Home / Fréttir (page 161)

Fréttir

Work boðar nýja mótvægisstefnu í varnarmálum

Robert Work flytur erindi sitt hjá RUSI í London,

Hér hefur verið sagt frá ferð Roberts Works, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, til Íslands og Noregs 7. til 9. september. Fimmtudaginn 10. september var hann í London og flutti erindi hjá Royal United Services Institute  (RUSI), samræðu- og rannsóknarvettvangi um bresk og alþjóðleg viðfangsefni á sviði varnar- og öryggismála. Þar lýsti hann …

Lesa meira

Bandaríkjamenn ætla að fjölga heræfingum í Noregi

Vara-varnarmálaráðherrarnir Robert Work og Øystein Bø kynna sér birgðastöðvar við Þrándheim.

Robert Work, vara-varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hélt til Noregs frá Íslandi í byrjun vikunnar og sat þriðjudaginn 8. september í Osló fyrsta fund sögunnar þar sem vara-varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Norðurlandanna komu saman. Á vefsíðunni defensenews.com er haft eftir samstarfsmönnum Works að fundurinn hafi gengið betur en þeir væntu. Í fréttinni segir að …

Lesa meira

Rússar segjast styðja Sýrlandsforseta gegn Íslamska ríkinu

Hermenn Sýrlandsstjórnar

Rússnesk stjórnvöld hafa staðfest að þau hafi sent hermenn til Sýrlands. Á Vesturlöndum hafa menn vaxandi áhyggjur af því að þátttaka rússneska hersins í aðgerðum til stuðnings Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og ríkisstjórn hans hafi gert Rússa að beinum aðila borgarastríðinu í landinu. Rússar leggja her Sýrlands lið vegna þess að …

Lesa meira

Bandaríska varnarmálaráðuneytið kannar mannvirki á Keflavíkurflugvelli

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Robert Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna,

  Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hittust á fundi í Reykjavík mánudaginn 7. september, Í tilkynningu um fund þeirra segir utanríkisráðuneytið að ráðherrarnir hafi rætt  „tvíhliða öryggis- og varnarmálasamstarf Íslands og Bandaríkjanna sem gagnkvæmur áhugi er á að efla frekar“. Í tilkynningunni segir einnig: „Þá …

Lesa meira

Frakkar og Bretar herða stríðsaðgerðir gegn íslamska ríkinu

Rafale-þota

Franskar Rafale-orrustuvélar hófu að morgni þriðjudags 8. september fyrstu njósnaferðir sínar yfir Sýrlandi í samræmi við yfirlýsingu François Hollandes forseta mánudaginn 7. september. Þær flugu frá bækistöðvum sínum við Persaflóa. Franska varnarmálaráðuneytið sagði að teknar yrðu háloftamyndir af stöðvum hryðjuverkamanna Íslamska ríkisins til að gera franska hernum kleift að leggja …

Lesa meira

Evrópa: Þanþolið gagnvart aðkomufólki að bresta

Móttökustöð fyrir flóttamenn í München í Bæjaralandi.

Í Evrópu búa menn sig undir nýja bylgju af flóttamönnum eftir að það spyrst innan raða þeirra að nú sé auðveldara en áður að komast í gegnum Ungverjaland. Sunnudaginn 6. september komu hundruð flóttamanna í lestum frá Ungverjalandi til Westbanhof í Vínarborg. Þá höfðu ungverskir embættismenn heimilað þúsundum flóttamanna sem …

Lesa meira

Floti ESB sendur gegn smyglurum á Miðjarðarhafi

Federica Mogherini

Federica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, sagði fimmtudaginn 3. september, að flotasveit ESB – EUnavfor Med – væri nú búin til að hefja næsta skref í áætlun ESB til að stöðva smygl á fólki yfir Miðjarðarhaf. Í stað þess að sinna aðeins öflun upplýsinga myndin sveitin nú hertaka smyglarabáta á úthafinu og …

Lesa meira

Þýskur sérfræðingur: Flóttamannastefnan hefur runnið sitt skeið – ný vinnubrögð nauðsynleg

Barbara John

Tæplega helmingur flóttamanna sem lagt hafa upp frá löndum þar sem öryggi ríkir eiga litla von um hæli í Þýskalandi. Miklar umræður eru í landinu um hvernig skynsamlegast sé að bregðast við hinum mikla straumi flóttamanna til landsins. Á vefsíðu Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ)var fimmtudaginn 3. september rætt við Barböru …

Lesa meira

Uppnám innan ESB vegna flóttamanna – Merkel tekur forystu

Flóttamenn við brautarstöð í Búdapest.

  Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í Brussel fimmtudaginn 3. september þegar hann ræddi flóttamannavandann í Evrópu: „Evrópubúar eru hræddir af því að þeir sjá að ráðamenn þeirra, þar á meðal forsetar og forsætisráðherrar, ráða ekki við ástandið.“ Ýmsum þóttu þessi orð kaldhæðnisleg frá forsætisráðherra lands þar sem segja má …

Lesa meira

Refsiaðgerðir gegn Rússum hertar

Rússl þvinganir

Miðvikudaginn 2. september birtist tilkynning í  U.S. Federal Register. lögbirtingarblaði Bandarikjanna, um að Bandaríkjastjórn hefði bætt 29 manns frá Rússlandi og Úkraínu við bannlista sem hún og ESB hafa sett vegna innlimunar Rússa á Krím og atlögu þeirra að sjálfstæði Úkraínu með stuðningi við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Sumir þeirra …

Lesa meira