Home / Fréttir (page 159)

Fréttir

Rússar við flugheræfingar á sjó milli Íslands og Noregs – 4.000 manna floti á leið til hernaðar í Sýrlandi

Mynd frá norska hernum af Admiral Kuxnetsov á siglingu suður með strönd Noregs.

  Norskum flugmálayfirvöldum bárust þriðjudaginn 18. október  boð um það frá rússneskri flotadeild á leið suður Norður-Atlantshaf milli Íslands og Noregs að hún mundi hægja á ferð sinni og stunda flugæfingar undan vesturströnd Noregs á Norðursjó frá miðvikudegi til föstudags. Norðmenn telja ólíklegt að æfingar orrustuþotna við flugtak og lendingu …

Lesa meira

Pútín í Berlín á fundi um Úkraínu

Angela Merkel og Vladimir Pútín.

    Vladimir Pútín Rússlandsforseti kemur til Berlínar miðvikudaginn 19. október í fyrsta sinn síðan Úkraína varð deiluefni snemma árs 2014. Pútin mun ræða við forseta Frakklands og Úkraínu auk kanslara Þýskalands. Angela Merkel Þýskakanslari tekur á móti Pútín en tilgangur Berlínar-fundarins er að meta framvindu mála í Úkraínu með …

Lesa meira

Fall Mosul eykur líkur á að hryðjuverkamenn láti að sér kveða í Evrópu

Sigurvissir íraskir hermenn á leið til Mosul.

  Sókn kúrdískra og íraskra hermanna gegn liðsveitum hryðjuverkamanna Daesh (Ríki íslams) í borginni Mosul í Írak hófst mánudaginn 17. október. Í Evrópu óttast menn að fyrirsjáanlegur ósigur hryðjuverkamannanna leiði til þess að vígamönnum Daesh fjölgi í álfunni. Þetta er meðal annars haft eftir Knut Vikør, sérfræðingi í málefnum Mið-Austurlanda og prófessor við háskólann í Bergen, á norsku vefsíðunni ABC Nyheter þriðjudaginn 18. október. Mosul er …

Lesa meira

Svartfjallaland verður 29. NATO-ríkið miðað við úrslit þingkosninga

Milo Djukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands.

  Milo Djukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, fagnaði að morgni mánudags 17. október sigri í þingkosningunum sem fram fóru sunnudaginn 16. október og hét því að vinna áfram að aðild lands síns að ESB og NATO. Talningu atkvæða var ekki að fullu lokið þegar forsætisráðherrann sagðist mundu leiða næstu ríkisstjórn þótt flokkur …

Lesa meira

Finnski varnarmálaráðherrann segir Rússa dreyma um endurheimta stöðu risaveldisi

Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finna.

Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finnlands, er ekki sammála þýska utanríkisráðherranum sem sagði nýlega að spennan milli austurs og vesturs sé að verða hættulegri en í kalda stríðinu. Niinistö sagði hins vegar í samtali við finnska ríkisútvarpið YLE laugardaginn 15. október að ýmsir þættir ágreiningsmála á alþjóðavettvangi um þessar mundir minntu á …

Lesa meira

Bandaríski flotinn fær tundurspilli af nýrri gerð: USS Zumwalt

USS Zumwalt

Nýr tundurspillir USS Zumwalt bættist í herflota Bandaríkjanna laugardaginn 15. október. Skipið er hannað þannig að það sé torséð í ratsjám (stealth). Útlit skipsins er því allt annað en áður hefur sést í bandaríska flotanum. Franskt herskip hannað á þennan hátt var á dögunum í Reykjavíkurhöfn. Skipið er dýrt, kostar …

Lesa meira

Rússnesk flotadeild fer úr Barentshafi á leið til Miðjarðarhafs – líkur á skot- og sprengjuæfingum austan Íslands

Siglingaleið rússnesku flotadeildarinnar - sprengjuæfingar austan Íslands.

  Talið er að rússneski flotinn efni til skot- og sprengjuæfinga fyrir austan Ísland og norðan Skotlands næstu daga. Flaggskip rússneska flotans, flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov og sjö önnur herskip sigldu laugardaginn 15. október af stað frá Severomorsk á Kóla-skaga. Úr Barentshafi fara þau á milli Noregs og Íslands og að …

Lesa meira

Rússneski flotinn færir sig upp á skaftið á Barentshafi – norsk fiskiskip hörfa af miðum

Rússneskur vígdreki.

  Stjórnendur norskra fiskiskipa þora ekki að stunda veiðar á miðum í Barentshafi af ótta við rússneskar skotflaugar og herskip segir í frétt norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 föstudaginn 14. október. „Þegar skotflaugar þjóta yfir skipunum líður mönnum ekki sérstaklega vel,“ segir Audun Maråk hjá samtökum úthafsveiðiskipa. Í fréttum sjónvarpsstöðvarinnar sagði að …

Lesa meira

Þýska ríkisstjórnin vill stöðva sókn EES-borgara í félagslega aðstoð

Andrea Nahles

  Þýska ríkisstjórnin hefur stigið skref í þá átt að takmarka rétt EES-borgara til félagslegra styrkja. Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um að atvinnuleysisbætur eða félagslegar bætur verði ekki greiddar til EES-borgara nema þeir hafi dvalist fimm ár í Þýskalandi, standi á eigin fótum eða hafi öðlast rétt …

Lesa meira

Blóðbað í Aleppo – pólitísk spenna magnast milli Rússa og Frakka

Vladimir Pútín

  Fjölmiðlar um heim allan flytja stöðugt fleiri fréttir af loftárásum flugherja Sýrlands og Rússlands á saklausa borgara í Aleppo, borginni í Sýrlandi sem hefur að stórum hluta verið jöfnuð við jörðu. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti er sakaður um stríðsglæpi vegna framgöngu liðsmanna hans og ásakanir af svipuðum toga eru hafðar …

Lesa meira