Home / Fréttir (page 164)

Fréttir

Slóvenar segja óleystan flóttamannavanda upphaf endaloka ESB

Flóttamenn í búðum við landamæri Slóveníu og Austurríkis.

Leiðtogar 10 aðildarríkja ESB auk fulltrúa frá Makedoníu, Serbíu og Albaníu komu síðdegis sunnudaginn 25. október  til fundar í Brussel um vandann vegna aðkomufólks til Evrópu. Framkvæmdastjórn ESB lagði fyrir fundinn áætlun í 16 liðum þar sem meðal annars er mælt með nánara samstarfi ríkjanna til að hafa stjórn á …

Lesa meira

Vestrænir embættismenn óttast að Pútín leiki sér að eldi

Vladimir Pútín Rússlandsforseti.

  Vestrænir embættismenn óttast að með umsvifum sínum víða um heim geti Vladimír Pútín Rússlandsforseti skapað hnattrænan óstöðugleika og ef til vill skapað vandræði innan Rússlands. Þeir telja að í raun vaki fyrir Pútín að styrkja stöðu Rússa að nýju á alþjóðavettvangi með því að hefja aðild að baráttunni gegn …

Lesa meira

Finnska utanríkisráðuneytið beitir sé á Facebook gegn hælisleitendum

Finnl

Finnska utanríkisráðuneytið hefur hafið herferð á samfélagsmiðlum til að letja hugsanlega hælisleitendur frá því að koma til Finnlands. Boðskapnum er beint til ungra karla í Írak og Tyrklandi. Sampo Terho, þingflokksformaður Finnaflokksins, segir við finnska ríkisútvarpið YLE að þunginn í skilaboðum ráðuneytisins á Facebook sé að sannfæra unga karla á …

Lesa meira

Rússar enduropna herstöð á Franz Josef landi

Franz Josef land

  Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að risavaxin herstöð á Alexöndru-landi  sé nærri fullbúin. Alexöndru-land er hluti af Franz Josef landi, eyjaklasa sem teygir sig úr Norður-Íshafi í Barentshaf og Karahaf. Þar er 191 eyja á 16.134 ferkílómetra svæði. Klasinn er aðeins setinn rússneska hernum en líklegt er talið að þar megi …

Lesa meira

Rússar segja stækkun flugvallar í Eistlandi grímulausa ögrun

F-16 orrustuþotur á Amari-flugvelli í Eistlandi.

Áform eru um að stækka Amari-flugvöllinn  í Eistlandi: Þaðan eru sendar vélar undir merkjum NATO í veg fyrir rússneskar hervélar á flugi við lofthelgi Eistlands og annarra Eystrasaltsríkja, Rússneska utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu miðvikudaginn 21. október þar sem stækkun flugvallarins er lýst sem ögrun í garð Rússa. Í september …

Lesa meira

Rússar hlaupa á sig gagnvart Frökkum

Flug

Flugatvik sem tengist ferð rússneskrar þingmannanefndar til Genfar í Sviss hefur leitt til diplómatískrar spennu í samskiptum rússneskra stjórnvalda við yfirvöld í Frakklandi og Sviss. Þegar rússneska flugvélin kom inn í svissenska lofthelgi var svissnesk F-18 orrustuþota send á loft til að fylgjast með för hennar. Frá þessu skýrði svissneska …

Lesa meira

Umfangsmiklar heræfingar NATO herjast

Merki hinna miklu heræfinga NATO

Þriggja vikna heræfingar á vegum NATO, Trident Juncture, hófust mánudaginn 19. október. Heræfingunum er lýst sem hinum umfangsmestu á vegum bandalagsins síðan árið 2002. Æft er á landi, sjó og í lofti, á Spáni, Ítalíu og í Portúgal, á Miðjarðarhafi og Atlantshafi og einnig í Kanada, Noregi, Þýskalandi, Belgíu og …

Lesa meira

Flóttamannastraumurinn um Króatíu, Slóveníu og Austurríki til Þýskalands

Ungir karlar setja svip sinn á flóttamannastrauminn. Myndin er tekin á landamærum Króatíu og Slóveníu.

  Eftir að Ungverjar lokuðu landamærum sínum streymir fólkið sem fór um þau inn á Schengen-svæðið um Króatíu og Slóevníu til Austurríkis þar sem yfirvöld juku mannafla í skráningarstöðvum laugardaginn 17. október áður en fólkið hélt áfram til Þýskalands þar sem það vill dveljast. Á um það bil einum mánuði …

Lesa meira

Norðmenn búa sig undir brottvísun Sýrlendinga til Rússlands

Storskog-landamærastöðin-við-Kirkenes-í-Noregi

Norsk stjórnvöld áforma að vísa á brott hundruðum Sýrlendinga sem hafa komið til Noregs um landamærin frá Rússlandi. Verður fólkið sent aftur til Rússlands með þeim rökum að það hafi búið lengi í Rússlandi áður en það ákvað að leita vestur á bóginn yfir landamærin nyrst í Noregi. Noregur er …

Lesa meira

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir nýjan veruleika í samskiptum við Rússa

Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Framganga Rússa í Úkraínu hefur skapað „nýjan veruleika“ fyrir herafla Bandaríkjamanna og bandamenn þeirra í NATO sagði Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, miðvikudaginn 14. október á ráðstefnu AUSA (Association of the United States Army’s) í Washington. Ræða Carters er túlkuð á þann veg að samband NATO við Vladimír Pútín Rúisslandsforseta og …

Lesa meira