Home / Fréttir (page 159)

Fréttir

Jens Stoltenberg: Samþykkjum aldrei að Úkraína verði söluvara

Stolt

  Í franska blaðinu Le Monde birtist fimmtudaginn 1. október viðtal sem Nathalie Guibert tók við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, eftir að fréttir bárust af því miðvikudaginn 30. september að rússneskar herþotur hefðu hafið loftárásir á skotmörk í Sýrlandi. Viðtalið birtist hér í lauslegri þýðingu. Rússar hafa hafið árásir í …

Lesa meira

Pútín sakaður blekkingar í Sýrlandi

Philip M. Breedlove, yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO.

Petro Porosjenkó Úkraínuforseti og Philip Breedlove, yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO, hafa sakað Vladimír Pútín Rússlandsforseta um að reyna að beita alþjóðasamfélagið blekkingum með málflutningi sínum um Sýrland. Úkraínuforseti sagði á allshejarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York þriðjudaginn 29. september að tillaga Rússa um að gera bandalag við Vesturlönd gegn Ríki íslams …

Lesa meira

Þýskaland: Engar nýjar bandarískar kjarnorkusprengjur

Rüdiger-Freiherr-von-Fritsch, sendiherra Þýskalands í Rússlandi,

    Bandaríkjamenn fjarlægja og endurnýja gamla hluti í kjarnorkuvopnum í Büchel-flugstöðinni í suðvestur Þýskalandi en flytja ekki ný vopn þangað. Þetta sagði þýski sendiherrann í Moskvu á fundi með blaðamönnum mánudaginn 28. september. „Hér er ekki um neitt nýtt að ræða og ekki um neina fjölgun frá því sem …

Lesa meira

Rússneski sendiherrann viðurkennir rangfærslu – ætlaði ekki að móðga Pólverja

Sergeij Andreev, sendiherra Rússa, ræðir við blaðamenn eftir að hafa verið kallaður á teppið í pólska utanríkisráðuneytinu.

  Sergeij Andreev, sendiherra Rússland í Póllandi, hefur dregið til baka ummæli sín frá föstudeginum 25. september þar sem hann gaf til kynna að Pólverjar bæru sjálfir hluta ábyrgðar vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. Sagði hann við einka-sjónvarpsstöðina TVN24 að Pólverjar hefðu hvað eftir annað staðið gegn myndun bandalags gegn nazistastjórninni í …

Lesa meira

Pólland: Rússneski sendherrann hafnar sögulegum staðreyndum með ásökunum um stríðið

Rússar myrtu þúsundir pólskra herforingja í Katyn-skógi.

  Ummæli rússneska sendiherrans í Póllandi um að Pólverjar geti kennt sjálfum sér um að síðari heimsstyrjöldin hófst hefur vakið undrun og reiði víðar en í Póllandi. Þannig sendi David Harris, framkvæmdastjóri AJC-samtakanna sem taka málstað gyðinga frá sér yfirlýsingu sunnudaginn 27. september. Birtist hún hér í lauslegri þýðingu: „Sergeij …

Lesa meira

Pólland: Rússneski sendiherrann vekur reiði og hneykslan

Sergej Andreev, sendiherra Rússa í Póllandi.

Rússneski sendiherrann í Póllandi hefur vakið reiði og hneykslan meðal Pólverja með yfirlýsingum um að Pólverjar sjálfir beri sinn hluta ábyrgðar á upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Pólverjum er mjög misboðið vegna þessa, þeir líta á þjóð sína sem helsta fórnarlamb stríðsins. Þar féllu hlutfallslega flestir miðað við fjölda landsmanna. sendiherra segir …

Lesa meira

Stjórnvöld Eistlands og Rússlands skiptast á föngum

Eston Kohver

Spenna í samskiptum stjórnvalda Eistlands og Rússlands hefur meðal annars magnast undanfarið vegna þess að Rússar dæmdu eistneskan landamæravörð sem þeir rændu fyrir njósnir. Honum hefur nú verið sleppt frá Rússlandi í skiptum fyrir Rússa sem sat í fangelsi í Eistlandi, dæmdur fyrir njósnir. Eston Kohver, eistneski landamæravörðurinn, er nú …

Lesa meira

ESB-flotaaðgerðir gegn smyglurum hefjast hinn 7. október

Federica Mogherini, utnaríkismálastjóri ESB, ræðir við herforingja um flotaaðgerðir ESB.

Federica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, sagði fimmtudaginn 24. september að flotaaðgerðir ESB hæfust gegn smyglurum á Miðjarðarhafi miðvikudaginn 7. október. „Pólitískar ákvarðanir hafa verið teknar, tækin eru tilbúin,“ sagði hún við AFP-fréttastofuna. Hún sagði að flotadeild ESB hefði fyrirmæli um að fara um borð í skip, leita í þeim og taka …

Lesa meira

Egyptar kaupa Mistral-skip af Frökkum

Mistral-þyrlumóðurskip.

François Hollande Frakklandsforseti og Abdel Fattah Sisi Egyptalandsforseti hafa náð samkomulagi um kaup Egypta á tveimur Mistral-þyrlumóðurskipum sem Frakkar hættu við að afhenda Rússum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga í óþökk stjórnvalda í Úkraínu. Í tilkynningu sem gefin var út miðvikudaginn 23. september kom fram að skuldbindandi samkomulag lægi fyrir …

Lesa meira

Rússar segja fjölgun kjarnorkuvopna í Þýskalandi raska jafnvægi

Herstöðin í Büchel í Þýskalandi þar sem kjarnorkuvopn eru geymd.

Dmitrjí Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, sagði miðvikudaginn 23. september við RIA-Novosti fréttastofuna að með því að koma 20 nýjum, öflugum kjarnorkusprengjum fyrir í Þýskalandi mundi hernaðarlegt jafnvægi í Evrópu raskast. Við þetta mundi spenna aukast og Rússar yrðu að svara í sömu mynt til að skapa nýtt jafnvægi. Peskov vísaði í …

Lesa meira