---

Hádegisfundur
Varðbergs í Norræna húsinu
fimmtudaginn 9. maí, kl. 12.00 til 13.00

Ræðumaður:

James Gray MP
þingmaður breska Íhaldsflokksins fyrir North Wiltshire
Ræðuefni:
Bretland, Brexit, NATO og Norður-Atlantshaf

James Gray f. 1954 í Skotlandi er þingmaður fyrir Íhaldsflokkinn í North Wiltshire á Suðvestur-Englandi síðan 1997. Hann er menntaður frá Christ Church í Oxford. Starfaði við skipamiðlun og ráðgjöf áður en hann settist á þing. Var um tíma skugga-varnarmálaráðherra. Hann er formaður nefndar allra flokka um málefni breska heraflans og sat í varnarmálanefnd neðri deildar þingsins. Hann er formaður nefndar allra þingflokka um heimskautasvæðin. Hann situr á NATO-þinginu og í sameiginlegri nefnd beggja deilda breska þingsins um þjóðaröryggismál.