Home / Fréttir (page 102)

Fréttir

Jens Stoltenberg: Rússar vilja sundra Evrópuþjóðum – mikil samheldni innan NATO

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna hittast á fundi í Brussel miðvikudaginn 26. október og fimmtudaginn 27. október. Af því tilefni ræddi fréttamaður norsku fréttastofunnar NTB við Norðmanninn Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. Þar kemur fram að ráðherrarnir ræða enn á ný um viðbrögð við vaxandi ógn úr austri. „Við okkur blasir Rússland þar sem …

Lesa meira

Utanríkisráðherra Þýskalands varar við endalokum Evrópusambandsins

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands.

  Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, segir í viðtali við Süddeutsche Zeitung þriðjudaginn 25. október að hætta sé á endalokum Evrópusambandsins. Hann segir að undanfarið ár hafi komið berlega í ljós að áratuga gamlar stoðir hafi brostið undan viðteknum skoðunum. „Eilífur friður í álfunni okkar, ekkert kemur í stað Evrópusamstarfsins – …

Lesa meira

Hætta á árekstrum Rússa og Vesturlanda eykst um heim allan

Vladimir Pútín Rússlandsforseti.

Hafið er nýtt kalt stríð milli Rússa og Vesturlanda sem kann að leiða til vaxandi árekstra um heim allan þegar Vladimír Pútin Rússlandsforseti vegur að alþjóðlegum yfirburðum Bandaríkjamanna. Þetta er samdóma álit sérfróðra manna um hermál og utanríkismál í Moskvu. Þeir vara við því að ástandið í samskiptum Rússa og …

Lesa meira

Rússnesk kona segir dönsk börn drekka vatn úr drullupollum vegna fátæktar lúsugra foreldra

Við Kaupmannahöfn

Eftir fimm ára dvöl í Danmörku hafði rússneska konan Tatjana Lukasjenko fengið sig fullsadda. „Algjör skortur á hreinlæti er himinhrópandi. Hvarvetna gengur fólk um í óhreinum, krumpuðum og slitnum fötum. Konur hirða ekkert um sig sjálfar,“ skrifar hún um dvöl sína í danska konungsríkinu, segir í frásögn eftir fréttaritara Jyllands-Posten í Moskvu sunnudaginn 23. október. Rússneska konan segist …

Lesa meira

Rússar undrast vangaveltur um viðveru bandarískra hermanna í Noregi

Bandarískir landgönguliðar.

Rússar hafa lýst undrun yfir vangaveltum um að Bandaríkjaher kunni að hafa fasta viðveru í Noregi. „Sé tekið mið af fjölmörgum yfirlýsingum norskra embættismanna um að Noregi stafi ekki ógn af Rússum þætti okkur gott að geta skilið hvers vegna Norðmenn hafa svona mikinn áhuga á að auka hernaðargetu í …

Lesa meira

Bretar hæðast að Admiral Kuznetsov á Ermarsundi

Admiral Kuznetsov sendir frá sér svart sót á Ermarsundi.

Í breskum fjölmiðlum er hæðst að flaggskipi rússneska flotans flugmóðurskipinu Admiral Kuznetsov sem sigldi í gegnum Ermarsund föstudaginn 21. október á leið sinni frá Kóla-skaga að strönd Sýrlands fyrir botni Miðjarðarhafs. Í The Daily Telegraph (DT) er laugardaginn 22. október bent á að skipið hafi árum saman verið þjakað af …

Lesa meira

Bandaríska kosningabaráttan: Kúvending í afstöðunni til Pútíns og Rússa

Hillary Clinton og Donald Trump - kappræðurnar miðvikudag 19. október.

  Hillary Clinton tók afdráttarlaust af skarið um það á miðvikudagskvöldið að sigri hún Donald J. Trump í næsta mánuði muni hún stíga inn í Hvíta húsið í meiri ágreiningi við Rússa en nokkur forseti hefur gert í meira en þrjá áratugi og persónuleg andúð hennar á Vladimír V. Pútín, …

Lesa meira

Merkel og Hollande lögðu hart að Pútín vegna Aleppó

Frá fundinum í Berlín 19. október 2016.

  Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði við upphaf fundar leiðtogaráðs ESB í Brussel fimmtudaginn 20. október að þrýsta ætti á Vladimír Pútín Rússlandsforseta og krefjast varanlegs vopnahlés í Sýrlandi. „Ég vona að við getum sem leiðtogaráð Evrópu sagt skýrt að það sem gerist í Aleppó með stuðningi Rússa sé með öllu …

Lesa meira

Sókn Kínverja á norðurslóðir vekur ágreining sérfræðinga í Noregi

Kínverski ísbrjóturinn Xuelong. Hann kom til Íslands um árið áður en hann sigldi þvert yfir norðurpólinn.

  Deilt er um það á síðum norska blaðsins Aftenposten hvað vakir fyrir Kínverjum á Norður-Íshafi og norðurslóðum almennt. Blaðið birti mánudaginn 17. október viðtal við Jack Midgley, bandarískan sérfræðing í öryggismálum, sem sagði Kínverja vilja ná undir sig olíu- gas- og sjávarauðlindum í Norður-Íshafi. Miðvikudaginn 19. október drógu norskir …

Lesa meira

Rússar við flugheræfingar á sjó milli Íslands og Noregs – 4.000 manna floti á leið til hernaðar í Sýrlandi

Mynd frá norska hernum af Admiral Kuxnetsov á siglingu suður með strönd Noregs.

  Norskum flugmálayfirvöldum bárust þriðjudaginn 18. október  boð um það frá rússneskri flotadeild á leið suður Norður-Atlantshaf milli Íslands og Noregs að hún mundi hægja á ferð sinni og stunda flugæfingar undan vesturströnd Noregs á Norðursjó frá miðvikudegi til föstudags. Norðmenn telja ólíklegt að æfingar orrustuþotna við flugtak og lendingu …

Lesa meira