Home / Fréttir (page 10)

Fréttir

Merkel ruggar Atlantshafsbátnum í bjórtjaldi við München

Angela Merkel

  Angela Merkel Þýskalandskanslari flutti sunnudaginn 28. maí ræðu á 2.400 manna fundi í bjórtjaldi skammt frá München í Bæjarlandi þar sem hún vísaði til ágreinings við Donald Trump Bandaríkjaforseta á fundi leiðoga G7-ríkja í Taormina á Sikiley laugardaginn 27. maí og sagði: „Tíminn þegar við gátum fyllilega treyst á …

Lesa meira

Emmanuel Macron fær hrós fyrir framgöngu í Brussel og Taormina

Emmanuel Macron og Justin Trudeau í Taormina.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti (39 ára) hlaut eldskírn sína á alþjóðavettvangi á fundi ríkisoddvita NATO-ríkjanna í Brussel fimmtudaginn 25. maí og G7-ríkjanna í Taormina á Sikiley föstudaginn 26. maí og laugardaginn 27. maí. Ef marka má frásögn blaðamanna Le Monde stóðst hann prófið með prýði. Blaðamennirnir segja að hvarvetna þar sem …

Lesa meira

Merkel óánægð með afstöðu Trumps til loftslagsmála

Donald Trump og Angela Merkel í Taormina.

Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að umræður á G7-leiðtogafundinum í Taormina á Sikiley laugardaginn 27. maí um loftslagsmál hafi verið „mjög ófullnægjandi“ vegna afstöðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem ætlar að íhuga fram í næstu viku hvort hann virði áfram Parísar-samkomulagið um loftslagsmál eða ákveði að Bandaríkjamenn segi sig frá því. Allir …

Lesa meira

Leiðtogar G7-ríkjanna funda á Sikiley

Frá G7-leiðtogafundinum í Taorima á Sikiley.

  Leiðtogar G7-ríkjanna hittust á fundi í Taorima á Sikiley föstudaginn 26. maí. Fjórir nýir eru í hópnum forsetar Bandaríkjanna og Frakklands og forsætisráðherrar Bretlands og Kanada. Fundinum lýkur laugardaginn 27. maí en alþjóða- og öryggismál eru á dagskrá hans og ber baráttuna gegn hryðjuverkum hátt. Á ríkisoddvitafundi NATO-ríkjanna í …

Lesa meira

Bjarni hittir Stoltenberg í höfuðstöðvum NATO

Bjarni Benediktsson og Jens Stoltenberg,

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði í dag [föstudaginn 26. maí 2017] með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í tengslum við fund leiðtoga bandalagsins sem fram fór í Brussel.  Á fundinum var rætt um þróun öryggismála, aukinn varnarviðbúnað og framlög til öryggis- og varnarmála. Forsætisráðherra gerði grein fyrir stefnumótun stjórnvalda í öryggis- og …

Lesa meira

Trump og Merkel afhjúpa minnismerki í nýjum höfuðstöðvum NATO

Donald Trump, Jens Stoltenberg og Angela Merkel í nýjum höfuðstöðvum NATO.

Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttaði enn á ríkisoddvitafundi NATO í Brussel fimmtudaginn 25. maí að aðildarríki bandalagsins legðu að minnsta kosti 2% af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Fyrr sama dag hitti Trump forystumenn ESB og virtust þeir sannfærðir um að Trump hefði horfið frá einhverri af gagnrýni sinni í garð sambandsins. …

Lesa meira

NATO gegn Daesh – Trump heillaður af páfanum

Frans páfi og Donald Trump.

Ríkisoddvitar NATO-ríkjanna koma saman til fundar í Brussel fimmtudaginn 25. maí og er talið að þeir samþykki formlega aðild bandalagsins að hópi þeirra ríkja sem berjast gegn hryðjuverkasamtökunum Daesh (Ríki íslams). Sagt er að Frakkar og Þjóðverjar hafi gefið grænt ljós á þessa „algjörlega formlegu“ þátttöku. Frétt um að þetta …

Lesa meira

Hermenn á götum London – reiði vegna leka Bandaríkjamanna

Hermenn á varðgöngu við breska þingið.

  Breska lögreglan óttast að Salman Abedi, 22 ára, af líbískum ættum, fæddur í Bretlandi, sem sprengdi sig í loft upp að kvöldi mánudags 22. maí í anddyri Manchester Arena sem hýsir 21.000 manns, hafi verið einn af hópi öfgahyggjumanna úr Daesh-hryðjuverkasamtökunum. Salman Abedi var nýlega þrjár vikur í Líbíu …

Lesa meira

Þýski herinn færir út kvíarnar með þátttöku herja annarra landa

Þýskir hermenn á heiðursgöngu.

Sameiginlegur her Evrópusambandsríkja hefur lengi verið á teikniborðinu en verkefnið hefur skilað frekar litlum árangri hingað til vegna deilna um hvernig standa ætti að því.  Í mars síðastliðnum var herstjórnarstöð ESB reyndar tekin í notkun en þar vinna aðeins 30 manns og stjórnstöðin sér aðeins um verkefni í Malí, Sómalíu …

Lesa meira

Trump segir að leysa verði Palestínu-deiluna til að mynda bandalag gegn Írönum

Donald Trump við Grátmúrinn.

    Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í tveggja daga heimsókn til Írsaels mánudaginn 22. Hann lagði við komuna spilin skýrt á borðið fyrir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels: Vilji Ísraelar í raun frið við nágranna sína í arabaríkjunum verða þeir að binda enda á áratuga langa deilu sína við Palestínumenn. Í …

Lesa meira