Home / Fréttir (page 140)

Fréttir

CSIS-skýrsla: Efla verður kafbátaleit frá Íslandi og Norður-Noregi

Frá Olavsvern

  NATO og samstarfsriki bandalagsins geta ekki á þessari stundu brugðist með skömmum fyrirvara við umsvifum Rússa neðansjávar á stórum hluta Norðir-Atlantshafs og Eystrasalti segir í nýrri skýrslu frá Center for Strategic & International Studies (CSIS) sem kynnt var fyrir rúmri viku í Washington. Í skýrslunni er lagt til að Bandaríkjastjórn hefji að nýju kafbátaleit frá Keflavíkurflugvelli og þar …

Lesa meira

Útlendingamál og hryðjuverk helsta áhyggjuefni Evrópubúa

Flóttamannabátur veltur á Miðjarðarhafi.

Útlendingamál og hryðjuverk vekja Evrópubúum helst áhyggjur um þessar mundir, miklu meiri en staða efnahagsmála eða atvinnuleysi. Þetta er niðurstaða í nýrri könnun á vegum framkvæmdastjórnar ESB. Rúmlega 31.000 manns í 34 Evrópulöndum og svæðum tóku þátt í þessari vorkönnun 2016 á vegum Eurobarometer. Um 48% töldu útlendingamál eitt annað helsta viðfangsefni …

Lesa meira

Þýskaland: Merkel heldur fast við flóttamannastefnuna en eykur öryggisráðstafanir vegna aðkomumanna

Angela Merkel kemur á blaðamannafund í Berlín.

  Angela Merkel Þýskalandskanslari gerði hlé á sumarleyfi sínu og flýtti árlegum sumar-blaðamannafundi sínum um einn mánuð fimmtudaginn 28. júlí þegar hún ræddi við blaðamenn í Berlín vegna hryðjuverkanna sem unnin hafa verið í Þýskalandi undanfarið. Kanslarinn varði stefnu sína frá því í fyrra gagnvart flótta- og farandfólki þegar hún í raun …

Lesa meira

Tyrkland verður nýtt Sýrland – eftir Bassam Tibi prófessor

Bassam Tibi

    Tyrknesk yfirvöld herða enn tökin á fjölmiðlum í landinu eftir misheppnuðu valdaránstilraunina föstudaginn 15. júlí. Miðvikudaginn 27. júlí sagði í lögbirtingablaði Tyrklands að þremur fréttastofum hefði verið lokað, 16 sjónvarpsstöðvum, 23 hljóðvarpsstöðvum, 45 dagblöðum, 15 tímaritum og 29 útgáfufyrirtækjum. Sagt er að fjölmiðlarnir hafi verið undir handarjaðri Gülen-hreyfingarinnar svonefndu. Erdogan Tyrklandsforseti og …

Lesa meira

Trump segist vona að Rússar finni 30.000 tölvubréf Hillary Clinton – Rússar náðu tölvubréfum demókrata

cyeberhacking1_3077109b

    Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblíkana í Bandaríkjunum, sagði miðvikudaginn 27. júlí að hann vonaði að Rússar hefðu brotist inn í tölvupósthólf Hillary Clinton og hvatti þannig erlend ríki til að stunda tölvunjósnir í pósthólfi hennar á meðan hún var utanríkisráðherra. „Rússar ef þið hlustið vona ég að ykkur takist að finna tölvubréfin 30.000 sem eru …

Lesa meira

Valdaránstilraunin bætir samskipti Rússa og Tyrkja

Pútín og Erdogan

Rússneskir fjölmiðlar fullyrða að rússnesk stjórnvöld hafi varað Erdogan Tyrklandsforseta við yfirvofandi valdaráni hersins. Þau hafi þannig „bjargað“ forsetanum. Íranska fréttastofan Fars birtir um þetta frétt og segir þarna um kenningu opinberra rússneskra fjölmiðla að ræða. Njósnadeild rússneska hersins í Sýrlandi hafi hlerað fjarskiptasamtöl innan tyrkneska hersins og sent frá sér viðvörun. Frá þessu …

Lesa meira

Bandaríkin: Demókratar saka Rússa um að draga taum Trumps með þjófnaði á tölvubréfum

RUSSIA-UKRAINE-BRITAIN-NETHERLANDS-ENERGY-OIL-CRISIS-SANCTIONS-E

Í The New York Times (NYT) er sagt frá því mánudaginn 25. júlí að meðal sérfæðinga sem glíma við töluvárásir, fjalla um Rússlandsmál og forystumanna bandaríska Demókrataflokksins hafi vaknað grunsemdir um að tölvuárásarmenn undir handarjaðri Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta blandi sér í bandarísku forsetakosningabaráttuna. Menn hafi fram til föstudags 22. júlí …

Lesa meira

Tyrkland: Handtökur í krafti neyðarlaga ná til þúsunda

Lífvarðasveit forsetans er úr sögunni um 300 lífvarða handteknir.

    Tyrknesk yfirvöld tilkynntu laugardaginn 23. júlí að þau hefðu handtekið Halis Hanci „hægri hönd“ kennimannsins Fetullahs Gülens auk frænda Gülens. Þá hefur 2.500 manna sérþjálfuð lífvarðasveit Tyrklandsforseta verið leyst upp og um 300 lífvarðanna hafa verið handteknir. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Gülen og menn hans standa að …

Lesa meira

Hernaðarframkvæmdir Rússa ógna heimsminjum við Norður-Íshaf

Rússnesk herstöð við Norður-Íshaf.

Á 40. fundi heimsminjanefndar UNESCO sem haldinn var á dögunum í Istanbul í Tyrklandi var lýst áhyggjum yfir að hervæðing Rússa við Norður-Íshaf kynni að raska lífríki á svæðinu. Árið 2004 var ákveðið að skrá rússnesku heimskautaeyjuna Wrangel á heimsminjaskrá UNESCO vegna mikils líffræðilegs fjölbreytileika þar. Í ályktun heimsminjanefndarinnar á …

Lesa meira

Trump segist maður laga og reglu – reiði vegna fyrirvara hans gagnvart NATO-ríkjum

Donald Trump

    Donald Trump, forsetaefni repúblíkana í Bandaríkjunum, flutti langa lokaræðu á flokksþingi repúblíkana að kvöldi fimmtudags 21. júlí þar sem hann veittist að ráðandi stjórnmálaöflum, ýtti undir ótta kjósenda við glæpi, frjáls viðskipti og ólöglega innflytjendur. Hann lofaði að koma lögum yfir ofbeldis- og glæpamenn og hefja Bandaríkin að …

Lesa meira