Macron áréttar sjálfstæða evrópska varnarstefnu í München

Emmaneul Macron skýrir mál sitt í München.

Öryggisráðstefnunni í München lauk sunnudaginn 16. febrúar. Þýska fréttastofan DW beinir sérstakri athygli að ræðu sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti flutti laugardaginn 15. febrúar þar sem hann ræddi um hernaðarlegt vald Evrópu. Frakkar eru nú eina þjóðin með ráð yfir kjarnavopnum innan ESB. Telur forsetinn að evrópskt fullveldi aukist. „Við getum …

Lesa meira

Noregur: Rússneska sendiráðið andmælir ásökun um sundrungariðju

Rússneska sendiráðið í Osló.

Leyniþjónusta norska hersins birti mánudaginn 10. febrúar skýrslu þar sem segir að Rússar reyni að ala á sundrung milli norður- og suðurhluta Noregs. „Kremlverjar reyna að nýta sér öll mál sem geta ýtt undir klofning,“ sagði yfirmaður leyniþjónustunnar, Morten Haga Lunde, hershöfðingi. Af þessu tilefni sneri ritstjóri norsku vefsíðunnar Barents …

Lesa meira

Norðmenn með augun á Rússum og Kínverjum

Morten Haga Lunde kynnir Fokus 2020.

Á hverju ári birta helstu öryggisstofnanir Noregs skýrslur með hættumati. Þetta ert norsku öryggislögreglan (n. Politiets sikkerhetstjeneste (PST)), þjóðaröryggisstofnun Noregs (n. Nasjonal sikkerhetsmyndighet (NSM)) og almannavarnastofnunin (n. Direktoratet for samfunnssikkerhet og beredskap (DSB)).  Leyniþjónusta norska hersins (n. Etterretningstjenesten (E-tjenesten)) greinir einnig og metur hættur.  Niðurstöður sem teljast ekki háleynilegar tekur …

Lesa meira

Rússar ókyrrast vegna Bandaríkjamanna á Jan Mayen

Bandaríkjamenn við athuganir á Jan Mayen.

Rússar sögðu fimmtudaginn 13. febrúar að þeim stæði alls ekki á sama um að fulltrúar bandaríska flughersins hefðu fyrir nokkru farið til Jan Mayen. Hvöttu þeir norsk stjórnvöld til að stuðla ekki að neinu sem græfi undan stöðugleika á þessu strategíska svæði. Hópur manna frá bandaríska flughernum heimsótti Norðmenn sem …

Lesa meira

Svíar vilja öflug tengsl við Bandaríkjanmenn – skipa sendiherra skipulagðrar glæpastarfsemi

Ann Linde utanríkisráðherra flytur Riksdagen skýrslu sína.

„Náið samband okkar við Bandaríkin skiptir höfuðmáli fyrir öryggi Svíþjóðar og farsæld,“ sagði Ann Linde, utanríkisráðherra Svía, í sænska þinginu, Riksdagen, miðvikudaginn 12. febrúar þegar hún flutti þinginu skýrslu um utanríkismál. Hún sagði að ekki væri unnt að búast við starfhæfu alþjóðasamfélagi án virkrar þátttöku Bandaríkjamanna. Það væri til vandræða …

Lesa meira

Kínverjar í stórframkvæmdum víða um lönd

wo-basis_srgb

Í nýjasta hefti tímaritsins The Economist er greinasafn um kínverskt fjárfestingaverkefni sem talsvert hefur verið til umfjöllunar á undanförnum árum.  Um er að ræða verkefni sem á íslensku hefur verið kallað Belti og braut en kallast á ensku Belt and road.  Í fyrstu greininni í greinasafninu er útskýrt hvað felist í …

Lesa meira

Macron segir evrópska vídd í kjarnorkuvopnum Frakka

Emmanuel Macron ræðir við franska herforingja.

  Emmanuel Macron Frakklandsforseti flutti ræðu föstudaginn 7. febrúar þar sem hann kynnti kjarnorkuvopnastefnu Frakka eftir að Bretar hverfa úr ESB. Frakkland er nú eina kjarnorkuveldið innan Evrópusambandsins. Forsetinn hvatti ESB-ríkin til að leggja meira af mörkum til að stöðva kjarnorkuvopnakapphlaupið, þau gætu ekki „áfram verið áhorfendur“ andspænis ógninni sem …

Lesa meira

Forystumenn danskra ungliðahreyfinga vara við ofstjórn Kínastjórnar

Snúist gegn mótmælendum í Hong Kong.

Forystumenn ungliðasamtaka nokkurra danskra stjórnmálaflokka birtu laugardaginn 8. febrúar sameiginlega grein í Jyllands-Posten þar sem varað er við því að Vesturlandabúar láti undan ofstjórnarþörf kínverskra ráðamanna sem birst hafi í Hong Kong og í Xinjiang-héraði í Kína þar sem um milljón múslimar hafi verið skikkaðir til að dveljast í innrætingarbúðum …

Lesa meira

NATO: Miklir herflutningar æfðir yfir Norður-Atlantshaf

Breskir herbílar við komuna til Antwerpen.

Undirbúningur undir NATO-heræfinguna miklu undir stjórn Bandaríkjanna, Defender Europe 20, eykst jafnt og þétt. Mánudaginn 3. febrúar komu herbílar breska hersins til hafnarinnar í Antwerpen eins og sjá má á myndinni. Flestir þátttakendur í æfingunni koma frá Bandaríkjunum en fleiri en NATO-þjóðir taka þátt í Defender Europe 20 eins og …

Lesa meira

Lýðræði andspænis starfrænni undirróðursstarfsemi

presidentputin

Ríkisrekinn undirróðursstarfsemi og áróður gegn opnum lýðræðisríkjum grefur undan stöðugleika í þeim. Ríki í Evrópu hafa lengi sakað Rússa um að beita þessum brögðum þótt stjórnvöld í Moskvu hafni öllum ásökunum. Fjallað er um baráttuna gegn slíkum klækjabrögðum í nýlegri grein á CNN fréttaveitunni. Áralöng átök Barátta Evrópuríkja gegn undirróðursstarfsemi …

Lesa meira