Home / Fréttir (page 140)

Fréttir

Svíar búa sig undir að taka upp herskyldu að nýju

Sænskir hermenn á æfingu.

Í nýrri sænskri stjórnarskýrslu er lagt til að herskylda verði að nýju tekin upp í Svíþjóð. Skráningarlistar með spurningum til ungs fólks verði lagðir fyrir það eftir 1. júlí 2017 og skráningin sjálf á grundvelli svaranna í þeim hefjist 1. janúar 2018. Í fyrsta hópnum sem kvaddir verða í herinn …

Lesa meira

Varnarmálaráðherra ætlar að beita sér gegn áformum um ESB-her

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta.

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta, segir að bresk stjórnvöld muni beita neitunarvaldi gegn öllum áformum innan ESB um að auka hernaðarsamvinnu ESB-ríkjanna á þann veg að það trufli starfsemi NATO. Ráðherrann sagði þetta á fundi í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, þriðjudaginn 26. september. Orð ráðherrans ber að skoða í ljósi þess sem …

Lesa meira

NATO kæmi Finnum til aðstoðar á hættustundu

Alexander Vershbow, vara-framkvæmdastjóri NATO, ræðir við fréttamann.

Alexander Vershbow, vara-framkvæmdastjóri NATO, sagði í samtali við finnsk blöð í eigu Lännen-fyrirtækisins laugardaginn 24. september að bæði Finnar og Svíar gætu tekið þátt í gagnaðgerðum herja undir forystu NATO á hættutímum og þeir mundu einnig njóta aðstoðar frá bandalaginu. „Hættuástand á Eystrasaltssvæðinu gæti auðveldlega bæði snert aðildarríki NATO og Finnland,“ sagði Vershbow. „NATO gæti ákveðið að bregðast …

Lesa meira

Ögrandi flug rússneskra hervéla á flugleið íslenskra farþegavéla

Tu 160S Balckjack sprengjuþotur.

  Lilja D. Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sagði í eldhúsdagsumræðum að kvöldi mánudags 26. september atvikið fimmtudaginn 22. september þegar rússneskar herflugvélar hefðu flogið undir íslenskri farþegaþotu á leið til Stokkhólms sýndi mikilvægi þess að á Íslandi væri ekki eyland í öryggismálum. „Atvik af þessu tagi minna okkur á hið stóra samhengi …

Lesa meira

Danmörk: Hælisleitendum stórfækkar – reglur verða enn hertar

Landamæravarsla Dana.

Dönsk útlendingayfirvöld skýrðu frá því föstudaginn 23. september að í ágúst hefðu 284 sótt um hæli í Danmörku og er það lægsta tala hælisleitenda í einum mánuði í fimm ár. Inger Støjberg, ráðherra útlendingamála, segir að þetta sýni að reglur til að takmarka komu ólöglegra innflytjenda til landsins og hert …

Lesa meira

Pútín sagður stefna að ríkisöryggisráðuneyti að fyrirmynd frá Stalín

FSB-menn að störfum.

    Í rússneska blaðinu Kommersant var fyrir skömmu skýrt frá því að fyrir næstu forsetakosningar í Rússlandi, í mars 2018, væri ætlun ráðamanna í Kremlarkastala, forsetaskrifstofunni, að koma á fót risavöxnu nýju ráðuneyti sem nái yfir allar starfandi öryggisstofnanir í Rússlandi. Heimildarmenn Kommersant segja að þessi nýi risi verði kallaður ríkisöryggisráðuneytið, skammstafað MGB á rússnesku. Það …

Lesa meira

Yfirflotaforingi NATO áréttar mikilvægi GIUK-hliðsins á Varðbergsfundi

Frá Varðbergsfundinum með Clive Johnstone í Safnahúsinu

  Clive Johnstone, flotaforingi, yfirmaður herflota NATO, flutti erindi á hádegisfundi Varðbergs föstudaginn 23. september í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Fundurinn var vel sóttur og að loknu erindinu svaraði flotaforinginn fyrirspurnum fundarmanna. Fyrirlesturinn bar fyrirsögnina NATO og mikilvægi GIUK-hliðsins, það er hafsvæðanna frá Grænlandi um Ísland til Skotlands. Er augljóst að þar hefur orðið breyting …

Lesa meira

NATO OG MIKILVÆGI GIUK-HLIÐSINS – opinn Varðbergsfundur föstudag 23. september

Clive Johnstone

   NATO OG MIKILVÆGI GIUK-HLIÐSINS Opinn Varðbergsfundur föstudaginn 23. september kl. 12.00 til 13.00 í Safnahúsinu við Hverfisgötu ræðumaður: Clive Johnstone flotaforingi, yfirmaður sameiginlegrar flotastjórnar NATO.   Miklar breytingar hafa orðið á umræðum um öryggismál í Evrópu og á Norður-Atlantshafi undanfarin misseri. Í erindi sínu ræðir Johnstone flotaforingi stöðuna á …

Lesa meira

Svissneskir stjórnmálamenn deila hart um útlendingamál – þingmeirihluti sakaður um svik við kjósendur og stjórnarskrána

Frá Sviss

Harðar deilur urðu á þingi Sviss miðvikudaginn 21. september þegar meirihluti þingmanna ákvað að ekki yrðu settar sérstakar hömlur á komu fólks frá ESB-ríkjum til landsins með innleiðingu strangra kvótareglna. Svissneski þjóðarflokkurinn (SVP) telur að með þessu hafi þingið brotið gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu í febrúar 2014 og þar með einnig …

Lesa meira

Svíþjóð: Rússar sagðir ögra með njósnum og áreiti í garð hermanna

Tomas Ries

  Undanfarið hafa borist margar frásagnir til sænskra yfirvalda þar sem lýst er grunsemdum um njósnir Rússa í Norður-Svíþjóð auk þess sem einstaka sænskir hermenn á svæðinu hafa orðið fyrir áreiti segir í frétt frá sænska ríkissjónvarpinu, SVT Norrbotten, þriðjudaginn 21. september. „Í hverri viku berast mér frásagnir af meiri eða minni …

Lesa meira