Home / Fréttir

Fréttir

Nýr forseti Georgíu vill nánari tengsl við NATO og ESB

Salome Zurabishvili flytur innsetningarræðu sína.

Salome Zurabishvili var sett í embætti Georgíu sunnudaginn 16. desember. Hún er fyrsta konan til að gegna embættinu. Í innsetningarræðu sinni sagðist hún ætla að sameina þjóðina og dýpka tengsl hennar við NATO og ESB. „Sem forseti Georgíu studd af strategískum samstarfsaðila okkar, Bandaríkjunum, og evrópskum vinum mun ég leggja …

Lesa meira

Lavrov segir stjórn Úkraínu undirbúa „vopnaða ögrun“

Rússneskar orrustuþotur.

  Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði mánudaginn 17. desember að stjórn Úkraínu legði á ráðin um „vopnaða ögrun“ á næstu vikum. Samskipti nágrannaríkjanna hafa versnað jafnt og þétt frá því að rússneski flotinn hertók þrjú eftirlitsskip Úkraínu á Svartahafi Sama dag og Lavrov lét þessi orð falla sagði rússneska varnarmálaráðuneytið …

Lesa meira

Rússar boða stórfelldar fjárfestingar og framkvæmdir á Norðurskautssvæðinu

Frá höfninni í Sabetta.

  Rússneska ríkisstjórnin hefur kynnt stórhuga 5-ára áætlun um fjárfestingu á norðurskautssvæðinu. Þar er um að ræða svæðisbundna innviði og nýtingu auðlinda. Atle Staalsen, blaðamaður norska vefmiðilsins Barents Observer, gerði grein fyrir þessum áformum Rússa á vefsíðunni föstudaginn 14. desember. Hér verður stuðst við frásögn hans. Ríkisstjórn Rússlands kom saman …

Lesa meira

Úkraínumenn lýsa yfir kirkjulegu sjálfstæði frá Rússum

Beðið fyrir nýrri kirkju.

Ráð rétttrúnaðarkirkjunnar í Úkraínu stofnaði laugardaginn 15. desember nýja þjóðkirkju Úkraínu og kaus henni leiðtoga. Með þessu eru kirkjuleg tengsl slitin við Rússa. Þykir ákvörðunin enn til marks um stjórnmálaleg og hernaðarleg spenna magnist milli nágrannaþjóðanna. Ágreiningur er innan kirkjunnar í Úkraínu vegna ákvörðunarinnar. Pedro Porosjenkó, forseti Úkraínu, staðfesti ákvörðun …

Lesa meira

Trump ræður „starfandi“ liðsstjóra

Mick Mulvaney

Af fréttum má ráða að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi gripið til örþrifaráðs síðdegis föstudaginn 14. desember þegar hann tilkynnti að Mick Mulvaney yrði starfandi liðsstjóri sinn um áramótin þegar John Kelly hershöfðingi hverfur sem stjórnandi í Hvíta húsinu. Tilkynnt hafði verið að forsetinn ætlaði leiða málið til lykta í samtölum …

Lesa meira

Jólamarkaður Strassborgar opnaður undir her- og lögregluvernd

Hlið jólamarkaðarins í Strassborg

Jólamarkaðurinn í Strassborg er elsti og stærsti þessara markaða í Frakklandi. Honum var lokað að kvöldi þriðjudags 11. desember þegar Cherif Chekatt hóf skothríð á Kleber-torgi, aðaltorgi borgarinnar. Markaðurinn var opnaður að nýju föstudaginn 14. desember en kvöldið áður hafði lögregla fundið illvirkjann og fellt hann í skotbardaga í Neudorf-hverfinu …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn gefur Rússum 60 daga frest vegna INF-samningsins

Rússneskri meðaldrægri stýriflaug skotið á loft.

Bandaríkjastjórn gaf Rússum 60 daga 4. desember 2018 til að fara að samningnum um meðaldrægar kjarnaflaugar (INF-samningnunum). Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði þegar hann tilgreindi frestinn að loknum utanríkisráðherrafundi NATO-ríkjanna, sð færu Rússar ekki að samningnum kynnu Bandaríkjamenn að framleiða, reyna og setja upp ný flugskeyti. Á fundi með blaðamönnum …

Lesa meira

Skítverkamaður Trumps dæmdur

Michael Cohen

Micahel Cohen, fyrrv. einkalögfræðingur Donalds Trumps, var dæmdur í þriggja ára fangelsi miðvikudaginn 12. desember. Af þvó tilefni birti The New York Times þennan leiðara fimmtudaginn 13. desember: „Undanfarna mánuði hafa verið nokkrir dimmir dagar í Bandaríkjunum, dagar þegar undrandi borgarar hafa haft tilefni til að velta fyrir sér hvort …

Lesa meira

Hitinn á norðurskautinu næstmestur árið 2018

Skip á Norðurleiðinni í kjölfar rússnesks ísbrjóts.

Bandaríska haffræði- og loftslagsstofnunin (National Oceanographic and Atmospheric Administration, NOAA) sendi þriðjudaginn 11. desember frá sér skýrslu sem sýnir að árið 2018 er annað hlýjasta árið sem mælst hefur á norðurskautinu. „Lofthiti á norðurskautinu hefur undanfarin fimm ár verið hærri en öll ár frá árinu 1900,“ segir í árlegri skýrslu …

Lesa meira

Skilríki Pútíns fundust í skjalasafni Stasi

Stasi-skilríki Pútíns.

  Stasi gaf á sínum tíma út eigin skilríki fyrir Vladimar Pútín. Stasi er skammstöfun á heiti illræmdrar njósna- og öryggisstofnunar austur-þýskra kommúnista. Skilríkin fundust nýlega. Þau sanna ekki endilega að Pútín hafi starfað innan Stasi. Skilríkin eru dagsett á þeim tíma þegar Pútín starfaði sem rússneskur KGB-foringi í borginni …

Lesa meira