Home / Fréttir (page 158)

Fréttir

Spennan magnast í samskiptum Grikkja og Austurríkismanna

Flóttamenn á austurrískri brautarstöð.

Um 5.000 manns voru strandaglópar í Idomeni-búðunum við landamæri Grikklands og Makedóníu laugardaginn 27. febrúar eftir að stjórnvöld fjögurra Balkanríkja tilkynntu um fjöldatakamarkanir við móttöku flótta- og farandfólks. Fólk fór fyrir alvöru að safnast saman við landamærin fyrir nokkrum dögum þegar ríkisstjórn Makedóníu neitaði að hleypa Afgönum inn í landið …

Lesa meira

Aðgerðaáætlun NATO-flota á Eyjahafi samþykkt

Þýska herskipið Bonn verður í forystu NATO-flotans,

  Lokasamkomulag hefur náðst innan NATO um hvernig staðið skuli að flotaaðgerðum á Eyjahafi til að hafa hendur í hári smyglara sem lauma fólki frá Tyrklandi til grísku eyjanna. Þá hefur verið ákveðið að öllum flóttamönnum sem bjargað verður um borð í herskip undir merkjum NATO verði „skilað“ til Tyrklands. …

Lesa meira

Harka eykst gegn aðkomufólki í Balkanríkjunum – Orban hótar ESB þjóðaratkvæðagreiðslu

Schengen

Viktor Orban. forsætisráðherra Ungverjalands, sagði miðvikudaginn 24. febrúar að  efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu í landi sínu ef ESB „mælti fyrir um það“ sem hann kallaði „skyldu móttöku á fólki án ungversks ríkisborgararéttar“. Hann sagði ekki hvenær efnt yrði til atkvæðagreiðslunnar hins vegar hefðu spurningar í henni þegar verið samdar og …

Lesa meira

Bylting í gas-útflutningi Bandaríkjamanna

920x920

Gasflutningsskip (LNG-tanskip) lagðist við Sabine Pass LNG-stöðina í Louisiana í Bandaríkjunum sunnudaginn 21. febrúar. Skipið kom þangað til að ná í gas til útflutnings, fyrsta slíka farminn frá öðru ríki innan Bandaríkjanna en Alaska. Ekki eru nema 10 ár liðin frá því að talið var að Bandaríkjamenn yrðu varanlega háðir …

Lesa meira

Landamæravarsla hert í Makedóníu – þúsundir strandaglópa í Grikklandi

Landamæravarsla Dana.

Þúsundir flótta- og farandfólks eru nú strandaglópar í Grikklandi eftir að lndamærum Makedóníu var að mestu lokað mánudaginn 22. febrúar. Um helgina ákvað stjórn Makedóníu að loka landamærunum fyrir Afgönum og herða reglur um ferðir Sýrlendinga og Íraka. Við þetta safnaðist fólk saman í Grikklandi og þriðjudaginn 23. febrúar hóf …

Lesa meira

Allt að 5.000 þjálfaðir vígamenn frá RÍ í Evrópu

Rob Wainwright, forstjóri Europol.

Allt að 5.000 ESB-borgarar sem hlotið hafa þjálfun hjá hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams (RÍ) í Sýrlandi og Írak hafa snúið aftur til Evrópu. Þetta sagði Rob Wainwright, forstjóri Europol, Evrópulögreglunnar, við þýska blaðið Neue Osnabrucker Zeitung laugardaginn 20. febrúar. Í viðtalinu segir Wainwright að um þessar mundir sé hryðjuverkaógnin hin mesta …

Lesa meira

Forsætisráðherra Rússlands segir nýtt skeið af köldu stríði hafið

Dmitríj Medvedev, forsætisráðherra Rússlands.

Dmitríj Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, sagði á öryggisráðstefnunni í München laugardaginn 13. febrúar að heimurinn hefði „runnið inn í nýtt skeið af köldu stríði“ vegna vaxandi ágreinings milli ráðamanna á Vesturlöndum og í Rússlandi vegna Sýrlands og Úkraínu. „Það líður varla sá dagur að við séum ekki sakaðir um nýjar, hryllilegar …

Lesa meira

Ólík forgangsröð Frakka og Þjóðverja varðandi Sýrland

Urslula van der Leyen

  Varnarmálaráðherrar Þýskalands og Frakklands settu svip á umræðurnar á fyrsta degi hinnar árlegu öryggisráðstefnu í München sem hófst föstudaginn 12. febrúar. Báðir báru þeir lof á samstöðu ríkja sinna, segir fréttaritari þýsku DW­-fréttastofunnar, en lýstu hins vegar ólíkri forgangsröð. Ráðstefnan hófst daginn eftir að NATO-ríkin urðu við óskum Þjóðverja, …

Lesa meira

NATO-floti sendur í Eyjahaf vegna flóttamannavandans

Athafnasvæði NATO-flotadeilkdarinnar

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði fimmtudaginn 11. febrúar að NATO yrði „tafarlaust“ við tilmælum Þjóðverja, Grikkja og Tyrkja um að senda flotasveit til Eyjahafs. Á þennan hátt brást bandalagið við tilmælum sem Angela Merkel Þýskalandskanslari kynnti formlega miðvikudaginn 10. febrúar. Í fréttum segir að tilmælin hafi komið á óvart og …

Lesa meira

NATO-ráðherrar ákveða að efla heraflann í A-Evrópu

Jems Stoltenberg á blaðamannafundi í Brussel.

Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna ákváðu á fundi sínum í Brussel miðvikudaginn 10. febrúar að auka enn hernaðarlegan viðbúnað og umsvif undir merkjum bandalagsins í austurhluta Evrópu. Markmiðið er að sýna Rússum að yfirgangsstefnu þeirra verði svarað af festu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, skýrði frá þessari niðurstöðu ráðherranna í lok fyrri dags tveggja …

Lesa meira