fbpx
Home / Björn Bjarnason

Björn Bjarnason

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991. Björn var kjörinn formaður Varðbergs í desember 2010.

Spenna vegna dróna-árásar í ísraelskt olíuskip

Dróna-árás var gerð á olíuskipið MT Mercer Street undan strönd Óman á Arabíuskaga fimmtudaginn 29. júlí. Zodiac Maritime gerir skipið út en eigandi útgerðarinnar er Eyal Ofer, milljarðamæringur í Ísrael. Breskur öryggisvörður og rúmenskur skipverji féllu í árásinni. Ísraelsk stjórnvöld saka Íransher um árásina. Bretar og Bandaríkjamenn taka undir þá …

Lesa meira

Öflugur rússneskur herfloti æfir milli Íslands og Noregs

Aldrei fyrr í sögunni hefur svo öflugur floti herskÖipa úr rússneska Norðurflotanum verið á Eystrasalti. Skipin leggja nú af stað í siglingu vestur og norður fyrir Skandinaviuskaga til heimahafna á norðurströnd Rússlands við Barentshaf. Í flotanum verða þrír kjarnorkuknúnir kafbátar, einn dísilkafbátur, freigáta, stórt gagn-kafbáta skip, flugskeyta beitiskip, stórt landgönguskip …

Lesa meira

Lukasjenko beitir farand- og flóttafólki fyrir vagn sinn

Stjórnvöld í Litháen skýrðu frá því miðvikudaginn 28. júlí 2021 að frá áramótum hefðu rúmlega 3.000 manns komið ólöglega inn í Litháen frá Hvíta-Rússlandi. Litið er á ferðir förufólksins sem skipulega aðgerð af hálfu hvítrússneskra yfirvalda til að ná sér niðri á Litháum og þjóðum EES-svæðisins vegna andmæla stjórnvalda þessara …

Lesa meira

Julian Assange sviptur ríkisborgararétti í Ekvador

Stjórnvöld í Ekvador hafa svipt Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, ríkisborgararétti. Yfirvöldin segja marga ágalla hafa verið á umsókn hans þegar fyrri ríkisstjórn landsins samþykkti hana árið 2018. Assange var næstum sjö ár í sendiráði Ekvadors í London til að komast hjá framsali til Svíþjóðar árið 2012. Dómsyfirvöld í Ekvador tilkynntu …

Lesa meira

Pútin hefur í hótunum á degi rússneska herflotans

Vladimir Pútin Rússlandsforseti hafði í hótunum í ræðu á degi rússneska flotans í St. Pétursborg sunnudaginn 25. júlí. Hann varaði óvini Rússa við því að flotinn hefði stöðu til að gera árás án þess að henni yrði afstýrt enda yrði hún gerð á óvini ríkisins í þágu „þjóðarhagsmuna“. Í frétt …

Lesa meira

Farsíma-njósnaforrit veldur uppnámi í Frakklandi

Farsímar Emmanuels Macrons Frakklandsforseta og 15 ráðherra í frönsku ríkisstjórninni kunna að hafa verið meðal þeirra tækja sem ætlunin var að hlera árið 2019 með njósnabúnaði sem NSO Group, fyrirtæki staðsett í Ísrael, framleiddi. Frá þessu segir í franska blaðinu Le Monde þriðjudaginn 20. júlí og einnig að saksóknari í …

Lesa meira

Grænlenska stjórnin vill enga olíu- eða gasleit

Grænlendingar ætla að stöðva alla olíuleit á landgrunni Grænlands og þess í stað bregðast við loftslagsbreytingum og alvarlegum afleiðingum þeirra „af alvöru“. Landstjórnin undir forystu flokksins Inuit Ataqatigiit (IA) tók ákvörðun um þetta 24. júní en skýrði frá henni fimmtudaginn 15. júlí 2021. Til þessa hefur engin olía fundist við …

Lesa meira

Biden setur Pútin afarkosti í netstríði

Joe Biden Bandaríkjaforseti veitti Vladimir Pútin Rússlandsforseta viðvörun föstudaginn 8. júlí. Pútin hefði stöðugt minni tíma til að leggja hendur á glæpamennina sem stundi gíslatöku í netheimum og beiti sér gegn Bandaríkjunum. Í símtali sem Biden átti við Pútin sagði Bandaríkjaforseti að þetta væri lokaviðvörun um þetta efni. Yrði ekki …

Lesa meira

Alþjóðleg netárás veldur vanda í Svíþjóð

Hundruð fyrirtækja um heim allan, þar á meðal verslanakeðjan Coop í Svíþjóð, glímdu laugardaginn 3. júlí við netvanda vegna tölvuárásar á Kaseya, bandarískan framleiðanda forrita fyrir 40.000 aðila. Kaseya tilkynnti fyrirtækið hefði orðið fyrir „þaulskipulagðri netárás“. Sérfræðingar í netglæpum töldu að hugsanlega stæði REvil að baki árásinni, rússneskur netglæpahringur sem …

Lesa meira

Svartahaf: Rússar ögra hollenskri freigátu

Hollenska varnarmálaráðuneytið segir að rússneskar orrustuþotur hafi „áreitt“ freigátu í hollenska flotanum við æfingar á Svartahafi. Þoturnar hafi látið eins og þær ætluðu að ráðast á skipið. Hollenska herskipið HNLMS.Evertsen fylgdi breska tundurspillinum HMS Defender við eftirlit og æfingar á Svarta hafi í liðinni viku. Hollenska varnarmálaráðuneytið segir að þá …

Lesa meira