Home / Fréttir (page 161)

Fréttir

Rússar gerðu tölvuárás á finnskt fjölmiðlafyrirtæki

Gæsla netöryggis verður sífellt brýnni.

  Trend Micro í Tókío sem sérhæfir sig í netöryggismálum segir sterkar vísbendingar um að starfsmenn finnska fyrirtækisins Sanoma hafi orðið fyrir rússneskri tölvuárás sem skilaði ekki því sem að var stefnt. Rússnesk leynimiðstöð sem sérhæfir sig í net-njósnum og net-árásum opnaði gervi-netþjón sem líktist mjög tölvupóst-netþjóni Sanoma að sögn …

Lesa meira

Rússar hæðast að Anders Fogh Rasmussen og Úkraínumönnum

Petro Porosjenkó og Anders Fogh Rasmussen

  Anders Fogh Rasmussen, fyrrv. forsætisráðherra Dana og framkvæmdastjóri NATO, hefur verið skipaður sérlegur ráðgjafi Petros Porosjenkos Úkraínuforseta. Frá þessu var skýrt laugardaginn 28. maí. Fréttin hefur orðið rússneskum þingmönnum tilefni hæðnis- og frýjunarorða. Rússneski þingmaðurinn Sergei Zhigarev, varaformaður varnarmálanefndar Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, sagði að með því að …

Lesa meira

Finnskir mið-hægrimenn samþykkja að Finnar skuli í NATO

Elina-Lepomäki og Alexander-Stubb

  Samlingsflokkurinn, mið-hægri flokkurinn í Finnlandi hefur samþykkt að Finnar skuli sækja um aðild að NATO á næstu árum. Elina Lepomäki sem keppir að formennsku í flokknum segir ekki nauðsynlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Sauli Niinistö Finnlandsforseti ítrekaði hins vegar laugardaginn 28. maí að Finnar fari ekki í …

Lesa meira

Danmörk: Rússneski sendiherrann mótmælir fjandskap Dana

Rússneskir hermenn

Danir eru í fremstu röð þeirra sem hallmæla Rússum segir Mikhail Vanin, sendiherra Rússa í Kaupmannahöfn, við Politiken föstudaginn 27. maí. „Danir stunda sí og æ einhvers konar and-rússneska baráttu. Þegar gripið er til viðskiptaþvingana gegn Rússum eru Danir jafnan meðal þeirra fyrstu. Séu hermenn sendir að landamærum Rússlands eru Danir fremstir í flokki,“ segir sendiherrann …

Lesa meira

Úkraína: Þjóðhetja laus úr rússnesku fangelsi

Nadja Savstjenkó

Úkraínumenn fögnuðu síðdegis miðvikudaginn 25. maí heimkomu Nadju Savstjenkó flugmanns sem dæmd var af Rússum og sat í fangelsi í Rússlandi. Var heimkoma hennar tryggð í skiptum fyrir tvo Rússa sem voru í haldi í Úkraínu, dæmdir fyrir að berjast með aðskilnaðarsinnum. Við heimkomuna flutti Savstjenkó tilfinningaþrungna ræðu og sagðist fús til að berjast og falla fyrir …

Lesa meira

Obama verður að skýra hvað hann ætlar að gera við talíbana eftir morðið á Mullah Mansour

Hréið af bíl Mullah Mansours.

Í leiðara The New York Times (NYT) er miðvikudaginn 25. maí rætt um hvað felist í þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að drepa Mullah Akhtar Muhammad Mansour, leiðtoga talibana, með dróna innan landamæra Pakistan á svæði þar sem slíkum vopnum hefur ekki verið beitt áður. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði að Mansour hefði verið drepinn vegna þess að hann hefði lagt á ráðinn um árásir á mikilvæg bandarísk skotmörk …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn rýmkar reglur í dróna-stríðinu við talíbana

Reaper-dróni sem  notaður er til njósna.

Bandaríkjastjórn gekk lengra en áður í drónaárásinni sem varð talibanaforingjanum Mullah Akhtar Muhammas Mansour að aldurtila í Pakistan laugardaginn 21. maí en hún hefur áður gert segir Kathy Gilsinan, aðstoðarritstjóri bandaríska tímaritsins The Atlantic mánudaginn 23. maí sama dag og Barack Obama Bandaríkjaforseti staðfesti að foringi talíbanan hefði verið drepinn. Opinberlega hafði Mansour ekki borið forningjatitilinn nema í tæpt ár. Gilsinan segir að árásin á Mansour hafi sýnt að Bandaríkjastjórn virði ekki …

Lesa meira

Bretland: Utanríkisráðherrann segir fyrrv. hershöfðingja vilja græða á gálausu tali um stríð við Rússa

Philip Hammond

Philip Hammond, utanríkisráðherra Breta, hefur harðlega gagnrýnt Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingja og fyrrverandi vara-yfirmann Evrópuherstjórnar NATO, fyrir að hafa skrifað skáldsöguna 2017 War with Russia þar sem gefið er til kynna að draga kunni til kjarnorkustríðs við Rússa. Bókin kom út miðvikudaginn 19. maí og gagnrýni utanríkisráðherrans birtist á vefsíðunni The Telegraph fimmtudaginn 20. maí. Segir ráðherrann að Sir Richard Shirreff hafi gerst sekur um „frekar óþægilega framkomu“ …

Lesa meira

NATO-herskip búa sig undir æfingar við Finnland

NATO-herskip í Helsinki-höfn.

Freigátur frá Bretlandi og Spáni eru nú við bryggju í Helsinki-höfn og búa sig undir flotaæfingar á Eystrasalti eftir tæpar tvær vikur. Freigátur eru búnar gagneldflaugakerfum og segir finnska ríkisútvarpið YLE að koma herskipanna til Helsinki sé til marks um aukna viðveru herafla undir merkjum NATO í nágrenni Finnlands. NATO …

Lesa meira

Áhugi á öryggissamstarfi við Ísland vex innan NATO vegna yfirgangs Rússa

Á þessari mynd frá NATO sést Lilja D. Alfreðsdóttir rita undir aðildarskjal Svartfjallalands að NATO,

Lilja D. Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson ritstjóra Kjarnans sem birtist laugardaginn 21. maí að það sé „náttúrlega lógískt“ að áhugi Bandaríkjamanna á öryggissamstarfi við Íslendinga aukist eftir að samskiptin við Rússa versnuðu. Frá því að Bandaríkjastjórn lokaði Keflavíkurstöðinni árið 2006 hafa rússneskar hervélar alls 105 sinnum verið skráðar í …

Lesa meira