Home / Fréttir (page 102)

Fréttir

Frontex víkur fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu

Flótta- og farandfólk á hafi úti við eftirlitsbát.

  ESB-þingið og ráðherraráð ESB urðu á mettíma sammála miðvikudaginn 22. maí um að styðja tillögu framkvæmdastjórnar ESB um Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu. Hún kemur í stað Frontex, Landamærastofnunar Evrópu, og tekur að fullu  til starfa nú í sumar. Nýja stofnunin starfa í anda Frontex en með aukið og skýrara …

Lesa meira

Bandarískur hershöfðingi segir NATO ekki geta varið Eystrasaltsríkin

Ben Hodges hershöfðingi ræðir við liðsmann sinn.

Ben Hodges, hershöfðingi, yfirmaður landhers Bandaríkjanna í Evrópu, sagði miðvikudaginn 22. júní að við núverandi aðstæður gæti NATO ekki varið Eystrasaltsríkin gegn árás Rússa. „Rússar gætu náð Eystrasaltsríkjunum á sitt vald hraðar en við hefðum tök á að verja þau,“ sagði Hodges í samtali við þýska blaðið Die Zeit. Hershöfðinginn sagðist sammála því mati hernaðarsérfræðinga að Rússar …

Lesa meira

NATO æfir kafbátavarnir fyrir norðan Ísland

Jens Stoltenberg og Ine Marie Eriksen Søreide í Þrándheimi við upphaf flotaæfingar NATO.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, var í Þrándheimi mánudaginn 20. júní og flutti ávarp við upphaf 10 daga flotaæfingar NATO í hafinu fyrir norðan Ísland. Æfðar eru aðgerðir gegn kafbátum. Rússneskir kafbátar sækja um þetta hafsvæði frá höfnum á Kóla-skaga á leið sinni suður Atlantshaf. Í kalda stríðinu var meginvarnarlína NATO …

Lesa meira

Ráðamenn Svía og Finna árétta enn samstöðu sína í varnarmálum utan NATO

sauli niinist stefan lfven

  Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, flutti ræðu á utanríkis- og öryggisráðstefnu sem Sauli Niinostö, forseti Finnlands, efndi til á sumarsetri embættis síns sunnudaginn 19. júní. Löfven tók af skarið um að Svíar mundu taka þátt í að verja Finnland yrði á það ráðist en sagði hvorki tímabært að ræða áform um varnarbandalag Svía og Finna …

Lesa meira

Ósammála um afstöðuna til Rússa fyrir bandarískri þingnefnd

Michael McFaul , fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu.

Tveir fyrrverandi sendiherrar Bandaríkjanna í Rússlandi eru ósammála í mati sínu á samskiptum rússneskra og bandarískra stjórnvalda í fortíð og framtíð og hvor aðili beri meiri skylda til að dýpka tvíhliða samskiptin. Michael McFaul og Jack Matlock sátu fyrir svörum í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings þriðjudaginn 14. júní þar sem hörð ummæli forystumanna nefndarinnar endurspegluðu vaxandi …

Lesa meira

Noregur: Aukinn hernaðarmáttur Rússa og vilji til að beita honum kallar á aukinn útgjöld til varnarmála

Ine Eriksen Søreide, varnarmálaráðherra Noregs.

Norska ríkisstjórnin segir aukinn hernaðarmátt Rússa og valdbeiting þeirra vera „markverðustu breytingarinnar í öryggisumhverfi Noregs“ og vill að fjárveitingar til norska hersins verði auknar um 165 milljarða norskra króna næstu 20 ár. Ine Eriksen Søreide, varnarmálaráðherra Noregs, kynnti langtímaáætlun um störf norska hersins árin 2017 til 2020 í norska stórþinginu …

Lesa meira

Þýski utanríkisráðherrann vill frekar viðræður við Rússa en heræfingar gegn þeim

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands.

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, segir að nýlegar heræfingar kunni að ýta enn frekar undir spennu í austurhluta Evrópu. Hann hvetur til viðræðna við Rússa áður en leiðtogafundur NATO-ríkjanna hefst í Varsjá snemma í júlí. Ráðherrann lét orðin falla í samtali við Bild am Sonntag en sagt var frá þeim daginn fyrir útgáfudag blaðsins, laugardaginn 18. …

Lesa meira

Rússnesku bullurnar á EM 2016 taldar gæta virðingar ættjarðarinnar styðja stefnu Kremlverja

Rússneskar bullur í Marseille

Athyglin hefur beinst að ógnvænlegri framgöngu ýmissa áhangenda landsliðs Rússa á EM 2016 í Frakklandi. Eftir leik við Englendinga í Marseille laugardaginn 11. júní kom til götuóeirða í borginni þegar Rússar fóru þar um, brutu og brömluðu og réðust á mann og annan. Frönsk yfirvöld sögðu að þarna hefði verið …

Lesa meira

Jens Stoltenberg: NATO verður að bregðast við hervæðingu Rússa frá N-Íshafi til Miðjarðarhafs

Bandarískir hermenn á NATO-æfingu í Eystrasaltsríki.

  Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að Atlantshafsbandalagið verði að bregðast við aðgerðum Rússa til að auka hernaðarleg áhrif sín í Norður-Íshafi, á Eystrasalti og Miðjarðarhafi. Í viðtali við þýska blaðið Bild Zeitung fimmtudaginn 16. júní segir Stoltenberg: „Rússar reyna að stækka áhrifasvæði sitt með hernaðarlegum aðferðum.“ NATO greini gífurlega hernaðaruppbyggingu við landamæri sín í Norður-Íshafi, á Eystrasalti og Miðjarðarhafi. Við þessu …

Lesa meira

Rússneski utanríkisráðherrann kvartar undan harðræði frönsku lögreglunnar á EM 2016

Franskir lögreglumenn

  Rússneska utanríkisráðuneytið kvartaði miðvikudaginn 15. júní við franska sendiherrann í Moskvu yfir framgöngu franskra yfirvalda gagnvart Rússum á EM 2016. „Sé alið frekar á and-rússneskum tilfinningum kann það að spilla verulega andrúmslofti í samskiptum Rússa og Frakka,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýndi Frakka sérstaklega fyrir að rannsaka 43 …

Lesa meira