Home / Fréttir (page 153)

Fréttir

Der Spiegel: Efast má um að aðgerðir NATO á austurvængnum nái tilgangi sínum

NATO-heræfing í Litháen.

  Á Varsjár-fundi ríkisoddvita NATO-landanna 8. og 9. júlí voru teknar ákvarðanir sem urðu Klaus Wiegrefe, dálkahöfundi þýska vikuritsins Der Spiegel, tilefni til að skrifa hugleiðingu um að nú hefðu „haukarnir“, það er harðlínumenn gagnvart herveldi Rússa, náð undirtökunum á Vesturlöndum. Vissulega mætti rekja upphaf núverandi spennu til óbilgirni Vladmírs Pútíns Rússlandsforseta en gæta yrði meðalhófs …

Lesa meira

Þýski varnarmálaráðherrann boðar aukið hernaðarsamstarf innan ESB við úrsögn Breta

Þýskir hermenn

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði miðvikudaginn 13. júlí að með úrsögn Breta úr ESB yrði leiðin greiðari fyrir nánara varnarsamstarf innan ESB og mundu Frakkar og Þjóðverjar hafa forgöngu um það. Bretar hefðu „lamað“ allt frumkvæði í þá veru til þessa. Varnarmálaráðherrann sagði á blaðamannafundi: „Af eigin reynslu …

Lesa meira

Spunaliðar í þágu Rússa segja heimselítu-andstæðinga Brexit vilja stríð innan ESB

Kreml

    Theresa May tók við sem forsætisráðherra Bretlands miðvikudaginn 13. júlí af David Cameron sem sagði af sér eftir að úrsagnarsinnar sigruðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um úrsögn Breta úr ESB (Brexit) 23. júní. May var aðildarsinni eins og Cameron enda innanríkisráðherra í stjórn hans. Það kemur hins vegar í hlut hennar að vinna að framgangi ákvörðunar meirihluta bresku þjóðarinnar. Náið …

Lesa meira

Rússar leggja og endurgera 10 herflugvelli á norðurslóðum

Herstöðvar Rússa í norðri.

Rússar leggja og endurgera 10 herflugvelli við Norður-Íshaf segir varnarmálaráðuneyti landsins. Á þennan hátt ætlar ríkið að treysta hernaðaröryggi sitt á svæðinu. Spetsstroj, sérbyggingafyrirtæki Rússlands vinnur nú að framkvæmdum við herstöðvar lengst í norðri, lengst í austri og í Síberíu fyrir 20.000 hermenn, fjölskyldur þeirra og borgaralega starfsmenn varnarmálaráðuneytisins. Talsmaður ráðuneytisins …

Lesa meira

Norski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu við Ísland

Rune

  Frá 30. maí til 27. júní síðastliðinn sinnti norski flugherinn loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Loftrýmisgæslusveitin samanstóð af fjórum F-16 orrustuþotum, 80 manna starfsliði auk búnaðar sem var fluttur sjóleiðis frá Noregi til Íslands. Sveitin hafði aðsetur á öryggissvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland á sér stað þrisvar …

Lesa meira

Cameron: Eftir úrsögn úr ESB leggjum við mesta áherslu á NATO

Jens Stoltenberg, Barack Obama og David Cameron á Varsjárfundi NATO.

  Bretar munu leggja sig fram um að hafa áhrif á utanríkisstefnu ESB eftir brottför sína en munu „leggja mest áherslu“ á NATO og tvíhliða samskipti við önnur ríki til að tryggja þjóðarhagsmuni sína, sagði David Cameron, forsætisráðherra Breta, á blaðamannafundi í Varsjá að loknum ríkisoddvitafundi NATO laugardaginn 9. júlí. Forsætisráðherrann sagðist hafa sagt við …

Lesa meira

Í lokaályktun Varsjárfundar NATO er tvisvar minnst á öryggi á Norður-Atlantshafi

CFnqEPyUkAEArmg

  Lokaályktun ríkisoddvitafundar Atlantshafsbandalagsins er 139. greinar. Þar er tvisvar vikið að Norður-Atlanthafi, í greinum 23 og 47. Birtast þær hér í lauslegri þýðingu. gr. Við okkur blasa lifandi verkefni á Eystrasalti og Svartahafssvæðinu, Norður-Atlantshafi og einnig á Miðjarðarhafi sem eru strategískt mikilvæg fyrir bandalagið og samstarfsþjóðir okkar. Rússar halda …

Lesa meira

Obama kveður NATO með hástemmdri ræðu

Barack Obama

  Barack Obama Bandaríkjaforseti sat síðasta NATO-ríkisoddvita fund sinn í Varsjá 8. og 9. júlí. Á blaðamannafundi í fundarlok sagði hann: „Nú er örlagatími í sögu bandalags okkar. Á tæplega 70 ára starfsævi bandalags okkar höfum við aldrei staðið frammi fyrir svo mörgum verkefnum á sama tíma. Þau snerta öryggismál, …

Lesa meira

Sögulegar ákvarðanir á NATO-toppfundi

Frá toppfundi NATO í Varsjá,

  Á fyrri degi fundar síns í Varsjá (föstudaginn 8. júlí) ákváðu ríkisoddvitar NATO-ríkjanna 28 að efla fælingarmátt og varnir bandalagsins. Þeir ákváðu að senda aukinn herafla til austurhluta bandalagsins, tóku sögulega ákvörðun um eldflaugavarnarkerfið og ákváðu að varnir gegn tölvuárásum yrðu hluti af aðgerðaáætlun bandalagsins. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, …

Lesa meira

Rússar saka sænska embættismenn um að skapa spennu og ala á ótta

Rússneskir hermenn

Rússar saka Svía um að stunda áróður eftir að háttsettir sænskir embættismenn á sviði varnar- og öryggismála lýstu áhyggjum af umsvifum rússneska hersins. „Hættið að nota sænska fjölmiðla til að skapa spennu og hræðslu meðal almennings með tali um ógn frá Rússum,“ sagði Maria Zacharova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, á blaðamannafundi …

Lesa meira