Rússar skila úkraínskum varðbátum – Frakklandsforseti fagnar

Úkraínsku bátarnir.

Frakkar fagna því sérstaklega að Rússar hafa skilað þremur varðbátum frá Úkraínu sem þeir hertóku í fyrra á Svartahafi. Telja Frakkar að með ákvörðun sinni auðveldi Rússar umræður á fundi í París í desember þar sem reynt verður að leysa úr deilum Rússa og Úkraínumanna. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði mánudaginn …

Lesa meira

Óöld í Kamerún

Paul Biya, forseti Kamerún.

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Kamerún liggur við Gíneuflóa í vestanverðri Afríku.  Þann 6. nóvember árið 1982 sagði Ahmadou Ahidjo, forseti landsins óvænt af sér.  Við tók Paul Biya sem verið hafði forsætisráðherra í Kamerún.  Nú 37 árum síðar situr hann ennþá á valdastóli.  Litlu munaði reyndar að honum hefði verið steypt …

Lesa meira

Ráðgjafar Pútins sagðir tengjast árásinni á MH17 farþegavélina

Brennandi flak MH17.

Alþjóðleg rannsóknarnefnd fullyrðir að helstu ráðgjafar Vladimirs Pútins Rússlandsforseta hafi átt náin samskipti við aðskilnaðarsinna í Úkraínu, holla Rússum, sem sakaðir eru um morð á 298 manns í farþegaflugvél. Viðbrögð rússneskra yfirvalda við þessari niðurstöðu sem reist er á ítarlegri rannsókn er að hafna öllum ásökunum um aðild að voðaverkinu …

Lesa meira

Bretland: Skýrsla um Rússa-afskipti af brexit-atkvæðagreiðslunni í biðstöðu

ethical_hacker

Harðar umræður eru í Bretlandi vegna gruns um að Boris Johnson forsætisráðherra vilji halda leyndri skýrslu um hugsanlega íhlutun Rússa í bresk stjórnmál fram yfir þingkosningarnar 12. desember 2019. Kröfur um birtingu skýrslunnar harðna. The Sunday Times segir að í skýrslunni sé upplýst að níu rússneskir auðmenn hefðu veitt Íhaldsflokknum …

Lesa meira

Óvissan ekki meiri frá kalda stríðinu, segir Sir Stuart Peach á Varðbergsfundi

Sir Stuart Peach, formaður hermálanefndar NATO, talar á fundi Varðbergs 11. nóvember 2019 - mynd Baldur mbl.is,

Varðberg efndi til fundar í Norræna húsinu í hádegi mánudags 11. nóvember 2019 með Sir Stuart Peach, formanni hermálanefndar NATO, sem ræðumanni. Baldur Arnarson blaðamaður birtir ítarlega frásögn af fundinum í Morgunblaðinu þriðjudaginn 12. október. Birtist frásögnin hér með leyfi höfundar: „Stuart Peach, formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins, NATO, segir varnarmálin orðin …

Lesa meira

Nord Stream-2 gasleiðslan á lokametrunum

p01c-1068x712

Danska orkumálastofnunin heimilaði í október að Nord Stream-2 gasleiðslan yrði lögð á hafsbotn innan efnahagslögsögu Danmerkur fyrir suðaustan Borgundarhólm. Eftir að leyfið fékkst er ekki nein fyrirstaða á rússneska risafyrirtækið Gazprom geti lokið við að leggja leiðsluna til Þýskalands. Bandaríkjastjórn og stjórnir nokkurra ESB-ríkja hafa árangurslaust reynt að hindra lagningu …

Lesa meira

Rússar reisa risastór kafbátaskýli

Þessi mynd er frá Lorient í Frakklandi og sýna gömul kafbátaskýli þar.

Rússneskir kafbátar verða settir í sprengjuheld skýli í heimahöfnum sínum þar sem unnt er að tengja þá vatni, rafmagni og gufu. Skýlin verða gerð fyrir kafbáta af gerðunum Borei, Jesen og Lada, tvær fyrrnefndu gerðirnar eru kjarnorkuknúnar og bera langdrægar flaugar. Ætlunin er að 50 m há skýlin verji kafbátana …

Lesa meira

Pólitískt hlutverk NATO á norðurslóðum

na

    Höfundur: Kristinn Valdimarsson Á undanförnum árum hefur kastljós almennings, stjórnmálamanna og fjölmiðla sífellt meira beinst að norðurslóðum. Þetta hefur ekki farið fram hjá okkur Íslendingum. Má nefna að ráðstefnan Hringborð norðurslóða (e. Arctic Circle), sem fyrrverandi forseta Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hleypti af stokkunum er orðin að áhrifamiklum …

Lesa meira

Bandarískar sprengjuþotur inn á Barentshaf

Bandarískar B-52 sprengjuþotur og norskar orrustuþotur.

  Þrjár bandarískar B-52 langdrægar sprengjuþotur, P8 kafbátaleitarvél, eldsneytisvél og RC-135 eftirlitsvél flugu yfir Barentshaf miðvikudaginn 6. nóvember. Norskar F-16 orrustuþotur flugu á eftir bandarísku vélunum að 31° austur. Þannig hefst grein eftir Thomas Nilsen, ritstjóra norsku vefsíðunnar Barents Observer föstudaginn 8. nóvember. Hér verður stuðst við grein hans. Þetta …

Lesa meira