Home / Fréttir (page 120)

Fréttir

Holland: Ríkisstjórnin heldur sér til hlés í þjóðaratkvæðagreiðslu um samning við Ukraínu

Holland

Hollenska ríkisstjórnin ætlar ekki að skipa sér í fylkingarbrjóst þeirra sem berjast fyrir að meirihluti Hollendinga styðji nýsamþykkt lög um samstarfssamning milli ESB og Úkraínu. „Við ætlum ekki úti á stræti og torg með flögg og bjöllur,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, á blaðamannafundi föstudaginn 29. janúar. Hann svaraði á …

Lesa meira

Hryðjuverk og óvissa um fyrirætlanir Rússa setja mestan svip á starf og stefnu NATO

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Hryðjuverk og óvissa um fyrirætlanir Rússa auk yfirgangs þeirra voru helstu áskoranir Atlantshafsbandalagsins (NATO) á árinu 2015 að sögn Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra bandalagsins, þegar hann kynnti ársskýrslu sína fimmtudaginn 28. janúar. Viðbrögð bandalagsins hafi falist í aukinni áherslu á sameiginlegan varnarmátt og hvatningu til evrópskra bandalagsríkja um að auka útgjöld sín …

Lesa meira

Skólaskróp varð að milliríkjamáli Þjóðverja og Rússa vegna lygasögu um nauðgun

Sunnudaginn 24. janúar efndu fulltrúar rússneska minnihlutans í Berlín til mótmæla við kanslarahöllina til stuðnings stúlkunni sem samdi lygasöguna.

  Lögregluyfirvöld í Berlín sögðu föstudaginn  29. janúar að brotthvarf ungrar rússneskrar stúlku sem skapað hefur spennu í samskiptum Þjóðverja og Rússa mætti rekja til skólakvíða hennar. Hún hefði ekki treyst sér að fara í skólann en spunnið sögu um að þrír arabar hefðu rænt sér og nauðgað. Lögreglan segir …

Lesa meira

Sænska ríkisstjórnin boðar endursendingu tugþúsunda hælisleitenda

Anders Ygeman, innanríkisráðherra Svía.

    Sænsk yfirvöld hafa ú hyggju að leigja flugvélar til að senda allt að 80.000 manns úr landi, þetta eru hælisleitendur sem hafnað hefur verið af sænskum yfirvöldum. Anders Ygeman innanríkisráðherra segir þetta „risavaxið viðfangsefni“. Í viðtali við blaðið Dagens Industri fimmtudaginn 28. janúar segir ráðherrann að hann telji …

Lesa meira

Hollendingar greiða atkvæði um ESB-samning við Úkraínu – jafnvægi í Evrópu í húfi segir Juncker

Boris Lozhkin, skrifstofustjóri forsetaembættisins í Kænugarði.

Miðvikudaginn 6. apríl verður efnt til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Hollandi um hvort styðja beri aðild Hollands að efnahags- samstarfssamningi ESB og Úkraínu. Unnt er að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál í Hollandi ef meira en 300.000 manns (af 16,8 milljón íbúum) rita undir kröfu um slíka atkvæðagreiðslu, 427.939 gerðu það …

Lesa meira

Ný gagnhryðjuverkamiðstöð Europol varar við árásum í Evrópu – Ríki íslams hafi nú alþjóðlega vídd

Höfuðstöðvar Europol í Haag

Undanfarin 10 ár hefur hryðjuverkaógnin sem steðjar að Evrópu aldrei verið meiri en núna segir í nýju hættumati sem European Counter Terrorism Centre (ECTC), gagnhryðjuverkamiðstöð Europol, Evrópulögreglunnar, birti í Haag mánudaginn 25. janúar. Í skýrslu miðstöðvarinnar segir að hryðjuverkaárásirnar í París 13. nóvember 2015 marki þáttaskil í starfi samtakanna Ríkis …

Lesa meira

Vintstri öfgamenn í No Borders ráðast á styttu af de Gaulle í Calais – berjast fyrir farandfólk

Málað var á styttu af Charles de Gaulle í Calais - Yvonne de Gaulle stendur við hlið manns síns.

  Samtökin No Borders sem hafa látið að sér kveða í þágu hælisleitenda hérlendis eru til umræðu í frönskum fjölmiðlum um þessar mundir vegna aðildar þeirra að mótmælum í hafnarborginni Calais í Frakklandi laugardaginn 23. janúar. Í Le Figaro mánudaginn 25. janúar segir að á laugardaginn hafi á fjórða tug …

Lesa meira

Vandræði skapast vegna tregðu Rússa til að taka við fólki sem vísað er frá Noregi

Landamærastöðin Storskog, hin eina á landamærum Rússlands og Noregs.

  Vandræði hafa skapast á landamærum Noregs og Rússlands vegna þess að rússnesk yfirvöld hafa neitað að taka við hælisleitendum sem Norðmenn vísa yfir landamærin í stöðinni Storskog í Finnmörku – einu stöðinni á landamærum ríkjanna. Rússar neita að taka við fólkinu í hópferðabílum. Norsk yfirvöld íhuga að endursenda fólkið …

Lesa meira

Athygli beinist að óhæfuverkum Pútíns

Vladimir Pútin í Kremlarkastala.

Í umræðum um skýrslu Roberts Owens, fyrrv. yfirréttardómara í Bretlandi, um morðið í London á Alexander Litvinenko, landflótta fyrrverandi öryggislögreglumanni í Rússlandi, hefur verið vakin athygli á hve mikla áherslu Owen leggur á að upplýsa sem mest um sprengjuárásir á fjölbýlishús í Moskvu 1999 þar sem 300 manns týndu lífi. …

Lesa meira

WSJ; Herða verður refsiaðgerðir gegn Pútín vegna morðsins á Litvinenko

Andreij Lugovoy (t.v.) og Dmitríj Kovtun.

Um heim allan hafa verið hörð viðbrögð við skýrslu Roberts Owens, fyrrverandi yfirréttardómara í Bretlandi, um morðið á Alexander Litvinenko að undirlagi Vladimírs Pútíns og valdaklíkunnar í kringum hann. Hér er lausleg þýðing á leiðara The Wall Street Journal (WSJ ) í tilefni skýrslunnar. Hann birtist föstudaginn 22. janúar: „Það hefur lengi …

Lesa meira