NATO-aðild

Mótmælendur við þinghús Svartfjallalands.

    Talið er að 2.000 manns hið minnsta hafi komið saman fyrir framan þinghús Svartfjallalands laugardaginn 12. desember og mótmælt fyrirhugaðri aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Fyrr í mánuðinum var Svartfellingum boðið að verða 29. aðildarríki bandalagsins. Mótmælendur vilja að ákvörðun um aðild að NATO verði lögð fyrir Svartfellinga …

Lesa meira