Evrópskir ráðamenn vænta góðs af samstarfi við Biden-stjórnina

48293939_303

Evrópskir forystumenn á stjórnmálavettvangi segja að Joe Biden, væntanlegur Bandaríkjaforseti, og samstarfsmenn hans gefi vonir um að unnt verði að blása nýju lífi í fjölþjóðlegt samstarf Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hafði ekki áhuga á fjölþjóðlegu samstarfi og vildi að embættismenn sínir færu eigin leiðir. Augusto Santos …

Lesa meira

Rússneska utanríkisráðuneytið ræðst á norsk stjórnvöld

Maria Zakharova

Á norsku vefsíðunni Barents Observer birtist mánudaginn 23. nóvember frásögn eftir Atle Staalesen af vikulegum blaðamannafundi sem Maria Zakharova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, efndi að þessu sinni til fimmtudaginn 19. nóvember. Á fundinum réðst Maria Zakharova á norsk stjórnvöld og sagði þau fylgja and-rússneskri stefnu og öllum tilraunum stjórnvalda í Moskvu …

Lesa meira

Biden velur fólkið í stjórn sína

Joe Biden og Antony Blinken

Joe Biden. verðandi Bandaríkjaforseti, hefur kynnt til sögunnar þá sem gegna munu lykilembættum á sviði öryggis- og utanríkismála eftir stjórnarskiptin 20. janúar 2021. John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í forystu á sviði loftslagsmála. Alejandro Mayorkas verður ráðherra heimavarna. Antony Blinken verður utanríkisráðherra. Linda Thomas-Greenfield verður fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum en …

Lesa meira

Danskir bændur mótmæla ríkisstjórn og minkadrápum

Danskir bændur mótmæla minkaeyðingunni.

Danskir bændur efndu til mótmæla á hundruðum dráttarvéla í Árósum og Kaupmannahöfn laugardaginn 21. nóvember undir kjörorðinu: Folkestyret hylder Grundloven eða almenningur styður stjórnarskrána. Á mótmælaspjöldum stóð einnig „gegn valdníðslu, skorti á virðingu fyrir stjórnarskránni, lýðræðishalla – og í þágu lýðræðis!“ Tilefnið er ákvörðun dönsku ríkisstjórnarinnar um að láta aflífa …

Lesa meira

Miðar til samningsáttar hjá Bretum og ESB

Michel Barnier og Ursula von der Leyen.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir þrjú meginmál óleyst í brexit-viðræðunum við Breta, það er um stjórnunarhætti, fiskveiðar og samkeppnisreglur. Hún fagnaði því föstudaginn 20. nóvember að vel hefði miðað í viðræðunum undanfarna daga. Lokaspretturinn er eftir. „Það liðu nokkrar erfiðar vikur án þess að mikið gerðist en …

Lesa meira

Vilja bólusetningarleyfi strax til að fara af stað í desember

health-coronavirusvaccine

Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer og þýski samstarfsaðili þess, BionTech, óska eftir því föstudaginn 20. nóvember við bandarísku matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunina FDA að fá neyðarviðurkenningu á COVID-19-bóluefni fyrirtækjanna. Fáist viðurkenningin er markmiðið að unnt verði að hefja bólusetningu áhættuhópa í Bandaríkjunum strax um miðjan desember. Dr. Albert Bourla, forstjóri og stjórnarformaður Pfizer, …

Lesa meira

ESB herðir að Lukasjenko í Hvíta-Rússlandi

Óeirðalögregla í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands.

Pólitíska ástandið í Hvíta-Rússlandi heldur áfram að versna rúmum þremur mánuðum eftir að Alexander Lukasjenko forseti var endurkjörinn í sjötta sinn án þess að staðið væri á lögmætan hátt að kosningunum að sögn andstæðinga hans sem mótmælt hafa reglulega í borgum landsins og bæjum. Fimmtudaginn 19. nóvember tóku ESB-ríkin nýtt …

Lesa meira

Stjörnu-ísbrjótur Rússar rýfur jómfrúarferð vegna bilunar

Kjarnorkuknúni ísbrjóturinn Arktika.

Nýjasti kjarnorkuknúni ísbrjótur Rússa, Arktika, varð að hætta við jómfrúarferð sína á miðju Barentshafi og sigla að nýju til heimahafnar. Ísbrjóturinn lét úr þjónustuhöfn Atomflot við Kólaflóa, skammt frá Múrmansk, laugardaginn 14. nóvember. Þar með hófst fyrsta ferð hans til þjónustu á Norðurleiðinni, það er í Norður-Íshafi fyrir norðan Rússland. …

Lesa meira

Réttarríkis-skilyrði truflar ESB-fjárlagagerð

Charles Michel, forseti lieðtogaráðs ESB, og Viktor Órban, forsætisráðherra Ungverjalands, á sumarfundi.

Sendiherrar Ungverjalands og Póllands hindruðu mánudaginn 16. nóvember að unnt yrði að samþykkja 1,8 trilljóna evru langtíma fjárlög ESB og endurreisnarsjóð vegna COVID-19-faraldurisins. Ríkisstjórnirnar eru samþykkar efni málsins en sætta sig ekki við að framkvæmd fjárveitinga sé bundin skilyrðum til stuðnings réttarríkinu. Á fundi sínum ræddu sendiherrar ESB-ríkjanna þann lykilþátt …

Lesa meira

Moldovía: Rússavinur tapar forsetaembættinu

Maia Sandu, nýkjörinn forseti Moldovíu.

Maia Sandu, fyrrverandi hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum, vann góðan sigur í síðari umferð forsetakosninga í Moldóvíu sunnudaginn 15. nóvember þegar hún sigraði sitjandi forseta Igor Dodon sem er hallur undir Rússa. Litið var á kosningarnar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Moldovía, fyrrverandi sovéskt lýðveldi, stefndi til frekari tengsla við ESB eða Rússland. …

Lesa meira