Home / Fréttir (page 10)

Fréttir

Kosið til ESB-þingsins í 21 landi sunnudaginn 26. maí

48872779_303

Kjósendur í Tékklandi, Slóvakíu, Möltu og Lettlandi kusu þingmenn á ESB-þingið laugardaginn 25. maí. Bretar og Hollendingar gengu til kosninga á ESB-þingið fimmtudaginn 23. maí og Írar föstudaginn 24. maí. Kosið var í Tékklandi bæði á föstudag og laugardag. Sunnudaginn 26. maí ganga kjósendur í 21 ESB-ríki að kjörborðinu. Er …

Lesa meira

Theresa May segir af sér sem forsætisráðherra

May sagði af sér með ræðu í Downing stræti. Rödd hennar brast áður en hún sneri aftur inn í forsætisráðherrabústaðinn.

  Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynnti að morgni föstudags 24. maí að hún mundi segja af sér sem forsætisráðherra 7. júní en sitja áfram sem starfandi ráðherra þar til Íhaldsflokkurinn hefði valið eftirmann hennar. Kannanir nú sýna Boris Johnson, fyrrv. utanríkisráðherra og borgarstjóra London, sigurstranglegastan. May sat tæp þrjú ár …

Lesa meira

Hitnar í kolunum í samskiptum Trumps og þingleiðtoga demókrata

Nancy Pelosi og Donald Trump heilsast við innsetningu hans í forsetaembættið, janúar 2017.

  Til harðra deilna kom milli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og þingleiðtoga Demókrata, Nancy Pelosi úr fulltrúadeildinni og Chuck Schumer úr öldungadeildinni, miðvikudaginn 22. maí. Snúast deilurnar öðrum þræði um hvort stefna eigi forsetanum fyrir ríkisrétt. Trump batt á skjótan hátt enda á fund sem hann hafði boðið Pelosi og Schumer …

Lesa meira

Theresa May sögð „búin að vera“ sem forsætisráðherra

Thresa May

Fréttaskýrendur í London segja að Theresu May forsætisráðherra hafi tekist að halda embætti sínu miðvikudaginn 22. maí. Það kostaði hana einn mikilvægan ráðherrann enn. Að þessu sinni Andreu Leadsom sem kemur fram fyrir hönd Íhaldsflokksins og ríkisstjórnarinnar gagnvart forseta þingsins. May situr fund föstudaginn 24. maí þar sem henni kann …

Lesa meira

Danir og Grænlendingar óttast aukin umsvif rússneskra herþotna á norðaustur hluta Grænlands

Frá bandarísku Thule-herstöðinni.

Claus Hjort Frederiksen, varnarmálaráðherra Danmerkur, áréttar vilja Dana til að viðhalda norðurslóðum sem lágspennusvæði en segir jafnframt að ef til vill neyðist Danir til að halda úti orrustuþotum á Grænlandi ef Rússar rjúfi grænlenska lofthelgi með hervélum sínum, Danska herstjórnin segir að ekki líði á löngu þar til rússneskar hervélar …

Lesa meira

Lars Løkke Rasmussen vill varanlegt landamæraeftirlit

Við dönsku landamærim.

Baráttan í Danmörku vegna þingkosninganna 5. júní einkennist nú af því að flokkarnir kynna stefnumál sín. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra og formaður Venstre-flokksins (mið-hægri), efndi mánudaginn 20. maí til blaðamannafundar í Kruså við þýsku landamærin og boðaði að hann vildi halda áfram landamæraeftirlitinu sem tekið var upp tímabundið en hefur …

Lesa meira

Fjöldafundur evrópskra þjóðernissinna í Mílanó

Frá fundinum í Mílanó

Evrópskir flokkar þjóðernissinna efndu til stórfundar í Milanó laugardaginn 18. maí þar sem þeir sameinuðust um stefnu sem þeir segja að muni umbreyta ESB eftir ESB-þingkosningarnar. Í fremstu röð flokksleiðtoganna voru Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, og Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðhreyfingarinnar (RN), í Frakklandi. Þau vilja að samtök flokka sinna, …

Lesa meira

„Kraftaverk“ að ég sigraði segir forsætisráðherra Ástralíu

Scott Morrison fagnar sigri í Sydney.

Íhaldsmaðurinn Scott Morrisson, forsætisráðherra í ríkisstjórn frjálslyndra og íhaldsmanna í Ástralíu, hélt velli í þingkosningum laugardaginn 18. maí. Miðað við spár fyrir kjördag lýsti hann sigri sínum sem „kraftaverki“. Hann þakkaði „þöglum meirihluta“ Ástrala stuðninginn. „Ég alltaf trúað á kraftaverk. En hvað Ástralía er stórkostleg!“ sagði Scott Morrisson á sigurhátíð …

Lesa meira

Austurríki: Stjórnarslit og kosningar vegna stórhneykslis

Heinz-Christian Strache segir af sér.

  Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, leysti upp stjórn sína og boðaði í skyndi til kosninga laugardaginn 18. maí eftir að leiðtogi samstarfsflokks hans sagði af sér vegna hneykslismáls. „Nú er nóg komið,“ sagði kanslarinn þegar hann tilkynnti stjórnarslitin, Heinz-Christian Strache varakanslari sagði af sér eftir að myndband sýndi hann bjóða …

Lesa meira

Rússar aftur á Evrópuráðsþingið með atkvæðisrétt

publishable-1-e1550566729141

Þýska fréttastofan DW segir að Frakkar og Þjóðverjar hafi knúið í gegn samkomulag sem geri Rússum kleift að taka að nýju fullan þátt í störfum Evrópuráðsins í Strassborg. Eftir innlimun Krímskaga í Rússland voru rússneskir þingmenn á Evrópuráðsþinginu sviptir atkvæðisrétti sem varð til þess að þeir hættu að sækja þingfundi. …

Lesa meira