Home / Fréttir (page 159)

Fréttir

Finnski utanríkisráðherrann vill harðari útlendingastefnu að danskri fyrirmynd

Timo Soini, utanríkisráðherra Finna.

Danir hafa mótað hörðustu afstöðu Norðurlandaþjóða í útlendingamálum undanfarið segir í frétt finnska ríkisútvarpsins YLE mánudaginn 14. desember. Ríkisstjórnin hafi í síðustu viku lagt til að lögregla gæti gert lausafé hælisleitenda upptækt til að standa undir kostnaði við þá. Í ágúst hafi Danir ákveðið að lækka félagsleg útgjöld í þágu …

Lesa meira

Svartfjallaland: Mótmæli Rússavina vegna áforma um NATO-aðild

Mótmælendur við þinghús Svartfjallalands.

    Talið er að 2.000 manns hið minnsta hafi komið saman fyrir framan þinghús Svartfjallalands laugardaginn 12. desember og mótmælt fyrirhugaðri aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Fyrr í mánuðinum var Svartfellingum boðið að verða 29. aðildarríki bandalagsins. Mótmælendur vilja að ákvörðun um aðild að NATO verði lögð fyrir Svartfellinga …

Lesa meira

Rússneskt herskip skýtur að tyrkneskum fiskibáti á Eyjahafi

Rússneskt herskip siglir um Hellusund, í gegnum Istanbúl.

  Rússneska utanríkisráðuneytið kallaði hermálafulltrúa við tyrkneska sendiráðið í Moskvu til viðræðna eftir að rússneskt eftirlitsskip skaut viðvörunarskotum að tyrknesku skipi á Eyjahafi sögðu rússnesk hermálayfirvöld sunnudaginn 13. desember. Atvikið kann að auka enn spennu í samskiptum ríkjanna tveggja en Tyrkir skutu niður rússneska orrustuþotu í síðasta mánuði. Í tilkynningu …

Lesa meira

NATO boðar að bandarískar orrustuþotur verði hér í allt að fjóra mánuði 2016

Myndin er tekin úr flugvél frá Keflavíkurstöðinni í kalda stríðinu og sýnir bandaríska orrustuþotu fljúga í veg fyrir sovéska sprengjuvél.

  Evrópuherstjórn NATO (SHAPE) hefur tilkynnt að bandaríski flugherinn muni halda uppi loftrýmisgæslu við Ísland frá Keflavíkurflugvelli á fjögurra mánaða tímabili frá 1. janúar til 30. apríl, hvort orrustuþotur Bandaríkjanna verða hér allan þennan tíma hefur ekki verið staðfest opinberlega. Í ár voru Bandaríkjamenn hér við loftrýmisgæslu frá 13. apríl …

Lesa meira

Ókunn herþyrla fer 15 km inn fyrir landamæri Finnlands frá Rússlandi

Rússnesk herþyrlaþ

Frá því var skýrt í finnskum fjölmiðlum fimmtudaginn 10. desember að ókunn þyrla hefði rofið lofthelgi Finnlands þann sama morgun. Hún hefði komið yfir landamærin frá Rússlandi, finnskum landamæravörðum var ekki svarað þegar þeir reyndu að koma á fjarskiptasambandi við áhöfn þyrlunnar. Landamæraverði grunar að þyrlan hafi farið ólöglega inn …

Lesa meira

Bandaríkjamenn eignast nýjan risa-tundurspilli

Tundurspillirinn USS Zimmwalt er hannaður til að erfitt sé að sjá hann á ratsjá.

  Stærsti tundurspillir sem Bandaríkjamenn hafa nokkru sinni eignast hóf mánudaginn 8. desember jómfrúarferð sína um Atlantshaf. Skipið er 186 m langt og 15.450 lestir. Útlit skipsins er sérstakt eins og meðfylgjandi myndir sýna. Skrokkur skipsins líkist pýramída, hann mjókkar upp en ekki niður og efast margir um sjóhæfni skipsins …

Lesa meira

Svíar boða skoðun persónuskilríkja á landamærum til að fækka hælisleitendum

Sænskir lögreglumenn kanna persónuskilríki.

  Danir hafa áhyggjur af að erfiðara verði fyrir þá að ferðast til Svíþjóðar á nýju ári eftir að Morgan Johansson, dóms- og útlendingamálaráðherra Svíþjóðar, tilkynnti miðvikudaginn 9. desember að  framvísa beri persónuskilríkjum við komu til Svíþjóðar með langferðabíl, lest eða ferju. Sænska ríkisstjórnin ætlar ekki að svo stöddu að …

Lesa meira

Austurríkismenn reisa girðingu á landamærunum við Slóveníu

Austurrískir hermaður við nýju landamæragirðinguna.

Austurríkismenn hafa hafist handa við að reisa landamæragirðingu gagnvart Slóveníu til að ná betri stjórn á komu flóttamanna til landsins að sögn ríkisstjórnarinnar. Undanfarnar vikur hefur þó dregið úr flóttamannastraumnum. Aldrei fyrr hefur slík girðing verið reist á landamærum tveggja Schengen-ríkja. Austurrískir hermenn vinna við að setja upp girðinguna sem …

Lesa meira

Donald Trump vill banna komu múslima til Bandaríkjanna

Donald Trump

  Donald Trump, frambjóðandi í prófkjöri repúblíkana vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember 2016, sætir ámæli eigin flokksbræðra og annarra fyrir þau ummæli sín mánudaginn 8. desember að banna ætti múslímum að koma til Bandaríkjanna. Trump sagði að margir múslímar „hötuðu“ Bandaríkin. Þá ætti að banna „þar til ráðamenn landsins …

Lesa meira

Obama varar við nýrri tegund af hryðjuverkum

Barack Obama ávarpar þjóðina úr forsetaskrifstofunni.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hét því í ávarpi til bandarísku þjóðarinnar að kvöldi sunnudags 6. desember að vinna sigur á Daesh (Ríki íslams). Hann sagði jafnframt að Bandaríkjamenn yrðu ekki „enn einu sinni dregnir inn í langvinnan og kostnaðarsaman landhernað“í útlöndum. Örsjaldan ávarpar Bandaríkjaforseti þjóð sína beint úr skrifstofu sinni í …

Lesa meira