Home / Fréttir (page 160)

Fréttir

Sameiginleg yfirlýsing forsætisráðherra Finna og Svía: „Öryggi okkar alvarlega ógnað“

Stefan Löfven og Juha Sipilä

Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar, Juha Sipilä og Stefan Löfven, hafa gripið til þess einstæða ráðs að skrifa sameiginlega grein til að gera þjóðum sínum grein fyrir nánari samvinnu ríkjanna komi til hættuástands. Þeir segja að nú steðji mesta hætta að öryggi Evrópu frá því í kalda stríðinu. Hin sameiginlega grein …

Lesa meira

Finnland: Hælisleitendur á rússneskum bílskrjóðum frá Murmansk – skipulagt smygl á fólki

Rússneskir bílar sem hafa verið kyrrsetttir í Lapplandi vegna rannsókna á málum hælisleitenda.

Hælisleitendur sem koma til finnska Lapplands frá Rússlandi segja við finnska ríkisútvarpið, YLE, að smyglarar á fólki í rússnesku borginni Múrmansk hafi svindlað á sér og ógnað sér. Rúmlega 800 hælisleitendur frá Rússlandi hafa leitað á náðir finnskra yfirvalda í Lapplandi síðan haustið 2015. Fimmtudaginn 7. janúar fór 21 afganskur …

Lesa meira

Helsinki: Íraskir hælisleitendur með áreitni á nýársnótt – lögreglustjórinn í Köln rekinn

Nýárs-flugeldar í Helsinki.

Finnska lögreglan skýrði frá því fimmtudaginn 7. janúar að óvenju mikið hefði verið um kynferðislega áreitni í Helsinki á nýársnótt. Lögreglan sagðist einnig hafa fengið ábendingar um að hópar hælisleitenda hefðu áform um að sýna konum kynferðislega áreitni. „Aldrei fyrr höfum við orðið varir við slíka áreitni á nýársnótt eða …

Lesa meira

Köln: Ásakanir um yfirhylmingu í þágu ofbeldisfullra hælisleitenda

Lögreglumenn framan við brautarstöðina í Köln.

Á nýársnótt veittist hópur karlmanna með kynferðislegu ofbeldi að konum í miðborg Kölnar í Þýskalandi. Nú hefur efni úr lögregluskýrslum um atburðinn verið lekið til fjölmiðla og þar kemur fram að í hópi karlanna voru flóttamenn frá Sýrlandi. Einn þeirra hafi sagt við lögreglumann: „Ég er Sýrlendingur. Þú verður að …

Lesa meira

Kóka kóla í hremmingum vegna Krímdeilunnar

Coca Cola

Kóka kóla fyrirtækið birti nýársóskir á vinsælustu samfélagssíðu Rússlands, WK. Við hlið hennar var kort af Rússlandi án þess að Krímskagi væri hluti þess þótt Rússar hefðu innlimað hann. Eftir mikla gagnrýnisöldu var kortinu breytt þriðjudaginn 5. janúar og Krímskagi settur undir Rússland, hið sama gilti um Kúril-eyjar sem eru …

Lesa meira

Gögn talin sýna vitneskju rússneskra hermanna um árásina á MH17 sumarið 2014

Rússneskir hermenn við Buk-skotflaugapall í Úkraínu.

Hollenskir saksóknarar athuga nú réttmæti fullyrðinga hóps breskra blaðamanna sem kalla sig Bellingcat-hópinn um að 20 rússneskir hermenn hið minnsta hafi átt aðild að árásinni sem grandaða flugvél Malaysia Airlines, flugi MH17, yfir austurhluta Úkraínu sumarið 2014. Eliot Higgins, stofnandi Bellingcat, sagði í samtali við NOS-sjónvarpsstöðina í Hollandi sunnudaginn 3. …

Lesa meira

Pólska ríksstjórnin mildari í garð Breta innan ESB fái hún NATO-herstöðvar

Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands.

Reuters-fréttastofan hafði eftir Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands, sunnudaginn 3. janúar að Pólverjar kynnu að sætta sig við þá málamiðlun að Bretar fengju að skerða réttindi ESB-farandfólks í Bretlandi ef breska ríkisstjórnin beitti sér fyrir að NATO héldi úti herafla í Mið-Evrópu. Eftir að fréttin birtist sendi pólska utanríkisráðuneytið frá sér …

Lesa meira

Finnskt skipafélag krefst vegabréfsáritunar af ferjufarþegum frá Þýskalandi

Ferja frá Finnlines

Í Hufvudstadsbladet í Finnlandi segir frá því laugardaginn 2. janúar að útgerð Finnlines-skipafélagsins hafi ákveðið að krefjast framvísunar skilríkja af þeim sem fara um borð í skip félagsins í Travermünde í Þýskalandi. Enginn fái að stíga um borð án þess að sýna vegabréf, persónuskilríki með mynd, vegabréfsáritun, búsetuheimild eða annað …

Lesa meira

Pútín staðfestir hörkulegri þjóðaröryggisstefnu

Vladimír Pútín

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur staðfest nýja þjóðaröryggisstefnu Rússlands þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að reyna að „þrengja að“ Rússum með því að beita „stjórnmálalegum, efnahagslegum, hernaðarlegum og miðlunarlegum þrýstingi“, ráðamönnum í Washington er einnig kennt um stríðið í Úkraínu. Um er að ræða 40 blaðsíðna stefnuskjal sem Pútín staðfesti …

Lesa meira

Nýársnótt: Mikill viðbúnaður í stórborgum af ótta við hryðjuverk

Paris

Mikill viðbúnaður er víða um heim af ótta við hryðjuverk á nýársnótt. París: Um 11.000 manns verða við öryggisgæslu í höfuðborg Frakklands þar sem lýst var yfir þriggja mánaða neyðarástandi eftir hryðjuverkin í borginni 13. nóvember 2015. Ekki verða neinar flugeldasýningar í París en mannfjölda verður leyft að koma saman …

Lesa meira