Home / Fréttir (page 164)

Fréttir

Breskir þingmenn samþykkja loftárásir – Verkamannaflokkurinn í sárum

Hilary Benn

Tillaga Davids Camerons, forsætisráðherra Breta, um að breska flughernum yrði veitt heimild til loftárása á skotmörk í Sýrlandi í baráttunni við Daesh (eins og forsætisráðherrann vill kalla Ríki íslams) naut mikils stuðnings í breska þinginu að kvöldi miðvikudags 2. desember. Breskar orrustuþotur voru sendar til árása skömmu síðar frá flugstöð …

Lesa meira

Svartfjallalandi boðin NATO-aðild árið 2017

Jens Stoltenberg heilsar Milica Pejanović-Đurišić, varnarmálaráðherra Svartfjallalands. Á milli þeirra er Igor Lukšić, vara-forsætisráðherra og utanríkisráðherra.

Utanríkisráherrar NATO-ríkjanna 28 „buðu“ miðvikudaginn 2. desember Svartfjallalandi (Montenegro) aðild að Atlatnshafsbandalaginu (NATO) og er við það miðað að til aðildarinnar komi eftir 18 mánuði. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði um „sögulega“ ákvörðun að ræða. NATO stækkaði síðast árið 2009 með aðild Króatíu. Svartafjallaland sótti um aðild að NATO árið …

Lesa meira

Ásakanir ganga á milli Pútíns og Erdogans um olíusmygl í þágu Ríkis íslams

Forsetar Tyrklands og Bandaríkjanna á Parísarráðstefnunni um loftslagsmál.

  Forsetar Rússlands og Tyrklands deildu á Parísarráðstefnu um loftslagsmál vegna árásar Tyrkja á rússneska orrustuþotu hinn 24. nóvember. Valdimír Pútín Rússlandsforseti sagði mánudaginn 30. nóvember að Rússar hefðu sannanir fyrir því að þotunni hefði verið grandað af Tyrkjum til að verja olíuviðskipti þeirra við Ríki íslams (RÍ) og Tyrkir …

Lesa meira

Þjóðverjar búa sig undir hernað gegn Ríki íslams

Urslula van der Leyen

  Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, útilokar ekki að þýskir hermenn taki þátt í alþjóðlegum hernaðaraðgerðum gegn Ríki íslams í Sýrlandi við hlið manna úr sýrlenska stjórnarhernum án þess að í því felist samstarf eða stuðningur við Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Rætt  er um að 1.200 þýskir hermenn verði sendir …

Lesa meira

Anonymous- hópar gegn Íslandi og Ríki íslams

Anonymous

Anonymous er samfélag hakkara sem efna til tölvuárása gegn sérgreindum andstæðingum. Í nóvember hefur hópur innan Anonymous gegn hvalveiðum sótt gegn Íslendingum undir merkjum Anonymous. Lá upplýsingavefur stjórnarráðsins niðri í 13 klst. vegna álags frá Anonymous aðfaranótt 28. nóvember. Anonymous hefur sagt Ríki íslams (RÍ) stríð á hendur. Hakkarahópurinn hefur …

Lesa meira

Aðildin að Europol í þjóðaratkvæðagreiðslu hjá Dönum

Europol

  Danir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu fimmtudaginn 3. desember um það að hve miklu leyti þeir eiga að innleiða 22 ESB-gerða, þar á meðal tilskipun um Europol, Evrópulögregluna, sem nú starfar á grundvelli milliríkjasamnings en ætlunin er að verði ESB-stofnun árið 2017. Rökræður vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar snúast nú helst um aðild Dana …

Lesa meira

Frakklandsforseti áréttar ásetninginn um að sigra Ríki íslams

François Hollande Frakklandsforseti flytur minningarræðu í Les Invalides

  Frakkar minntust með hátíðlegri athöfn í garði Les Invalides í París föstudaginn 27. nóvember hinna 130 sem féllu í árás hryðjuverkamanna í París föstudaginn 13. nóvember. Í minningarræðu áréttaði François Hollande Frakklandsforseti ásetning sinn um að vinna sigur á Ríki íslams í Sýrlandi. Forsetinn var fimmtudaginn 26. nóvember í …

Lesa meira

Tyrkir segja enga ástæðu til að biðjast afsökunar – nær væri að það kæmi hlut Rússa

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands,.

  Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sakaði ráðamenn í Moskvu um dylgjur eftir að Rússar héldu því fram að Tyrkir keyptu olíu af Ríki íslams. Rússar handtóku hóp tyrkneskra kaup- og fésýslumanna fimmtudaginn 26. nóvember. Talið er að þeim verði vísað úr landi. Orðahnippingar og deilur magnast enn milli Rússa …

Lesa meira

Reiði Rússa í garð Tyrkja leiðir ekki til átaka

Rúður voru brotnar í sendiráði Rússa í Moskvu.

Rússnesk stjórnvöld virðast ekki ætla að hefja hernað gegn Tyrkjum þótt tyrkneskar orrustuþotur hafi skotið niður rússneska herþotu við landamæri Tyrklands og Sýrlands þriðjudaginn 24. nóvember. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gaf þessa ákvörðun til kynna á blaðamannafundi í Moskvu miðvikudaginn 25. nóvember. Ráðherrann sagði að um „skipulagða ögrun“ af hálfu …

Lesa meira

Tyrkir granda rússneskri orrustuþotu – njóta stuðnings NATO

Su-24 þota á flugvelli í Sýrlandi.

Tvær tyrkneskar F-16 þotur skutu niður Su-24 orrustuþotu Rússa þriðjudaginn 24. nóvember. Tyrkir segja að rússneska vélin hafi farið inn í lofthelgi Tyrklands. Rússar segja að vélin hafi verið yfir Sýrlandi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar hafi fengið „stungu í bakið“.  Afleiðingarnar verði „alvarlegar“. NATO lýsir stuðningi við Tyrki. …

Lesa meira