Home / Fréttir (page 102)

Fréttir

Átök í austurhluta Úkraínu harðna – stórskotahríð veldur mann- og eignatjóni

Úkraínustjórn hefur 22.000 manna bæinn Avdijvka á valdi sínu. Íbúar hafa orðið að setjast að í tjöldum vegna eyðileggingar af völdum átakanna.

  Alþjóðlegir eftirlitsmenn í Úkraínu birtu föstudaginn 3. febrúar viðvörun um „ótrúlegan fjölda vopnahlésbrota“ beggja aðila sex dögum eftir að átök tóku að magnast milli hermanna stjórnvalda í Kænugarði og aðskilnaðarsinna með stuðningi Rússa. Viðvörunin er birt þegar nýjar fréttir berast af meiri stórskotahríð en áður á íbúahverfi og nágrenni …

Lesa meira

Miklar sviptingar í þýskum stjórnmálum – Gabriel í Washington

Angela Merkel og Martin Schulz.

Miklar sviptingar eru í þýskum stjórnmálum um þessar mundir ef marka má skoðanakannanir. Föstudaginn 27. janúar ákvað Sigmar Gabriel, formaður Jafnaðarmannaflokksins (SPD) að víkja sæti sem flokksleiðtogi fyrir Martin Schulz, fyrrverandi forseta ESB-þingsins, auk þess sem Gabriel tók við embætti utanríkisráðherra í stað Frank-Walters Steinmeiers sem verður næsti forseti Þýskalands. …

Lesa meira

Rússar neita tveimur norskum þingmönnum um vegabréfsáritun

Trine Skei Grande, leiðtogi miðjuflokksins Venstre, og Bård Vegar Solhjell úr Sósíalíska vinstriflokknum.

Rússar neituðu að veita tveimur norskum þingmönnum um vegabréfsáritun þegar þeir ætluðu að heimsækja nágrannaríki Noregs með öðrum í utanríkismálanefnd stórþingsins. Nefndarformaðurinn Anniken Huitfeldt úr Verkamannaflokknum aflýsti Rússlandsferðinni Norska utanríkisráðuneytið segir að neitun Rússa sé rökstudd með vísan til aðildar Norðmanna að þvingunum ESB sem þeir láta einnig ná til Svalbarða. Hægrimaðurinn Børge Brende utanríkisráðherra segir …

Lesa meira

Hljóðlátir rússneskir kafbátar ógna leiðum á N-Atlantshafi segir yfirmaður norska hersins

Haakon Bruun-Hanssen, yfirmaður norska heraflans.

Aðmíráll Haakon Bruun-Hanssen, yfirmaður norska hersins, flutti erindi í  Oslo Militære Samfund undir fyrirsögninni Forsvaret nå og i fremtide mánudaginn 30. janúar 2017. Í erindinu lýsti aðmírállinn mati sínu á stöðu öryggismála og sagði: „Íhlutun Rússa í Úkraínu (2014) og þátttaka þeirra í Sýrlandi (2015) sýnir að þar fer herveldi sem hefur að verulegu leyti tekist að framkvæma breytingar á skipulagi …

Lesa meira

GIUK-hliðið, öryggis- og varnarmál á borði íslenskra stjórnvalda

GIUK-hliðið.

Á Facebook-síðu Nexus, rannsóknarvettvangs fyrir öryggis og varnarmál, birtist mánudaginn 30. janúar grein á íslensku og ensku þar sem finna má stutt yfirlit yfir umræðurnar um GIUK-hliðið og íslensk öryggis- og varnarmál meðal annars í ljósi funda og ráðstefnanna sem Varðberg, Nexus og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóðu fyrir haustið 2016. …

Lesa meira

Tvö stærstu herskip Rússa á norðurleið í Noregshafi

Admiral Kuznetsov

Tvö stærstu herskip Rússa, flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov og orrustubeitiskipið Pyotr Velikíj, voru síðdegis mánudaginn 30. janúar á siglingu á Noregshafi, vestnorðvestur af Florø í Noregi segir á vefsíðunni BarentsObserver. Búist er við að þau leggist að bryggju í Svereomorsk á Kóla-skaga í Rússlandi miðvikudaginn 8. febrúar. Lýkur þá leiðangri þeirra …

Lesa meira

Fundur Trumps og Pútíns undirbúinn eftir símtal þeirra

Donald Trump ræðir í síma við Valdimír Pútín laugardaginn 28. janúar 2016. Aðrir á myndinni eru annar frá vinstri Reince Priebus, liðsstjóri Trumps, Mike Pence, varaforseti, Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi, Steve Bannon aðalráðgjafi og Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafa ákveði að hittast sagði í yfirlýsingu frá Kreml að kvöldi laugardags 28. janúar eftir að forsetarnir höfðu talað saman í síma í 50 mínútur. Í yfirlýsingunni stendur: „Pútín og Trump voru sammála um að gefa fyrirmæli um að leitað yrði að dagsetningu …

Lesa meira

Theresa May hvetur til endurnýjunar á sérstöku sambandi Breta og Bandaríkjamanna

Theresa May flytur ræðuna í Fíladelfíu.

Theresa May, forsætisráðherra Breta, flutti erindi á ráðstefnu og sameiginlegum fundi þingflokka repúblíkana í fulltríadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings sem haldin var í Fíladelfíu í Pennsylvainu-ríki í Bandaríkjunum fimmtudaginn 26. janúar 2016, daginn áður en hún hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Í ræðunni boðar hún endurnýjun á …

Lesa meira

Theresa May segir Trump „styðja NATO 100%“

Theresa May og Donald Trump á blaðamannafundi í Washington 27. janúar 2017.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hitti Donald Trump Bandaíkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington föstudaginn 27. janúar, fyrst þjóðarleiðtoga til að heimsækja Trump eftir að hann varð forseti. Þau ítrekuðu gildi séstaks sambands ríkja sinna og að þau mundu leggja rækt við það. Að loknum fundi sínum efndu þau til 18 …

Lesa meira

Rússneskt „skip smánar“ siglir norður með Noregi

Rússneska flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov og fylgdarskip við strönd Brelands.

    Rússneska flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov er nú á siglingu norður með strönd Noregs til heimahafnar á Kóla-skaga eftir að hafa verið um skeið á Miðjarðarhafi til þátttöku í hernaði Rússa í Sýrlandi. Með flugmóðurskipinu er orrustubeitiskipið Petr Velikíj og dráttarbátur. Þegar rússnesku herskipin fóru um Ermarsund  miðvikudaginn 25. janúar …

Lesa meira