Home / Fréttir (page 130)

Fréttir

Rússar segjast hafa hrakið hollenskan kafbát frá flugmóðurskipi sínu

Rússar segja hollenska kafbátinn hafa verið af Walrus-gerð

Rússneska varnarmálaráðuneytið skýrði frá því miðvikudaginn 9. nóvember að tveir rússneskir tundurspillar hefðu hrakið hollenskan kafbát frá njósnum um flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov á Miðjarðarhafi. Ráðuneytið segir kafbátinn hafa verið í 20 km fjarlægð frá flugmóðurskipinu þegar stuggað var við honum. Áður hefur verið sagt frá ferðum Admiral Kuznetsov hér á …

Lesa meira

Pútín vill endurreisa alhliða stjórnmálasamskipti við Trump – áfall segir þýski varnarmálaráðherrann

Donald Trump flytur sigurræðu sína.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að sigur Donalds Trumps í forsetakosningunum í Bandaríkjunum leiði til þess að Rússar séu tilbúnir og fúsir til að taka að nýju upp alhliða stjórnmálasamskipti við Bandaríkjamenn. Hann segir þó að það verði ekki auðvelt. „Okkur er ljóst að þetta er erfið leið vegna þess …

Lesa meira

Fimm nýjar korvettur í þýska flotann

Þýsk korvetta.

Áform um að smíða fimm korvettur fyrir þýska flotann fyrir 1,5 milljarð evra. Kemur þetta fram í skýrslu sem lögð var fyrir varnrmálarnefnd þýska þingsins mánudaginn 7. nóvember. Tillaga þýska varnarmálaráðuneytisins kemur á óvart, í skýrslu frá því í mars á þessu ári minnist ráðuneytið ekki á nein slík áform. …

Lesa meira

Bandaríkjamenn senda 6.000 landhermenn til Evrópu í upphafi árs 2017

Bandarískir bryndrekar.

  Um 6.000 liðsmenn úr landher Bandaríkjanna verða sendir til Evrópu á næsta ári segir í tilkynningu yfirstjórnar landhersins fimmtudaginn 3. nóvember. Er  þetta liður í aðgerðum undir merkjum NATO til að treysta hernaðarlega stöðu gagvart Rússum. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur fengið 3,4 milljarða dollara fjárveitingu á fjárlagaárinu 2017 til að …

Lesa meira

Bretar hafa áhyggjur af nýjum rússneskum skriðdreka

Armata-skriðdrekar á hersýningu í Moskvu.

  Njósnastofnun breska hersins hefur birt varað við því að nýr skriðdreki Rússa valdi þáttaskilum og skapi herjum Vesturlanda vanda. Þetta kemur fram í skjali sem hefur verið lekið og blaðamenn The Sunday Telegraph hafa séð. Í skjalinu birtast efasemdir breska varnarmálaráðuneytisins um að breski herinn geti staðist ógnina af nýja Armata-skriðdreka Rússa. Þar …

Lesa meira

Taka verður aukin umsvif rússneska herflotans á norðurslóðum alvarlega

GIUK-hliðið.

  Erindið sem Clive Johnstone, yfirmaður flotastjórnar NATO, flutti á fundi Varðbergs 23. september sl. hefur verið birt hér á síðunni í heild á ensku. Hér er hins vegar birtur kafli úr því sem snýr sérstaklega að mikilvægi GIUK-hliðsins fyrir varnir NATO. Ísland er í hliðinu miðju og þess vegna …

Lesa meira

Rússar saka finnsk yfirvöld um Rússafóbíu

  Maria Zakharova, yfirmaður upplýsingadeildar rússneska utanríkisráðuneytisins, sakar finnsku öryggis- og leyniþjónustuna Supo um að þjást af Rússafóbíu eftir að hún birti skýrslu þar sem bent er á Rússar kunni að stunda landakaup í Finnlandi í hernaðarlegum tilgangi. Frá því var greint fyrir nokkrum dögum að í skýrslu frá Supo …

Lesa meira

Moskva: Yfirbókavörður sakaður um ólögmæta dreifingu á efni frá Úkraínu

Natalia Sharina, yfirbókavörður Safns úkraínskra bókmennta í Moskvu.

    Natalia Sharina, yfirbókavörður Safns úkraínskra bókmennta í Moskvu, hefur verið ákærð fyrir að hvetja til óvildar í garð Rússa. Hún hefur setið í stofufangelsi í meira en eitt ár en mál hennar er nú komið fyrir dómstóla. Í ákærunni er Sharina sökuð um að hafa dreift bókmenntum sem skilgreindar …

Lesa meira

Rússar hóta Norðmönnum með kjarnavopnum

Vladimir Pútín Rússlandsforseti sæmir Frants Klintsevitsj heiðursmerki.

  Frants Klintsevitsj, áhrifamikill varaformaður varnar- og öryggismálanefndar þings Rússlands, sagði við norsku sjónvarpsstöðina TV2 mánudaginn 31. október að viðvera bandarískra landgönguliða í Værnes í Noregi væri hluti af liðsafnaði Bandaríkjamanna til að gera „hnattræna leiftursókn“ og boðaði að fyrir bragðið kynni Noregur að verða kjarnorku-skotmark Rússa. Ákveðið hefur verið …

Lesa meira

NATO og GIUK-hliðið – erindi æðsta flotaforingja NATO

Clive Johnstone

Hér fyrir neðan birtist erindi sem Clive Johnstone flotaforingi, æðsti yfirmaður flotamála hjá NATO, flutti erindi á fundi Varðbergs í Safnahúsinu við Hverfisgötu föstudaginn 23. september. Erindið hefur verið birt hér á síðunni í myndupptöku. Nú birtist texti þess hér í heild.   Vice Admiral Clive Johnstone CB CBE Royal …

Lesa meira