Home / Fréttir (page 162)

Fréttir

Þýskaland: Vinsældir Merkel minnka en Seehofers aukast

Angela Merkel og Horst Seehofer

  Stuðningur við Angelu Merkel Þýskalandskanslara hefur minnkað um 12 stig eftir röð ódæðisverka sem hafa skekið Þýskaland. Þetta sýnir ný könnun DeutschlandTrend. Stuðningur við Merkel er nú 47% en var 59% í byrjun júlí. Frá niðurstöðum könnunarinnar er sagt á vefsíðu dw.de föstudaginn 5. ágúst. Merkel hefur ekki hvikað …

Lesa meira

CSIS-skýrslan: Reglulegt kafbátaleitarflug ekki ný herstöð í Keflavík

Poseidon 8 kafbátaleitarvél

  Hér var mánudaginn 1. ágúst sagt frá skýrslu sem Center for Strategic & International Studies (CSIS), rannsóknarstofnun og hugveita í Washington, sendi frá sér undir lok júlí 2016 og ber heitið: Undersea Warfare in Northern Europe. Fréttin hér á síðunni hefur vakið athygli og umræður í öðrum fjölmiðlum og hefur hún af sumum verið túlkuð á þann veg að í henni sé …

Lesa meira

Breskir þingmenn vilja fjölga skipum við landamæravörslu

Eitt skipa bresku Landamæravörslunnar.

  Innanríkismálanefnd breska þingsins birti miðvikudaginn 3. ágúst skýrslu þar sem ESB er gagnrýnt fyrir viðbrögð sín við flótta- og farandfólksvandanum. Í skýrslunni segir einnig að þrátt fyrir úrsögn Breta úr ESB „skipti stefna ESB í útlendingamálum höfuðmáli fyrir Breta“. Í skýrslunni er breska ríkisstjórnin einnig gagnrýnd fyrir að búa …

Lesa meira

Mun fleiri farast á flótta yfir Miðjarðarhaf í ár en í fyrra

Þéttskipaður gúmmíbátur á Miðjarðarhafi.

  Fjöldi þeirra sem týna lífi á leið sinni til Evrópu hefur margfaldast undanfarna sjö mánuði og næstum tvöfaldast miðað við í fyrra. Rúmleg 3.100 hafa farist á þessu ári á Miðjarðarhafi miðað við um 1.900 á sama tíma 2015. Flestir drukknuðu á leið frá strönd Norður-Afríku til Ítalíu. Alþjóðastofnunin …

Lesa meira

Þýski herinn býr sig undir aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum

Ursula van der Leyen varnarmálaráðherra  Þýskalands á heræfingu.

Innan skamms mun Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands (kristilegur demókrati, CDU), ákveða hvernig staðið verður að æfingum þýskra hermanna vegna aðildar þeirra að aðgerðum innan Þýsklands gegn hryðjuverkamönnum. Samstarfsmenn CDU í ríkisstjórn, jafnaðarmenn (SPD), og stjórnarandstaðan eru andvíg því að þetta skref sé stigið. Varnarmálaráðherrann sagði við dagblaðið Bild …

Lesa meira

CSIS-skýrsla: Efla verður kafbátaleit frá Íslandi og Norður-Noregi

Frá Olavsvern

  NATO og samstarfsriki bandalagsins geta ekki á þessari stundu brugðist með skömmum fyrirvara við umsvifum Rússa neðansjávar á stórum hluta Norðir-Atlantshafs og Eystrasalti segir í nýrri skýrslu frá Center for Strategic & International Studies (CSIS) sem kynnt var fyrir rúmri viku í Washington. Í skýrslunni er lagt til að Bandaríkjastjórn hefji að nýju kafbátaleit frá Keflavíkurflugvelli og þar …

Lesa meira

Útlendingamál og hryðjuverk helsta áhyggjuefni Evrópubúa

Flóttamannabátur veltur á Miðjarðarhafi.

Útlendingamál og hryðjuverk vekja Evrópubúum helst áhyggjur um þessar mundir, miklu meiri en staða efnahagsmála eða atvinnuleysi. Þetta er niðurstaða í nýrri könnun á vegum framkvæmdastjórnar ESB. Rúmlega 31.000 manns í 34 Evrópulöndum og svæðum tóku þátt í þessari vorkönnun 2016 á vegum Eurobarometer. Um 48% töldu útlendingamál eitt annað helsta viðfangsefni …

Lesa meira

Þýskaland: Merkel heldur fast við flóttamannastefnuna en eykur öryggisráðstafanir vegna aðkomumanna

Angela Merkel kemur á blaðamannafund í Berlín.

  Angela Merkel Þýskalandskanslari gerði hlé á sumarleyfi sínu og flýtti árlegum sumar-blaðamannafundi sínum um einn mánuð fimmtudaginn 28. júlí þegar hún ræddi við blaðamenn í Berlín vegna hryðjuverkanna sem unnin hafa verið í Þýskalandi undanfarið. Kanslarinn varði stefnu sína frá því í fyrra gagnvart flótta- og farandfólki þegar hún í raun …

Lesa meira

Tyrkland verður nýtt Sýrland – eftir Bassam Tibi prófessor

Bassam Tibi

    Tyrknesk yfirvöld herða enn tökin á fjölmiðlum í landinu eftir misheppnuðu valdaránstilraunina föstudaginn 15. júlí. Miðvikudaginn 27. júlí sagði í lögbirtingablaði Tyrklands að þremur fréttastofum hefði verið lokað, 16 sjónvarpsstöðvum, 23 hljóðvarpsstöðvum, 45 dagblöðum, 15 tímaritum og 29 útgáfufyrirtækjum. Sagt er að fjölmiðlarnir hafi verið undir handarjaðri Gülen-hreyfingarinnar svonefndu. Erdogan Tyrklandsforseti og …

Lesa meira

Trump segist vona að Rússar finni 30.000 tölvubréf Hillary Clinton – Rússar náðu tölvubréfum demókrata

cyeberhacking1_3077109b

    Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblíkana í Bandaríkjunum, sagði miðvikudaginn 27. júlí að hann vonaði að Rússar hefðu brotist inn í tölvupósthólf Hillary Clinton og hvatti þannig erlend ríki til að stunda tölvunjósnir í pósthólfi hennar á meðan hún var utanríkisráðherra. „Rússar ef þið hlustið vona ég að ykkur takist að finna tölvubréfin 30.000 sem eru …

Lesa meira