Home / Fréttir (page 109)

Fréttir

Trump segist vona að Rússar finni 30.000 tölvubréf Hillary Clinton – Rússar náðu tölvubréfum demókrata

cyeberhacking1_3077109b

    Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblíkana í Bandaríkjunum, sagði miðvikudaginn 27. júlí að hann vonaði að Rússar hefðu brotist inn í tölvupósthólf Hillary Clinton og hvatti þannig erlend ríki til að stunda tölvunjósnir í pósthólfi hennar á meðan hún var utanríkisráðherra. „Rússar ef þið hlustið vona ég að ykkur takist að finna tölvubréfin 30.000 sem eru …

Lesa meira

Valdaránstilraunin bætir samskipti Rússa og Tyrkja

Pútín og Erdogan

Rússneskir fjölmiðlar fullyrða að rússnesk stjórnvöld hafi varað Erdogan Tyrklandsforseta við yfirvofandi valdaráni hersins. Þau hafi þannig „bjargað“ forsetanum. Íranska fréttastofan Fars birtir um þetta frétt og segir þarna um kenningu opinberra rússneskra fjölmiðla að ræða. Njósnadeild rússneska hersins í Sýrlandi hafi hlerað fjarskiptasamtöl innan tyrkneska hersins og sent frá sér viðvörun. Frá þessu …

Lesa meira

Bandaríkin: Demókratar saka Rússa um að draga taum Trumps með þjófnaði á tölvubréfum

RUSSIA-UKRAINE-BRITAIN-NETHERLANDS-ENERGY-OIL-CRISIS-SANCTIONS-E

Í The New York Times (NYT) er sagt frá því mánudaginn 25. júlí að meðal sérfæðinga sem glíma við töluvárásir, fjalla um Rússlandsmál og forystumanna bandaríska Demókrataflokksins hafi vaknað grunsemdir um að tölvuárásarmenn undir handarjaðri Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta blandi sér í bandarísku forsetakosningabaráttuna. Menn hafi fram til föstudags 22. júlí …

Lesa meira

Tyrkland: Handtökur í krafti neyðarlaga ná til þúsunda

Lífvarðasveit forsetans er úr sögunni um 300 lífvarða handteknir.

    Tyrknesk yfirvöld tilkynntu laugardaginn 23. júlí að þau hefðu handtekið Halis Hanci „hægri hönd“ kennimannsins Fetullahs Gülens auk frænda Gülens. Þá hefur 2.500 manna sérþjálfuð lífvarðasveit Tyrklandsforseta verið leyst upp og um 300 lífvarðanna hafa verið handteknir. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Gülen og menn hans standa að …

Lesa meira

Hernaðarframkvæmdir Rússa ógna heimsminjum við Norður-Íshaf

Rússnesk herstöð við Norður-Íshaf.

Á 40. fundi heimsminjanefndar UNESCO sem haldinn var á dögunum í Istanbul í Tyrklandi var lýst áhyggjum yfir að hervæðing Rússa við Norður-Íshaf kynni að raska lífríki á svæðinu. Árið 2004 var ákveðið að skrá rússnesku heimskautaeyjuna Wrangel á heimsminjaskrá UNESCO vegna mikils líffræðilegs fjölbreytileika þar. Í ályktun heimsminjanefndarinnar á …

Lesa meira

Trump segist maður laga og reglu – reiði vegna fyrirvara hans gagnvart NATO-ríkjum

Donald Trump

    Donald Trump, forsetaefni repúblíkana í Bandaríkjunum, flutti langa lokaræðu á flokksþingi repúblíkana að kvöldi fimmtudags 21. júlí þar sem hann veittist að ráðandi stjórnmálaöflum, ýtti undir ótta kjósenda við glæpi, frjáls viðskipti og ólöglega innflytjendur. Hann lofaði að koma lögum yfir ofbeldis- og glæpamenn og hefja Bandaríkin að …

Lesa meira

Trump: Engin sjálfkrafa ákvörðun um vörn í þágu NATO-bandamanna – spyrja ber hvort þeir hafi staðið við sitt gagnvart Bandaríkjunum

Donald Trump

Donald Trump, forsetaefni repúblíkana, sagði í viðtali við The New York Times (NYT) sem birtist fimmtudaginn 21. júlí að hann mundi hugsa sig um tvisvar áður en hann gæfi bandaríska hernum fyrirmæli um að verja bandalagsríki Bandaríkjanna í NATO. Ekkert yrði gert sjálfkrafa í þeim efnum heldur mundi hann fyrst kanna hvert framlag viðkomanda ríkja til bandalagsins væri. …

Lesa meira

Tyrkland: Hreinsunum Erdogans líkt við hreinsanir Stalíns

Men sit atop a military vehicle in front of Sabiha Airport, in Istanbul

Um hádegisbil miðvikudaginn 20. júlí höfðu hreinsanir tyrkneskra yfirvalda eftir valdaránstilraunina í Tyrklandi að kvöldi föstudags 15. júlí náð til 50.000 manna. Þá beindist athyglin að skólafólki og höfðu háskólakennarar fengið fyrirmæli að halda sig innan landamæra Tyrklands, væru þeir utan lands ættu þeir að snúa heim. Athygli fjölmiðlamanna og …

Lesa meira

Mikill stuðningur við endurnýjun kjarnorkuheraflans í breska þinginu

Breskur kjarnorkukafbátur.

Mikill meirihluti breskra þingmanna samþykkti að kvöldi mánudags 18. júlí að endurnýja kafbátana sem eru skotpallar fyrir langdrægu Trident-kjarnorkueldflaugarnar, þungamiðju fælingarmáttar breska hersins. Alls studdu 472 þingmenn tillöguna um endurnýjun en 117 voru á móti, meirihlutinn var því 355 atkvæði. Í kosningastefnuskrá sinni árið 2015 hét Íhaldsflokkurinn að endurnýja kafbátana …

Lesa meira

Fjöldahandtökur í Tyrklandi í aðgerðum Erdogans við að uppræta „vírus“ valdaránstilraunarinnar

Handteknir menn í tyrknesku borginni Izmir bíða örlaga sinna,

    Dómarar, herforingjar og landstjórar eru í hópi tæplega 9.000 manna sem höfðu verið handteknir í Tyrklandi síðdegis mánudaginn 18. júlí frá því að tilraun var gerð þar til valdaráns í landinu að kvöldi föstudags 15. júlí. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur heitið því að hreinsa út „vírus“ valdaránsmanna. Skellir forsetinn skuldinni á …

Lesa meira