Home / Fréttir (page 158)

Fréttir

Danska varnarmálaráðuneytið vill aukin afnot af Keflavíkurstöðinni og nánara samstarf við ISAVIA

Danska eftirlitsskipið Knud Rasmussen sem oft má sjá í Reykjavíkurhöfn.

    Danska varnarmálaráðuneytið birti mánudaginn 27. júní 248 bls. skýrslu um framtíðarverkefni sín á norðurslóðum (Arktis). Af skýrslunni má ráða að samvinna við Íslendinga og aðstaða á Keflavíkurflugvelli skiptir Dana mjög miklu við framkvæmd þessara verkefna. Víða í skýrslunni kemur fram hve mikilvægt er fyrir dönsku herstjórnina að eiga …

Lesa meira

Ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna árétta gildi varnarsamstarfsins í yfirlýsingu

Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

  Síðdegis miðvikudaginn 29. júní birtist fréttatilkynning á vefsíðu utanríkisráðuneytisins um að Lilja D. Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefðu þann sama dag ritað undir sameiginlega yfirlýsingu um samstarf á sviði varnarmála. Robert O. Work var hér á landi í byrjun september 2015. Hann ræddi við Gunnar …

Lesa meira

Smáskrefa-aðferð Angelu Merkel er stefna ESB gagnvart úrsögn Breta

Angela Merkel í Brussel

Ákvörðun breskra kjósenda fimmtudaginn 23. júní um að segja Bretland úr Evrópusambandinu var kynnt á leiðtogaráðsfundi ESB í Brussel þriðjudaginn 28. júní þegar David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, sat síðasta fund sinn í ráðinu. Samþykktu leiðtogarnir að gefa breskum stjórnvöldum svigrúm þar til arftaki Camerons hefði verið valinn. Eftir að hafa orðið undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni sagði Cameron af …

Lesa meira

Óvissa um áhrif ESB-úrsagnar Breta á öryggi Evrópu

Breskir hermenn smíða bráðabirgðabrú yfir fljót í Póllandi í nýlegri heræfingu.

Áður en Bretar greiddu atkvæði um aðild sína að ESB birtust viðvaranir um að úrsögn ógnaði öryggi Evrópu ef ekki heimsfriði. Eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir og Bretar eru á leið úr ESB telja ýmsir sérfræðingar að Atlantshafsbandalagið (NATO) fái nýtt og aukið hlutverk auk þess sem Þjóðverjar kunni …

Lesa meira

Europol: Smygjaldið fyrir komast til Evrópu allt að þrefaldast

A151

Gjaldið sem smyglarar taka fyrir að koma farandfólki til Evrópu hefur allt að þrefaldast undanfarna sex mánuði miðað við það sem var í fyrra segir í nýrri skýrslu Europol, Evrópulögreglunnar. Þetta kemur fram í frétt sem Valentina Pop skrifar í The Wall Street Journal þriðjudaginn 28. júní. Þar segir að í lok sumars 2015 hafi farandfólk greitt milli 2.000 …

Lesa meira

Finnskur sérfræðingur segir Rússa gleðjast yfir sundrungu innan ESB

Teija Tiilikainen, forstjóri Finnsku utanríkismálastofnunarinnar.

  Að sjá Evrópusambandið liðast í sundur gleður Rússa segir Teija Tiilikainen, forstjóri Finnsku utanríkismálastofnunarinnar. Hún segir að Rússar hafi litið á ESB sem hóp meðalstórra ríkja frekar en sameinaða heild samstarfsaðila. sagði við finnska ríkisútvarpið, YLE, laugardaginn 25. júní að það hlyti að veikja trúverðugleika ESB í öryggis- og …

Lesa meira

Rússar telja sér í hag að Bretar vilji úr ESB

Bretar fagna úrsögn úr ESB.

Rússneskir stjórnmálamenn, blaðamenn og þjóðernissinar fagna niðurstöðunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Bretlandi fimmtudaginn 23. júní um úrsögn Breta úr ESB (52%:48%). Þeir telja að Brusselmenn verði vinsamlegri í garð rússneskra stjórnvalda vegna þess auk þess sem þeir segja þetta merki um upplausn ESB og minnkandi áhrif Bandaríkjamanna. Í rússneskum sjónvarpsstöðvum var …

Lesa meira

Frontex víkur fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu

Flótta- og farandfólk á hafi úti við eftirlitsbát.

  ESB-þingið og ráðherraráð ESB urðu á mettíma sammála miðvikudaginn 22. maí um að styðja tillögu framkvæmdastjórnar ESB um Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu. Hún kemur í stað Frontex, Landamærastofnunar Evrópu, og tekur að fullu  til starfa nú í sumar. Nýja stofnunin starfa í anda Frontex en með aukið og skýrara …

Lesa meira

Bandarískur hershöfðingi segir NATO ekki geta varið Eystrasaltsríkin

Ben Hodges hershöfðingi ræðir við liðsmann sinn.

Ben Hodges, hershöfðingi, yfirmaður landhers Bandaríkjanna í Evrópu, sagði miðvikudaginn 22. júní að við núverandi aðstæður gæti NATO ekki varið Eystrasaltsríkin gegn árás Rússa. „Rússar gætu náð Eystrasaltsríkjunum á sitt vald hraðar en við hefðum tök á að verja þau,“ sagði Hodges í samtali við þýska blaðið Die Zeit. Hershöfðinginn sagðist sammála því mati hernaðarsérfræðinga að Rússar …

Lesa meira

NATO æfir kafbátavarnir fyrir norðan Ísland

Jens Stoltenberg og Ine Marie Eriksen Søreide í Þrándheimi við upphaf flotaæfingar NATO.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, var í Þrándheimi mánudaginn 20. júní og flutti ávarp við upphaf 10 daga flotaæfingar NATO í hafinu fyrir norðan Ísland. Æfðar eru aðgerðir gegn kafbátum. Rússneskir kafbátar sækja um þetta hafsvæði frá höfnum á Kóla-skaga á leið sinni suður Atlantshaf. Í kalda stríðinu var meginvarnarlína NATO …

Lesa meira