Home / Fréttir (page 153)

Fréttir

Finnland: Fullyrt að stjórnin hafi farið að kröfu Rússa

Finnskir lögreglumenn

  Því er slegið upp í finnskum blöðum miðvikudaginn 13. apríl að finnska ríkisstjórnin hafi beygt sig gagnvart kröfu Rússa um að EES- og ESB-borgurum sé óheimilt að fara um landamærastöð í Norður-Finnlandi þótt hún sé opin fyrir Hvít-Rússa auk Finna og Rússa. Er talið að með þessu hafi stjórnin …

Lesa meira

Rússar telja birtingu Panama-skjalanna aðför að Pútín – vitna í Kristin Hrafnsson sér til trausts

RUSSIA-UKRAINE-BRITAIN-NETHERLANDS-ENERGY-OIL-CRISIS-SANCTIONS-E

Rússneska fréttastofan RT birti miðvikudaginn 6. apríl frétt þess efnis að stjórnvöld í Washington stæðu að baki birtingu Panama-skjalanna og vitnuðu í Kristin Hrafnsson, upplýsingafulltrúa WikiLeaks máli sínu til stuðnings. Til árásarinnar væri „gripið“ til að vega að Rússlandi og Pútín forseta. Segir í fréttinni að miðvikudaginn 6. apríl hafi …

Lesa meira

Hollendingar ræða samning við Úkraínu – framkvæmdastjórn ESB framkvæmir samninginn

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.

Andstaða Hollendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu við viðskipta- og samstarfssamning ESB og Úkraínu getur orðið til þess að langan tíma taki að ræða breytingar á samningnum segir Matt Rutte, forsætisráðherra Hollands. Framkvæmdastjórn ESB stefnir hins vegar að því að hefja framkvæmd samnings í apríl með afnámi áritunarskyldu í vegabréf Úkraínumanna sem vilja …

Lesa meira

Ætluðu að ráðast á Frakkland enduðu í Brussel

Mohamed Abrani

  Ríkissaksóknari Belgíu skýrði frá því að morgni sunnudags 10. apríl að hópurinn sem stóð að hryðjuverkunum í Brussel 22. mars hefði ætlað að vinna hryðjuverk að nýju í Frakklandi en horfið frá því vegna þess hvernig miðaði við rannsókn hryðjuverkanna sem hópurinn vann í París 13. nóvember 2015. Ríkissaksóknarinn …

Lesa meira

Belgía: Enn einn handtekinn vegna hryðjuverksins í París

Mohamed Abrini - er hann maðurinn með hattinn?

Belgíska lögreglan handtók Mohamed Abrini (31 árs) síðdegis föstudaginn 8. apríl. Hann játaði laugardaginn 9. apríl aðild að  hryðjuverkunum í París 13. nóvember 2015. Þá segist hann einnig vera maðurinn með hattinn sem sást á Brussel-flugvelli 22. mars þegar hryðjuverk var framið þar. Hans hefur verið leitað í fimm mánuði og …

Lesa meira

Pútín herðir tökin með nýju þjóðvarðliði

_89101166_89101165

  Vladimír Pútín Rússlandsforseti kynnti þriðjudaginn 5. apríl róttækar breytingar á gæslu innri öryggismála Rússlands. Forsetinn hefur ákveðið að koma á fót þjóðvarðliði. Nýjum liðsafla sem stendur á milli hefðbundinnar lögreglu og hersins er paramilitary eins og sagt er á ensku. Markmiðið er það þessum liðsafla verði beitt gegn hryðjuverkum …

Lesa meira

Wilders segir Hollendinga boða upphaf endaloka ESB

Geert Wilders þingmaður

  Þátttakan í atkvæðagreiðslunni í Hollandi miðvikudaginn 6. apríl um hvort Hollendingar vildu að ríkisstjórnin fullgilti samvinnu- og viðskiptasamning ESB og Úkraínu var 32%. Þar með er niðurstaða atkvæðagreiðslunnar gild en þó ekki sjálfkrafa bindandi fyrir ríkisstjórnina. Alls hafnaði 61,1% kjósenda samningnum en 38,1% vildi fullgildingu samningsins. Mark Rutte, forsætisráðherra …

Lesa meira

Bandaríkjaforseti: NATO er hornsteinn öryggisstefnu Bandaríkjanna

Jens Stoltenberg og Barack Obama í Hvíta húsinu.

Þess var minnst mánudaginn 4. apríl að 67 ár voru liðin frá því að stofnsáttmáli Atlantshafsbandalagsins (NATO) var undirritaður í Washington. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hitti Barack Obama Bandaríkjaforseta af þessu tilefni í Hvíta húsinu. Í ávarpi sem forsetinn flutti að fundinum loknum sagði hann NATO „hornstein“ stefnu Bandaríkjanna í …

Lesa meira

Hollendingar greiða atkvæði um samning ESB og Úkraínu

Andstæðingar samnings ESB við Úkraínu í Hollandi.

  Í júlí 2015 tóku gildi ný lög í Hollandi sem gera almennum borgurum kleift að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um ný lög með fáeinum undantekningum, að lögin snerti ekki konungsfjölskylduna, að ekki sé um breytingar á stjórnarskrá að ræða eða fjárlög ríkisins og svipuð málefni. Þennan rétt geta borgararnir nýtt sér …

Lesa meira

Kjarnaoddum fjölgar hjá Rússum á Kóla-skaga

Eldflaugakafbátnum Vladimír Monomakh lagt við bryggju íGadzhievo-stöð rússneska norðurflotans á Kólaskaga.

Kjarnaoddum eldflauga um borð í rússneskum kafbátum hefur fjölgað um 87 síðan í september 2015. Þetta þýðir að Rússar eiga nú 185 langdræga kjarnaodda umfram það sem heimilt er samkvæmt nýja START-samkomulaginu. Talan jafngildir nærri fjölda kjarnaodda um borð í tveimur kafbátum af Borei-gerð í rússneska norðurflotanum. Borei-kafbátarnir Júrí Dolgorukíj …

Lesa meira