Home / Fréttir (page 130)

Fréttir

Rússneska orrustubeitiskipið Pétur mikli siglir á Eystrasalti í sumar – æfði við Ísland árið 2004

Rússneska orrustubeitiskipið Pétur mikli.

Eina kjarnorkuknúna orrustubeitiskipi í rússneska Norðurflotanum, Pjotr Velikíj, Pétri mikla, verður í sumar ásamt kjarnorkukafbátum siglt inn á Eystrasalt til að taka 30. júlí þátt í árlegri flotasýningu við Kronstad-eyju skammt fyrir utan St. Pétursborg. Þetta segir á vefsíðu International Barents Observer (IBO) og er haft eftir rússneska blaðinu Nezavisimaja …

Lesa meira

Sænski utanríkisráðherrann reynir að draga úr spennu á fundi í Moskvu

Margot Wallström, utanríkisráðherra Svía, á fundi með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, á fundi í Moskvu.

Margot Wallström, utanríkisráðherra Svía, sat fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, í Moskvu þriðjudaginn 21. febrúar. Segir í fréttum að tilgangur fundarins hafi verið að draga úr spennunni í samskiptum sænskra og rússneskra stjórnvalda. Á blaðamannafundi sagði Lavrov að hernaðarlegt hlutleysi Svía og Finna skipti höfuðmáli fyrir öryggi á Eystrasaltssvæðinu. …

Lesa meira

Trump skipar virtan og þaulreyndan hershöfðingja þjóðaröryggisráðgjafa

H.R. McMaster hershöfðingi og Donald Trump.

Eftir að Michael Flynn sagði af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta lagði forsetinn áherslu á að skipa sem fyrst mann í hans stað. Sá sem hann vildi helst gaf ekki kost á sér. Nú hefur hann fundið nýjan háttsettan herforingja í embættið. Herbert Raymond McMaster, 54 ára hershöfðingi, samþykkti …

Lesa meira

Finnlandsforseti segir samstöðu milli Evrópu og Bandaríkjanna um NATO – Finnar boða eflingu herafla síns

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Sauli Niinistö Finnlandsforseti á öryggisráðstefnunni í München,

Sauli Niinistö, forseti Finnlands, var meðal þátttakenda í öryggisráðstefnunni í München 17. til 19. febrúar. Eins og fram hefur komið hér á síðunni lýsti Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, þar yfir „óhagganlegum“ stuðningi Bandaríkjastjórnar við NATO. Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, sagði hins vegar að NATO væri hluti af úreltu kenningakerfi kalda stríðsins. Finnski forsetinn sagði blaðamönnum að sér hefði fundist að …

Lesa meira

Frakkland: 65% vilja að Fillon hætti við forsetaframboð, segist ætla að berjast til sigurs

François Fillon forsetaframbjóðandi.

Könnun sem franska sunnudagsblaðið JDD birti 19. febrúar sýnir að 65% svarenda vilja að François Fillon, forsetaframbjóðandi Lýðveldisflokksins (mið-hægri), hætti við framboð sitt og dragi sig í hlé. Fillon sagði hins vegar föstudaginn 17. febrúar að hann héldi sínu striki og myndi hvergi hvika. Einörð yfirlýsing Fillons um að láta …

Lesa meira

Litháen: Rússar taldir standa að baki falsfrétt um nauðgun

Þýskir hermenn í Kaunas í Litháen.

Rannsókn er hafin í Litháen á því hver sé ábyrgur fyrir falskri frétt um nauðgun. Óttast er að Rússar standi að baki fölsuninni til að skapa ólgu meðal Litháa vegna fjölgunar liðsmanna undir merkjum NATO í Eystrasaltslöndunum. Vytautas Bakas, formaður þingnefndar Litháa um þjóðaröryggi og varnarmál, sagði föstudaginn 17. febrúar …

Lesa meira

Öryggisráðstefnan í München: Pence segir stuðninginn við NATO „óhagganlegan“ – Evrópumenn tala um „evrópsku leiðina“

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.

  Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, flutti ræðu á öryggisráðstefnunni í München laugardaginn 18. febrúar og sagði Bandaríkjamenn „óhagganlega“ í stuðningi sínum við NATO. Þetta var fyrsta meiriháttar ræða varaforsetans um utanríkismál frá því að Donald Trump forseti og stjórn hans komu til valda. Hann sagði Bandaríkjamenn standa með Evrópumönnum „í …

Lesa meira

Juncker segir Bandaríkjamenn nota of þrönga skilgreiningu á útgjöldum til öryggismála

Frá öryggisráðstefnunni ó München.

Öryggismálaráðstefnan í München hófst formlega föstudaginn 17. febrúar en hún er strundum kölluð Davos-öryggismálanna með vísan til alþjóðasamkomu um efnahagsmál í svissneska fjallabænum Davos. Ráðstefnan er nú haldin í 53. skipti með um 500 þátttakendum. Þar eru 16 þjóðhöfðingjar, 15 forsætisráðherrar, 47 utanríkisráðherrar, 30 varnarmálaráðherrar , 59 fulltrúar alþjóðastofnana, þeirra á meðal aðalritari Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastjóri NATO og …

Lesa meira

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna: NATO árangursríkasta og öflugasta hernaðarbandalag í nútímasögu

Jim Mattis,varnarmalaráðherra Bandaríkjanna.

  Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lagði miðvikudaginn 15. febrúar áherslu á hollustu Bandaríkjanna við NATO, áréttaði mikilvægi bandalagsins fyrir öryggi í sínum heimshluta og um heim allan auk þess að hvetja aðildarþjóðirnar til að standa við skuldbindingar sínar um útgjöld til varnarmála. „Í sjö áratugi hefur allur heimurinn séð NATO verða árangursríkasta og öflugasta hernaðarbandalag í …

Lesa meira

NYT telur mörgum spurningum ósvarað vegna tengsla Trump-manna og Rússa

tms116_crop

  Bandaríska blaðið The New York Times er andvígt Donald Trump Bandaríkjaforseta, stjórn hans og repúblíkanaflokknum. Í blaðinu miðvikudaginn 15. febrúar 2017, birtist leiðari vegna afsagnar þjóðaröryggisráðgjafa Trumps. Í leiðaranum er brugðið ljósi á málið sem gefur til kynna hvert umræður þróast í Bandaríkjunum þar sem flokkadrættir eru miklir og magnast. …

Lesa meira