Home / Fréttir (page 153)

Fréttir

Bandarísk hergögn koma til Eistlands

Hér er verið að landa bandarískum skriðdreka í Eistlandi.

Eistlendingar hafa tekið á móti fyrstu bandarísku hergögnunum sem Ashton Carter varnarmálaráðherra lofaði að senda þeim og öðrum Aurstur-Evrópuþjóðum á ferð sinni til þeirra í júlí 2015. Fyrir viku voru 40 vígdrekar fluttir til Tapa-herstöðvarinnar um 90 km fyrir austan höfuðborgina Tallinn. Fleiri hergögn bárust síðan um miðja vikuna og …

Lesa meira

Yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO varar enn á ný við framgöngu Rússa

Philip M. Breedlove, yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO.

Philip M. Breedlove. flughershöfðingi og yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO, sagði á fundi með blaðamönnum í bandaríska varnarmálaráðuneytinu í Washington föstudaginn 30. október að enn ykjust hernaðarlegar áskoranir í Evrópu og þær yrðu stöðugt flóknari. „Í raun er ekki of fast orði kveðið að segja að staðan breytist næstum á hverjum degi,“ …

Lesa meira

N-Kóreustjórn leigir fólk úr landi til nauðungarvinnu

Marzuki Darusman

Meira en 50.000 Norður-Kóreumenn hafa verið sendir úr landi til starfa, einkum í Rússlandi og Kína. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) segja að um nauðungarvinnu sé að ræða. Marzuki Darusman sem samið hefur skýrslu um málið fyrir SÞ segir að stjórnvöld N-Kóreu auki útflutning á vinnuafli til að fara á svig …

Lesa meira

NATO: Rætt um að senda herafla til bækistöðva í A-Evrópu

nato

Innan NATO velta stjórnvöld fyrir sér að senda 4.000 hermenn til ríkja sem eiga landamæri með Rússlandi. Er talið að með því yrði dregið úr líkum á að Rússar grípi til glannalegra hernaðaraðgerða gegn ríkjunum. Frá þessu er sagt í The Daily Telegraph (DT) fimmtudaginn 29. október. Blaðið segir að …

Lesa meira

Flóttamenn valda spennu milli stjórnvalda í Austurríki og Bæjaralandi

Riddaralögregla Slóveníu reynir að stýra straumi flóttamanna,

  Spenna eykst milli Austurríkismanna og Þjóðverja vegna flóttamannastraumsins til Evrópu.  Meðal stuðningsmanna Angelu Merkel Þýskalandskanslara í flokki kristilegra demókrata (CDU) og í flokki kristilegra sósíalista (CSU) í Bæjaralandi vex óþolinmæði vegna afleiðinga þeirrar ákvörðunar kanslarans að bjóða aðkomufólki úr suðri til landsins. Í Bæjaralandi vilja ráðamenn að Merkel beiti …

Lesa meira

Pólland: Flokkur laga og réttar með hreinan meirihluta á þingi

Jarosław Kaczyński, leiðtogi Flokks laga og réttar, fagnar sigri flokks síns.

  Flokkur laga og réttar hlaut 235 sæti af 460 í neðri deild pólska þingsins í kosningum sunnudaginn 25. október. Hann hefur því hreinan meirihluta að baki ríkisstjórnar sem hann myndar. Aldrei fyrr frá hruni kommúnismans hefur pólskur stjórnmálaflokkur náð þessum árangri. Stefna flokksins er reist á íhaldssömum kaþólskum viðhorfum …

Lesa meira

Ótti við að Rússar klippi á net-neðansjávarkapla

Rússneskur kafbátur af Akula-gerð.

    Rússneskir kafbátar og njósnaskip sýna áreitni í nágrenni við lífsnauðsynlega neðansjávarkapla sem flytja nær öll internet-samskipti. Veldur þetta ýmsum bandarískum her- og njósnaforingjum áhyggjum, að fyrir Rússum vaki að höggva á þessa kapla á tímum  spennu eða átaka, segir í The New York Times (NYT) mánudaginn 26. október. …

Lesa meira

Slóvenar segja óleystan flóttamannavanda upphaf endaloka ESB

Flóttamenn í búðum við landamæri Slóveníu og Austurríkis.

Leiðtogar 10 aðildarríkja ESB auk fulltrúa frá Makedoníu, Serbíu og Albaníu komu síðdegis sunnudaginn 25. október  til fundar í Brussel um vandann vegna aðkomufólks til Evrópu. Framkvæmdastjórn ESB lagði fyrir fundinn áætlun í 16 liðum þar sem meðal annars er mælt með nánara samstarfi ríkjanna til að hafa stjórn á …

Lesa meira

Vestrænir embættismenn óttast að Pútín leiki sér að eldi

Vladimir Pútín Rússlandsforseti.

  Vestrænir embættismenn óttast að með umsvifum sínum víða um heim geti Vladimír Pútín Rússlandsforseti skapað hnattrænan óstöðugleika og ef til vill skapað vandræði innan Rússlands. Þeir telja að í raun vaki fyrir Pútín að styrkja stöðu Rússa að nýju á alþjóðavettvangi með því að hefja aðild að baráttunni gegn …

Lesa meira

Finnska utanríkisráðuneytið beitir sé á Facebook gegn hælisleitendum

Finnl

Finnska utanríkisráðuneytið hefur hafið herferð á samfélagsmiðlum til að letja hugsanlega hælisleitendur frá því að koma til Finnlands. Boðskapnum er beint til ungra karla í Írak og Tyrklandi. Sampo Terho, þingflokksformaður Finnaflokksins, segir við finnska ríkisútvarpið YLE að þunginn í skilaboðum ráðuneytisins á Facebook sé að sannfæra unga karla á …

Lesa meira