Home / Fréttir (page 101)

Fréttir

Játar aðild að hryðjuverkinu mikla í París – hafnar framsali til Frakklands

François Molin, saksóknari í París.

Salah Abdeslam hryðjuverkamaðurinn sem var handtekinn í Molenbeek-hverfinu í Brussel föstudaginn 18. mars er talinn hinn eini á lífi úr hryðjuverkahópnum sem gerði árás í París 13. nóvember 2015 og felldi 130 manns. Hann er nú í fangelsi í Bruges í Belgíu. Frakkar vilja hann framseldan en Abdelsman hafnar þeirri …

Lesa meira

Rússar amast við nýrri hernaðarstefnu Svía

swedish-army-soldiers-forces-in-afghanistan-001-29089790

  Rússnesk stjórnvöld líta þannig á að ný hernaðarstefna Svía sem kynnt var fimmtudaginn 17, mars feli í sér ögrun við Rússland í anda aukinnar andúðar á Rússum innan NATO. Þetta kemur fram í frétt á rússnesku vefsíðunni Sputnik föstudaginn 18. mars. Í tilkynningu sænsku herstjórnarinnar 17. mars segir að …

Lesa meira

Reglubundin æfing bandarískra kjarnorkukafbáta í Norður-Íshafi

Hér sést mynd frá bandaríska flotanum af ísstöð sem reist hefur verið á Norður-Íshafi.

Tveir bandarískir kjarnorkukafbátar af Los Angeles-gerð komu mánudaginn 14. mars að hafísflotastöð Bandaríkjanna, Ice Camp Sargo, sem reist hefur verið til bráðabirgða fyrir 80 manns í Beaufort-hafi um 200 mílur norður af Prudhoe-flóa í Alaska Bátarnir taka þátt í fimm vikna æfingu, Ice Exercise (ICEX 2016),  sem hófst 29. febrúar …

Lesa meira

ESB: Kýpverjar hóta neitunarvaldi gegn samkomulagi við Tyrki um stöðvun flóttamannastraums

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Nicos Anastasiades, forseti Kýpur.

  Kýpverjar hóta að bregða fæti fyrir samkomulag ESB við Tyrki á fundi leiðtogaráðs ESB fimmtudag (17. mars) og föstudag (18. mars) um flótta- og farandfólk. Nicos Anastasiades, forseti Kýpur, tilkynnti Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, að Kýpverjar mundu beita neitunarvaldi sínu í ráðinu gegn aðildarviðræðum við Tyrki nema tyrkneska …

Lesa meira

Rússar senda eldflaugakafbát að strönd Frakklands – hvers vegna?

Rússneskur Delta-kafbátur.

  Á vefsíðu Brookings í Washington (brookings.edu) birtist þriðjudaginn 15. mars grein eftir Steven Pifer, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu og sérfræðing í afvopnunarmálum hjá Brookings-stofnuninni. Pifer veltir fyrir sér hvers vegna Rússar hafi verið að veifa kjarnorkuvopnum sínum með því að senda kafbát búinn langdrægum kjarnorkueldflaugum í janúar 2016 …

Lesa meira

Þýskaland: Alvarleg viðvörun til Merkel í þremur sambandslöndum – AfD-flokkurinn sækir í sig veðrið

Kosningaspjöldum AfD var beint gegn Angelu Merkel.

  Stóru flokkarnir tveir í Þýskalandi, kristilegir demókratar (CDU) og jafnaðarmenn (SPD), sem mynda ríkisstjórn landsins töpuðu verulega í kosningum til þriggja sambandslandsþinga sunnudaginn 13. mars. Kosningabaráttan snerist að verulegu leyti um afstöðuna til útlendinga og stefnu Angelu Merkel kanslara til komu flótta- og farandfólks til landsins. Þótt umstalsverð breyting …

Lesa meira

Tilnefning Obama á vara-framkvæmdastjóra NATO sætir gagnrýni

Rose Gottemoeller

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að tilnefna Rose Gottemoeller, aðstoðarutanríkisráðherra afvopnunarmála, sem næsta vara-framkvæmdastjóra NATO. Venja er að því embætti gegni sami maður í fjögur ár. Aðildarríkjum NATO var tilkynnt þetta þriðjudaginn 8. mars. Josh Rogin, fréttamaður hjá Bloomberg-fréttastofunni, segir að þingmenn repúblíkana telji þetta óskynsamlega tilnefningu með tilliti til …

Lesa meira

Danmörk: Dæmd í 430.000 ISK sekt fyrir að bjóða sýrlenskri flóttafjölskyldu bílfar

Lisbeth Zornig og Mikael Rauno Lindholm.

Þjóðkunn dönsk kona, Lisbeth Zornig, fyrrverandi umboðsmaður barna í Danmörku, núverandi baráttukona fyrir réttindum barna og rithöfundur, var föstudaginn 11. mars dæmd fyrir að taka þátt í smygli á fólki þegar hún 7. september 2015 bauð sýrlenskri fjölskyldu á leið um Danmörku til Svíþjóðar far í bifreið sinni. Dómari í …

Lesa meira

Þýska leyniþjónustan segir Rússa vilja koma illu af stað innan ESB – Snowden rússneskur njósnari

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, Valdimir Pútín Rússlandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari.

Þýska leyniþjónustan segir að fyrir liggi vitneskja um að rússnesk stjórnvöld hafi mótað áætlun um að skipulega skuli unnið að því að skapa sundrungu innan ESB með markvissum áróðri. Frá þessu er sagt í Frankfurter Allgemeine Zeitung föstudaginn 11. mars. Þar segir einnig að þýska leyniþjónustan telji Edward Snowden hafa …

Lesa meira

NATO æfir stjórn á hættutímum með þátttöku allra aðildarríkja auk Svía og Finna

nato

NATO efnir árlega til æfingar sem miðar að því að þjálfa og sanhæfa viðbrögð starfsmanna ráðuneyta og allra annarra borgaralegra starfsmanna og hermanna sem sinna öryggismálum og stjórn á hættutímum við yfirvofandi hættum, þar á meðal blendingsaðgerðum þar sem beitt öðru valdi en hervaldi til að ná fram markmiðum sínum …

Lesa meira