Home / Fréttir (page 159)

Fréttir

Ný finnsk skýrsla: Finnar verða að búa sig undir meiri ógn af Rússum

News_ImageRussiavsFinland

  Finnum stafar nú meiri ógn af Rússum en áður segir í nýrri skýrslu sem Finnska utanríkismálastofnunin (FIIA) sendi frá sér þriðjudaginn 30. ágúst. Þar eru finnskir ráðamenn hvattir til að vera á varðbergi gagnvart því hvernig Rússar beita orkustefnu sinni til að hafa pólitísk áhrif og styrkja stöðu sína, …

Lesa meira

Tvær sviðsmyndir um örlög Noregs í hernaðarátökum við Rússa

Norskir hermenn á æfingu.

Norðmenn ræða nú varnaráætlun fyrir land sitt árin 2017 til 2020. Af því tilefni ritar Karsten Friis, rannsóknastjóri á sviði öryggis- og varnarmála hjá NUPI, Norsku utanríkismálastofnuninni, grein í norska blaðið Klassekampen þriðjudaginn 30. ágúst. Þar leitast hann við að svara spurningunni: Hvers konar árás á Noreg er líklegust eða alvarlegust og hvaða varnarmálastefna er best til …

Lesa meira

Miðjarðarhaf: 6500 manns bjargað úr sjávarháska á einum degi

Björgunarmenn að störfum á Miðjarðarhafi.

  Ítalska strandgæslan skýrði frá því mánudaginn 29. ágúst að undir hennar stjórn hefði 6.500 manns á leið yfir Miðjarðarhaf frá Líbíu verið bjargað úr sjávarháska undan strönd Líbíu. Um er að ræða fólk sem vill komast ólöglega til Evrópu. Var þetta einna mesti fjöldi þess sem bjargað hefur verið …

Lesa meira

Rússar boða ofur-hraðfleyga eldflaug fyrir 2020

OK-Hypersonisk

  Rússar reikna með að eignast fyrir 2020 nýja gerð af ofur-hraðfleygum kjarnaflaugum. Þær muni ögra eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna. Boris Obnosov, forstjóri deildar rússneska hersins fyrir skammdrægar flaugar, skýrði frá þessu í fyrri viku að sögn rússnesku fréttasíðunnar Sputniknews. Sagt er að ofur-hraðfleygar eldflaugar geti farið allt að 12 sinnum hraðar en hljóð, eða á um …

Lesa meira

Trump áréttar harða útlendingastefnu sína og girðingu gagnvart Mexíkó

Nigel Farage frá Bretlandi, sem gjarnan er nefndur Mr. Brexit, studdi  á dögunum Donald Trump á kosningafundi.

  Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblíkana í Bandaríkjunum, hét því á kosningafundi í Des Moines í Iowa-ríki laugardaginn 27. ágúst að hefja brottflutning afbrotamanna strax eftir innsetningu sína í embætti Bandaríkjaforseta 20. janúar 2017 hlyti hann kosningu 8. nóvember 2016. „Á fyrsta degi mun ég strax taka til hendi við að …

Lesa meira

Paul Wolfowitz, fyrrv. áhrifamaður meðal repúblíkana, íhugar að kjósa Hillary af ótta við utanríkis- og öryggismálastefnu Trumps

Paul Wolfowitz, fyrrv. vara-varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

  Paul Wolfowitz (72 ára) var vara-varnarmálaráðherra þegar George W. Bush var forseti Bandaríkjanna,. Hann studdi innrásina í Írak árið 2003 og var talinn lykilmaður í hópi ný-íhaldsmanna (neo-conservatives) sem höfðu á sínum tíma veruleg áhrif á stefnu Bandaríkjanna í utanríkis- og öryggismálum. Ný-íhaldsmennirnir voru upphaflega í flokki bandarískra demókrata en snerust gegn honum þar sem …

Lesa meira

Búlgarar óttast fólksstraum frá Tyrklandi – Merkel mótmælt í Prag

Bojko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu.

Bojko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, segist óttast nýja bylgju flótta- og farandfólks haldi ekki samkomulag ESB og Tyrklands sem gert var í mars 2016. Hann minnir á að Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hafi þegar á árinu 2015 hótað að hann gæti „sökkt“ Evrópu með aðkomumönnum. Þetta segir Borissov í viðtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ) í Þýskalandi föstudaginn 26. ágúst. Forsætisráðherrann segir: …

Lesa meira

Tyrkir senda í fyrsta sinn landher inn í Sýrland gegn Daesh og Kúrdum

Tyrkneskir vígdrekar á leið inn í Sýrland.

  Þáttaskil urðu í stríðinu í Sýrlandi miðvikudaginn 24. ágúst þegar Tyrkir sendu skriðdreka yfir landamærin til að aðstoða uppreisnarmenn við að ná bænum Jarabulus úr höndum Daesh (Ríki íslams) og stöðva jafnframt sókn Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Enn fleiri tyrkneskir skriðdrekar voru sendir á þessar slóðir að morgni fimmtudags 25. ágúst. Tyrkir hafa ekki áður beitt …

Lesa meira

Rætt um ESB-her á fundi þríveldanna á Ítalíu

François Hollande, Matteo Renzi og Angela Merkel á fundinum á Ítalíu

Hugmyndin um að koma á fót Evrópuher undir merkjum ESB var til umræðu á þríveldafundi Angelu Merkel Þýskalandskanslara, François Hollandes Frakklandsforseta og Matteos Renzis, forsætisráðherra Ítalíu, mánudaginn 22. ágúst á Ítalíu. Ríkisoddvitar landanna þriggja komu saman til að ræða stöðu og stefnu Evrópusambandsins eftir ákvörðun Breta um að segja sig …

Lesa meira

Írönum nóg boðið vegna hroka Rússa – afnámu heimild um afnot af flugvelli

Rússnesk sprengjuþota varpar banvænum farmi sinum yfir Sýrlandi.

Íranir námu mánudaginn 22. ágúst úr gildi heimild til rússneskra yfirvalda um að þau gætu sent sprengjuþotur til árása í Sýrlandi frá flugvelli í Íran. Rússar sögðu þriðjudaginn 16. ágúst að þeir hefðu fengið fótfestu fyrir flugher inn í Íran. Íranir gefa ná skýringu á afturköllun heimildarinnar að opinber viðbrögð …

Lesa meira