fbpx
Home / Tryggvi Hjaltason

Tryggvi Hjaltason

Avatar
Tryggvi situr í stjórn Varðbergs ásamt því að vera gjaldkeri hjá félaginu. Hann er menntaður í Bandaríkjunum sem öryggis- og greiningafræðingur ásamt því að hafa lokið tveggja ára liðsforingjaþjálfun hjá bandaríska hernum. Tryggvi hefur einnig lokið meistaranámi í fjármálum ásamt því að vera útskrifaður frá lögregluskóla ríkisins. Tryggvi hefur m.a. starfað hjá dómsálaráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu, lögreglunni, sérstökum saksóknara og fyrir landhelgisgæsluna.

Upptaka frá Varðbergsfundi með Clive Johnstone flotaforingja

Hér má sjá upptöku frá Varðbergsfundinum með Clive Johnstone flotaforingja, yfirmanni flotamála hjá NATO. Fundurinn var í hádeginu föstudaginn 23. september í Safnahúsinu við Hverfisgötu. MARCOM lecture – September 2016 from Kristinn Valdimarsson on Vimeo.

Lesa meira

Tengsl Bandaríkjanna og Íslands: Brýn öryggismál á Norður-Atlantshafi

Fimmtudaginn 19. nóvember 2015 mun sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Robert C. Barber halda hádegisfyrirlestur í boði Varðbergs í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins klukkan 12:00-13:00. Sendiherrann mun ræða tengsl Bandaríkjanna og Íslands og mikilvægi öryggismála á Norður-Atlantshafi. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna í varnar- og öryggismálum tóku stakkaskiptum við brottför varnarliðsins haustið 2006. Er …

Lesa meira

(Greining) Er lækkunin á olíuverði varanleg?

Olíuverð fellur nú hratt og er í kringum 40 dollara á tunnuna eftir að hafa verið yfir 100 dollara síðustu ár og hæst 145 dollarar árið 2008. Það er ýmislegt sem veldur þessari lækkun á olíuverði og eru flestir greinendur sammála um að minnkandi eftirspurn frá ríkjum eins og Kína í …

Lesa meira

Ný vefsíða og málstofa um öryggisáskoranir á norðurslóðum frá sjónarhorni Norðmanna

Athygli félagsmanna Varðbergs er hér með vakin á því að vefsíðan vardberg.is hefur verið endurgerð og þar er ætlunin að birta reglulega fréttir sem varða málefni, innlend og erlend, sem falla undir markmið félagsins. Umræður um öryggismál í okkar heimshluta hafa aukist mjög undanfarin misseri og telur stjórn Varðbergs brýnt …

Lesa meira

Kínverjar koma Hvít-Rússum til aðstoðar

Forseti Kína, Xi Jinping, kom til Hvíta-Rússlands þann 10. maí í þriggja daga heimsókn en það er yfirlýst markmið að styrkja efnahagsleg tengsl milli stjórnvalda í Peking og Minsk. Efnahagsráðherra Hvíta-Rússlands, Vladimir Zinovsky, sagði síðan frá því í dag, 11. maí, að ríkisstjórn Kína hefði ákveðið að opna 3 milljarða …

Lesa meira

Greining: Rússar kynna nýjan skriðdreka

Rússar efndu til mikillar hátíðar laugardaginn 9. maí til að minnast þess að 70 ár voru liðin frá sigri þeirra í síðari heimsstyrjöldinni. Að þessu sinni fór hin árlega sigurhátíð  fram í skugga vaxandi spennu milli Rússa og þjóða Vesturlanda vegna ástandsins í Úkraínu og innlimunar Rússa á Krímskaga fyrir rúmu …

Lesa meira

Árskýrsla framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins 2014

Út er komin ársskýrsla framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins um starfsemi bandalagsins og áskoranir á árinu 2014 í orðum og myndum. Vert er að benda á að þetta er fyrsta ársskýrsla bandalagsins eftir að Jens Stoltenberg tók við af Anders Fogh Rasmussen, 1. október síðastliðinn, og varð þar með 13 framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Áhugasamir …

Lesa meira

Að loknum aðalfundi

Aðalfundur Varðbergs var haldinn þann 27. nóvember 2014 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns. Björn Bjarnason, fv. Ráðherra, var endurkjörinn formaður en auk hans voru kjörin í stjórn Árni Gunnarsson, fyrverandi alþingismaður, Gustav Pétursson doktorsnemi, Kjartan Gunnarsson lögfræðingur, Margrét Cela, verkefnisstjóri Rannsóknaseturs um norðurslóðir, Tryggvi Hjaltason, öryggis- og greiningafræðingur og Þuríður Jónsdóttir, lögfræðingur. …

Lesa meira

Opinn fundur: Tölvuöryggi á Íslandi

Tölvuöryggi á Íslandi Varðberg boðar til fundar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns fimmtudaginn 27. nóvember klukkan 12.00 til 13.00. Að loknum fundinum verður efnt til aðalfundar Varðbergs. Öryggissérfræðingar Landsbankans ætla að kynna þær öryggishættur sem steðja að Íslandi um þessar mundir. Þeir munu lýsa árásum á fyrirtæki og hvernig hægt er að …

Lesa meira

NATO og nýjar hættur

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, boða til hádegisfundar í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns fimmtudaginn 16. október, kl. 12 – 13. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar alþingis, flytur erindi: NATO og nýjar hættur Fyrir fáeinum vikum komu leiðtogar NATO-ríkjanna saman til fundar í Wales og tóku ákvarðanir um viðbrögð við nýjum aðstæðum …

Lesa meira