Home / Fréttir (page 164)

Fréttir

NATO-þingmenn vilja herða að Rússum virði þeir ekki frið í Úkraínu

Rússl þvinganir

  NATO-þingið vill að hugað sé að frekari efnahagsþvingunum gegn Rússum virði þeir ekki vopnahléið í Úkraínu, Þinginu lauk í Stavanger í Noregi mánudaginn 12. október og sagði í ályktun sem efnahags- og öryggismálanefnd þess kynnti laugardaginn 10. október að NATO-ríkin ættu að búa sig undir „herða þvinganirnar fullnægi Rússar …

Lesa meira

NATO-þingmenn ræða vaxandi hernaðarumsvif Rússa á norðurslóðum

Kjell Grandhagen hershöfðingi, yfirmaður leyniþjónustu norska hersins.

Málefni norðurslóða hafa verið til umræðu á ársfundi NATO-þingsins sem haldið er í Stavanger í Noregi dagana 9. til 12. október. Laugardaginn 10. október ræddu þingmennirnir skýrslu og tillögu þar sem lýst er áhyggjum vegna aukinnar hervæðingar Rússa á norðurslóðum. Ine Eriksen Søreide, varnarmálaráðherra Noregs, var meðal ræðumanna við upphaf …

Lesa meira

Bretar hafa reifað að NATO efni til kjarnorkuvopnaæfinga vegna hættunnar frá Rússum

Breskur kjarnorkukafbátur.

    Bretar hafa hvatt NATO til að efna til æfinga með kjarnorkuvopnum vegna vaxandi ógnar frá Rússum segir í frétt The Daily Mail föstudaginn 9. október. Segir blaðið að breskir ráðherrar hafi til skoðunar tillögur sem kynnu að leiða til þess að Trident-kjarnorkukafbátum Breta er falið að taka þátt …

Lesa meira

Bretar ætla að senda hermenn til Eystrasaltsríkja og Póllands

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta.

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta, tilkynnti fimmtudaginn 8. október að Bretar mundu halda stöðugt úti herafla í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi og leggja aukna áherslu á þjálfunarverkefni með her Úkraínu. Ráðherrann skýrði frá þessu á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í Brussel. Hann sagði að nokkur undirfylki (100 til 150 menn) yrðu reglulega í …

Lesa meira

Varðbergsfundur: Pólverjar vilja svara áreitni Rússa með bandarískum NATO herafla

fundur 8.október

Lech Mastalerz, forstöðumaður sendiráðs Póllands í Reykjavík, hvatti eindregið til þess á hádegisfundi Varðbergs fimmtudaginn 8. október að Bandaríkjastjórn og NATO kæmu upp herstöðvum í Póllandi og Eystraltsríkjunum til að mynda mótvægi gegn áreitni Rússa. Í erindi sem Lech Mastalerz flutti í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins sagði hann meðal annars að ekki …

Lesa meira

Bandarískur flotaforingi: Rússar koma sér upp „stálboga“ frá Norður-Íshafi til Miðjarðarhafs

Mark Ferguson

  Í anda Winstons Churchills sem notaði líkinguna um járntjald til að lýsa stöðunni í Evrópu við upphaf kalda stríðsins komst Mark Ferguson, flotaforingi og yfirmaður herstjórnar NATO í Napólí og bandaríska flotans í Evrópu og Afríku, þannig að orði í fyrirlestri hjá  Atlantic Council í Washington þriðjudaginn 6. október …

Lesa meira

Rússar ögra Tyrkjum með því að brjóta lofthelgi þeirra

Sprengja sett á orrustuþotu.

Brot Rússa á lofthelgi Tyrkja um síðustu helgi „virðast ekki slysni“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi þriðjudaginn 6. október. Hann sagði einnig að Rússar hefðu ekki gefið „neina raunverulega skýringu“ á athæfi sínu sem „stóð lengi“. Rússar sögðu að laugardaginn hefðu þeir forðað sér undan veðri og dvalist …

Lesa meira

NATO opnar nýja miðstöð í Póllandi – mestu NATO-heræfingar í rúman áratug

Merki hinna miklu heræfinga NATO

NATO stefnir að því að opna fyrir árslok nýja sérfræði- og þjálfunarmiðstöð í Póllandi fyrir þá sem greina starfsemi hryðjuverkamanna og berjast gegn þeim. Frá 40 til 70 manns munu starfa í stöðinni sem kallast á ensku NATO Counter Intelligence Center of Excellence og verður í borginni Kraká í suðurhluta …

Lesa meira

Rússar mótmæla áformum Pólverja og Búlgara

MiG 29 orrustuþota

  RSK Mig framleiðandi MiG orrustuþotnanna hefur sent mótmælabréf til varnarmálanefndar búlgarska þingsins eftir að Nikolay Nenchev, varnarmálaráðherra Búlgaríu, og Tomasz Siemoniak, varnarmálaráðherra Póllands, rituðu undir viljayfirlýsingu um að flugvirkjar á vegum pólska ríkisins mundu gera upp sex MiG 29 þotur í eigu Búlgara. RSK MiG segir að Pólverjar hafi …

Lesa meira

Pólland andspænis áreitni Rússa

Lech

Varðberg boðar til hádegisfundar fimmtudaginn 8. október klukkan 12.00 til 13.00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Ræðumaður er Lech Mastalerz, forstöðumaður sendiráðs Póllands í Reykjavík.  Frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga í mars 2014 og hófu virkan stuðning við aðskilnaðarsinna í Úkraínu hefur spenna myndast milli þeirra og nágrannaþjóðanna. Þar eru Pólverjar …

Lesa meira