Home / Fréttir (page 159)

Fréttir

Bandaríski sjóherinn vill endurnýja flugskýli fyrir kafbátaleitarvélar

Poseidon 8 kafbátaleitarvél

Þeim sem fylgst hafa með framvindu öryggismála í Evrópu og aukinni kröfu ríkja á norðurvæng NATO um aukið framlag Bandaríkjamanna á svæðinu kemur ekki á óvart að bandaríska varnarmálaráðuneytið fari fram á fjárveitingu til að búa í haginn fyrir sjóher og flugher á Keflavíkurflugvelli. Það er jafnframt í fullu samræmi …

Lesa meira

Stjórnir Þýskalands og Tyrklands vilja meiri aðild NATO til að leysa flóttamannavandann

Angela Merkel og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands,

Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, sagði mánudaginn 8. febrúar eftir fund með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Ankara að stjórnir Tyrklands og Þýskalands mundu „taka höndum saman“ í því skyni að knýja fram meiri þátttöku NATO við stjórn á flóttamannastraumnum frá Sýrlandi. Leitað yrði eftir meira eftirliti af hálfu NATO á landamærum …

Lesa meira

Merkel og Hollande stilla saman strengi um flóttamenn og Brexit

Angela Merkel og François Hollande í Strassborg.

Martin Schulz, forseti ESB-þingsins, bauð Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande Frakklandsforseta til óformlegs kvöldverðar sunnudaginn 7. febrúar í Strassborg. Eftir kvöldverðinn var sagt að forsetinn og kanslarinn væru sammála um öll meginmál. Þau hefðu sama viðhorf til flóttamannavandans í Evrópu og til þess hvernig ætti að taka á Brexit, …

Lesa meira

Stuðningur við upptöku eigna hælisleitenda víða mikill

Landamæravarsla Dana.

Í Jyllands-Posten segir sunnudaginn 7. febrúar að það sem blaðið kallar umdeildu dönsku smykkeloven, það er lögin um upptöku skartgripa hælisleitenda, hafi tekið gildi föstudaginn 5. febrúar. Þau hafi orðið til að þess að Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra hafi verið teiknaður sem nazisti, litla hafmeyjan hafi fengið töng með skínandi …

Lesa meira

Enn tapar Merkel fylgi – leitar ESB-lausna á flóttamannavandanum

Drengur á flótta veifar þýskum fána við hlið landamæravarða.

  Þýska sjónvarpsstöðin ARD birti föstudaginn 5. febrúar niðurstöður skoðanakönnunar sem sýna að 80% Þjóðverja telja ríkisstjórnina ekki hafa tök á vandanum sem skapast hefur vegna hins gífurlega fjölda farand- og flóttafólks í landinu. Ábyrgðinni á því er varpað á herðar Angelu Merkel. Vinsældir kanslarans hafa fallið um 12 stig …

Lesa meira

Franska stjórnin lætur ryðja flóttamannabúðir í Calais

Úr búðunum í Calais.

Frönsk yfirvöld hafa fengið heimild dómara til að fjarlægja „frumskóginn“, flóttamannabúðir sem reistar hafa verið í óþökk bæjaryfirvalda í Calais af þeim sem vilja komast þaðan ólöglega yfir Ermarsund til Bretlands. Búðirnar hafa orðið einskonar tákn fyrir máttleysi franskra stjórnvalda gagnvart þeim sem laumast ólöglega til landsins. Vegna eyðingar búðanna …

Lesa meira

NATO: Rússar hafa æft kjarnorkuárás á Svíþjóð úr langdrægum sprengjuvélum

Langdrægar rússneskar sprengjuvélar

  .   Rússar æfðu kjarnorkuárás á Svíþjóð fyrir tæpum þremur árum, segir í nýlegri skýrslu frá Atlantshafsbandalaginu (NATO). Í rússneskri heræfingu árið 2013 sást hópur rússneskra flugvéla nálgast Svíþjóð yfir Finnska flóa frá St. Pétursborg. Þóttust áhafnir vélanna senda flaugar hlaðnar kjarnorkusprengjum í áttina að Svíþjóð. Er þetta ekki …

Lesa meira

Frontex – Landamærastofnun Evrópu – kynnt á fjölsóttum Varðbergsfundi

frontex_logo__europa.eu

  Berndt Körner, varaforstjóri Frontex, Landamærastofnunar Evrópu, flutti fyrirlestur á hádegisfundi Varðbergs fimmtudaginn 4. febrúar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Ræddi hann um Frontex og landamærastjórn. Hann ræddi straum farand- og flóttafólks til Scehengen-svæðisins og lýsti breytingum í því efni á árinu 2015 þegar fjöldi þessa fólks margfaldaðist, einkum þeirra sem leita …

Lesa meira

Póllandsforseti segir Schengen-samstarfið einn helsta ávinning ESB-aðildar

Andrzej Duda, forseti Póllands.

  Andrzej Duda, forseti Póllands, sagði í sjónvarpsviðtali þriðjudaginn 2. febrúar að frjáls för fólks og frelsi til viðskipta og þjónustu væru meðal mikilvægustu grundvallarþátta Evrópusambandsin og Schengen-samstarfið meðal þess mikilvægasta sem áunnist hefði með samstarfinu innan ESB. Rætt var við forsetann í tilefni af fréttum um drög að samkomulagi …

Lesa meira

Obama vill stóraukið fé til varna Evrópu – svar við yfirgangsstefnu Rússa

Hermenn frá Lettlandi skoða bandarískan brynvagn,

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur áform um að flytja umtalsvert fleiri þungavopn, brynvarin farartæki og annan búnað til NATO-landa í Mið- og Austur-Evrópu. Embættismenn segja að með þessu vilji forsetinn fæla Rússa frá frekari yfirgangi á svæðinu. Þannig hófst ein aðalfréttin í The New York Times (NYT) þriðjudaginn 2. febrúar. Segir …

Lesa meira