Home / Fréttir (page 152)

Fréttir

Danir búa sig undir afleiðingar hertrar landamæravörslu Svía

Silvy Listhaug, nýr útlendingamálaráðherra Noregs.

Hvarvetna á Norðurlöndunum utan Íslands hefur gæsla á landamærum verið endurskipulögð með það fyrir augum að beina hælisleitendum sem ekki sýna fram á augljósan rétt til að mál þeirra séu skoðuð sérstaklega frá löndunum. Þetta eykur álag á lögreglu sem annast gæslu landamæra. Sylvi Listhaug sem fyrir tæpum tveimur vikum …

Lesa meira

Belgíska lögreglan handtók menn grunaða um hryðjuverkaáform í Brussel

Lögregluaðgerðir í Brussel.

Belgíska lögreglan handtók þriðjudaginn 29. desember í Brussel tvo menn sem grunaðir eru um að undirbúa árás í borginni að kvöldi gamlársdags 31. desember eða á nýársdag 1. janúar 2016. Saksóknari sagði rannsókn lögreglu hafa leitt í ljós „áform um alvarlegar árásir á ýmsa táknræna staði“. Mennirnir voru handteknir eftir …

Lesa meira

Olíuverð verður lágt á árinu 2016

Olíuverð 36,96 USD 28. desember 2015.

  Frakkar fögnuðu því um jólin að verð á lítra af diesel-olíu fór víða niður fyrir 1 evru (142 kr.) í fyrsta sinn síðan sumarið 2009. Hér er verð á lítra af diesel 178,7 kr. hjá N1 þriðjudaginn 29. desember. Í Le Monde er 29. desember talið að eldsneytisverð í …

Lesa meira

Þýskir ráðamenn gagnrýna Grikki fyrir lélega landamæravörslu

Drengur á flótta veifar þýskum fána við hlið landamæravarða.

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði við Bild am Sonntag  27. desember að Grikkir yrðu að taka sig á við gæslu landamæra sinna. Þá hefðu grísk yfirvöld árum saman haft að engu reglur um að hælisleitendur ættu að senda inn umsókn um hælisvist í fyrsta Schengen-ríkinu á ferð sinni. Ráðherrann minnti …

Lesa meira

Austurríki: Lögregla varar við hugsanlegri árás milli jóla og nýárs

Austurríska lögreglan.

Lögreglan í Vínarborg sagði laugardaginn 26. desember að „vinveitt“ leyniþjónusta hefði sent frá sér viðvörun til yfirvalda í nokkrum evrópskum höfuðborgum um að hugsanlega yrði gerð árás í þeim með skotvopnum eða sprengjum dagana milli jóla og nýars. Hefur lögregla víðsvegar um álfuna hert aðgæslu sína vegna þessa. „Nokkur nöfn …

Lesa meira

Þjóðverjar telja fjölda aðkomufólks auka vanda lands og þjóðar

Úr flóttamannastöð í Þýskalandi.

  Lítill hluti Þjóðverja telur pólitísku ákvörðunina um að taka á móti hundruð þúsunda farand- og flóttamanna landi og þjóð til gagns. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun þar sem aðeins 16% aðspurðra telja að komu fólksins fylgi meiri efnahagslegur hagnaður en vandamál. Þýska fréttastofan dpa segir frá þessu laugardaginn …

Lesa meira

Hryðjuverkaforingi laumaðist til Bretlands í aðdraganda árásar í París

Abdelhamid Abaaoud

  Talið er að Abdelhamid Abaaoud sem skipulagði hryðjuverkaárásina í París 13. nóvember, þar sem 130 mann féllu, hafi laumast inn í Bretland á fölsku vegabréfi fáeinum mánuðum fyrir hryðjuverkið í París. Frá þessu er sagt á vefsíðunni The Telegraph laugardaginn 26. desember. Abaaoud er talinn hafa verið í London …

Lesa meira

Rússnesk yfirvöld hefja nýjan málarekstur gegn Bill Browder

Bill Browder

    Rússnesk yfirvöld hafa að nýju tekið til við málarekstur gegn Bill Browder, bandarískum fésýslumanni, höfundi bókarinnar Red Notice sem kom út á íslensku í haust undir heitinu Eftirlýstur. Browder var hér á landi í lok nóvember og flutti meðal annars fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Föstudaginn 25. desember …

Lesa meira

Rússar krefjast handtöku á Mikhaíl Khodorkovskíj – sakaður fyrir morð

Mikhaíl Khodorkovskíj.

Rússneskur dómstóll hefur gefið fyrirmæli um að Mikhaíl Khodorkovskíj, gagnrýnandi Kremlverja og fyrrverandi viðskiptajöfur, skuli handtekinn. Rússneskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu miðvikudaginn 23. desember og vitnuðu í Vladimir Markin, talsmann Rannsóknarnefndar Rússlands, sem sagði að dómstóllinn hefði gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Khodorkovskíj sem heldur sig mest í London. …

Lesa meira

Þýskaland: Leitað að flóttamönnum með fölsuð vegabréf

Fölsuð vegabréf tengdust hryðjuverkinu í París,

Rannsókn vegna hryðjuverkanna í París 13. nóvember 2015 hefur leitt í ljós að tengsl eru milli falsaðra vegabréfa sem fundust þar á vettvangi og vegabréfa í höndum fámenns hóps flóttamanna sem leitað hefur hælis í Þýskalandi. Þýskir fjölmiðlar skýra frá þessu þriðjudaginn 22. desember. Í Bild segir að leyniþjónustan telji …

Lesa meira