Home / Fréttir (page 160)

Fréttir

Belgía: Lausnarbeiðni ráðherra vegna klúðurs við gæslu vígamanns hafnað

Koen Keens dómsmálaráðherra, Charles Michel forsætisráðherra og Jan Jambon innanríkisráðherra Belgíu.

  Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, hafnaði fimmtudaginn 24. mars lausnarbeiðni Jans Jambons innanríkisráðherra og Koens Geens dómsmálaráðherra. Forsætisráðherrann taldi ráðherraskipti ekki heppileg þegar hæsta hættustig gilti í landinu og enn væri leitað að tveimur ódæðismönnum vegna hryðjuverkanna þriðjudaginn 22. mars. Ósk ráðherranna um lausnarbeiðni má einkum rekja til þess sem …

Lesa meira

Bræður dæmdir fyrir smáglæpi stóðu að hryðjuverkunum í Brussel

Myndin er tekin í flugstöðinni í Brussel að morgni þriðjudags 22. mars. Maðurinn til vinstri er  ókunnur, í miðjunni er Ibrahim El Bakraoui - þessir tveir sprengdu sig í loft upp, hinn þriðji, í ljósu fötunum,  skildi eftir sprengju en lagði á flótta.

    Frederic Van Leeuw, ríkissaksóknari Belgíu, sagði á blaðamannafundi miðvikudaginn 23. mars að 31 hefði fallið og 270 manns særst í árásinni á flugstöðina í Zaventem  við Brussel og Malbeek-brautarstöðina í miðborg Brussel þriðjudaginn 22. mars. Þrír menn sáust á eftirlitsmyndavél á leið inn í flugstöðina. Tveir þeirra sprengdu …

Lesa meira

Hryðjuverkaárásir í Brussel – aðferðir hryðjuverkamanna að fordæmi mafíunnar í Marokkó

Harmur í Brussel

    Að morgni þriðjudags 22. mars sprungu þrjár sprengjur í Brussel, tvær á flugvellinum í Zaventem í útjaðri borgarinnar og ein í Maalbeek-neðanjarðarbrautarstöðinni í hjarta borgarinnar, skammt frá ESB-hverfinu. Að minnsta kosti 34 týndu lífi og hundruð manna særðust. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslam segjast standa að baki árásunum. Árásirnar í …

Lesa meira

Enn streymir flóttafólk til grísku eyjanna – Tyrkneskir embættismenn flokka fólkið við komuna til Grikklands

0,,19112982_303,00

Tæplega 2.000 flóttamenn komust til Grikklands frá Tyrklandi mánudaginn 21. mars þrátt fyrir nýjan samning Tyrkja og ESB sem átti að stöðva straum fólksins. Tyrkneskir embættismenn halda nú til Grikklands til að framkvæma samninginn. Miðstöð Grikkja sem samræmir aðgerðir vegna komu flótta- og farandfólksins eftir því sem það er unnt …

Lesa meira

Rússneskur dómstóll sakar stríðshetju Úkraínu um morð á blaðamönnum

nadia-savchenko

    Nadezda Savsjenkó, fyrrverandi herflugmaður frá Úkraínu, hefur verið fundin sek í rússneskum dómstóli fyrir að drepa blaðamenn. Þetta kom fram mánudaginn 21. mars. Mannréttindahópar telja að pólitísk sjónarmið ráði niðurstöðu dómarans. Sjálf segir Savsjenkó að málatilbúnaðurinn sé „lygi“, sér hafi verið rænt af aðskilnaðarsinnum, hollum Rússum. Í dóminum …

Lesa meira

Játar aðild að hryðjuverkinu mikla í París – hafnar framsali til Frakklands

François Molin, saksóknari í París.

Salah Abdeslam hryðjuverkamaðurinn sem var handtekinn í Molenbeek-hverfinu í Brussel föstudaginn 18. mars er talinn hinn eini á lífi úr hryðjuverkahópnum sem gerði árás í París 13. nóvember 2015 og felldi 130 manns. Hann er nú í fangelsi í Bruges í Belgíu. Frakkar vilja hann framseldan en Abdelsman hafnar þeirri …

Lesa meira

Rússar amast við nýrri hernaðarstefnu Svía

swedish-army-soldiers-forces-in-afghanistan-001-29089790

  Rússnesk stjórnvöld líta þannig á að ný hernaðarstefna Svía sem kynnt var fimmtudaginn 17, mars feli í sér ögrun við Rússland í anda aukinnar andúðar á Rússum innan NATO. Þetta kemur fram í frétt á rússnesku vefsíðunni Sputnik föstudaginn 18. mars. Í tilkynningu sænsku herstjórnarinnar 17. mars segir að …

Lesa meira

Reglubundin æfing bandarískra kjarnorkukafbáta í Norður-Íshafi

Hér sést mynd frá bandaríska flotanum af ísstöð sem reist hefur verið á Norður-Íshafi.

Tveir bandarískir kjarnorkukafbátar af Los Angeles-gerð komu mánudaginn 14. mars að hafísflotastöð Bandaríkjanna, Ice Camp Sargo, sem reist hefur verið til bráðabirgða fyrir 80 manns í Beaufort-hafi um 200 mílur norður af Prudhoe-flóa í Alaska Bátarnir taka þátt í fimm vikna æfingu, Ice Exercise (ICEX 2016),  sem hófst 29. febrúar …

Lesa meira

ESB: Kýpverjar hóta neitunarvaldi gegn samkomulagi við Tyrki um stöðvun flóttamannastraums

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Nicos Anastasiades, forseti Kýpur.

  Kýpverjar hóta að bregða fæti fyrir samkomulag ESB við Tyrki á fundi leiðtogaráðs ESB fimmtudag (17. mars) og föstudag (18. mars) um flótta- og farandfólk. Nicos Anastasiades, forseti Kýpur, tilkynnti Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, að Kýpverjar mundu beita neitunarvaldi sínu í ráðinu gegn aðildarviðræðum við Tyrki nema tyrkneska …

Lesa meira

Rússar senda eldflaugakafbát að strönd Frakklands – hvers vegna?

Rússneskur Delta-kafbátur.

  Á vefsíðu Brookings í Washington (brookings.edu) birtist þriðjudaginn 15. mars grein eftir Steven Pifer, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu og sérfræðing í afvopnunarmálum hjá Brookings-stofnuninni. Pifer veltir fyrir sér hvers vegna Rússar hafi verið að veifa kjarnorkuvopnum sínum með því að senda kafbát búinn langdrægum kjarnorkueldflaugum í janúar 2016 …

Lesa meira