Danir á báðum áttum vegna Nord Stream 2 frá Rússlandi til Þýskalands

Fyrirhuguð leið Nord Stream 2.

  Danir eiga að hafna ósk Rússa um að leggja gasleiðslu á dönsku yfirráðasvæði, segir sérfræðingur í rússneskum málefnum á dönsku vefsíðunni Altinget.dk þriðjudaginn 28. mars. Fara eigi að ráðum Anders Foghs Rasmussens, fyrrv. forsætisráðherra og fyrrv. framkvæmdastjóra NATO, sem hefur sagt við flokksbróður sinn úr Venstre-flokknum, Lars Løkke Rasmussen, …

Lesa meira

Rússnesk yfirvöld snúast af hörku gegn víðtækum mótmælum gegn spillingu

Sjálfa af Aleksei Navalníj

Bandaríkjastjórn og framkvæmdastjórn ESB gagrýndu ráðamenn í Moskvu mánudaginn 27. mars fyrir að hafa handtekið hundruð mótmælenda fyrir að taka þátt í aðgerðum gegn spillingu sunnudaginn 26. mars. Aleksei Navalníj, leiðtogi mótmælenda, var handtekinn og dómari sektaði hann fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli. Rússneska lögreglan handtók aðgerðasinnan Navalníj (40 ára) …

Lesa meira

Marine Le Pen vill aukið samstarf við Rússa – Moskvuferð ekki til fjáröflunar

Marine Le Pen og Vladimír Pútín

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hitti Marine Le Pen, forsetaframbjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar, í Moskvu föstudaginn 24. mars. Hann segir hana fulltrúa „hraðvaxandi þáttar“ í evrópskum stjórnmálum. Litið er á fundinn með Pútín sem uppslátt fyrir Le Pen í kosningabaráttunni í Frakklandi. Pútín sagði hins vegar að ekki vekti fyrir sér að hafa …

Lesa meira

Umsvif kafbátaflota Rússa á norðurslóðum að nýju á borði NATO

Þetta kort var gert fyrir grein  í Morgunblaðinu 10. mars sl.

  Umræður eru að nýju að hefjast um flotaumsvif Rússa á norðurslóðum á vettvangi NATO eftir að sérfræðingar hafa dregið athygli að þessari þróun, til dæmis á þremur ráðstefnum Varðbergs hér á landi haustið 2016 en þær má allar sjá hér á vardberg.is. Breska hugveitan og rannsóknastofnunin RUSI kynnti mánudaginn …

Lesa meira

Launmorðingi drepur fyrrverandi rússneskan þingmann í miðborg Kænugarðs

Denis Voronenkov

Denis Voronenkov, fyrrv. þingmaður í Rússlandi sem leitaði hælis í Úkraínu í október 2016, var myrtur í skotárás í miðborg Kænugarðs fimmtudaginn 23. mars. Rússnesk yfirvöld höfðu sakað hann um „fjársvik“. Petro Porosjenko, forset Úkraínu, sakar ráðamenn í Moskvu um að hafa staðið að „hryðjuverki“. Andrej Grisjtsjenko, lögreglustjóri í Kænugarði, …

Lesa meira

Svíar gera úttekt á 350 almannavarnaskýlum á Gotlandi – ótti við kjarnorkuárás

Hér sést inngangur í almannavarnaskýli við Stokkhólm sem hefur verið breytt í gagnaver.

Hermt er að sænsk stjórnvöld láti nú taka út ástand hundruð skýla til varnar vegna kjarnorkuárásar af vaxandi ótta við að Rússar grípi til vopna fyrir botni Eystrasalts. Frá þessu var skýrt í breska blaðinu The Independent miðvikudaginn 22. mars. Sænska almannavarnastofnunin  hefur gefið fyrirmæli um að 350 almannavarnaskýli á …

Lesa meira

Ítalskar orrustuþotur við NATO-loftrýmisgæslu á Íslandi

Ítalskar orrustuþotur.

Um þessar mundir sinna sex ítalskar herflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins loftrýmisgæslu hér við land.  Í ár er liðinn áratugur síðan bandalagið varð við ósk ríkisstjórnar Íslands um slíka gæslu en hún var sett fram í kjölfar þess að Varnarliðið hvarf af landi brott árið 2006. Ekki er um varanlega gæslu …

Lesa meira

Trump boðar komu sína á ríkisoddvitafund NATO í lok maí

Fundur í höfuðstöðvum NATO

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað þátttöku sína í ríkisoddvitafundi NATO í Brussel 25. maí.  Verður þetta fyrsta utanlandsferð Trumps eftir að hann tók við embætti forseta 20. janúar. „Forsetinn fagnar því að fá tækifæri til að hitta forystumenn annarra NATO-ríkja í því skyni að staðfesta öfluga hollustu okkar við NATO …

Lesa meira

Noregur: Sendiherra Rússa hótar hörðum viðbrögðum tengist Norðmenn eldflaugavarnarkerfi Evrópu

Teimuraz Ramishvili, sendiherra Rússlands í Noregi.

Norsk stjórnvöld ættu að átta sig á að taki þau ákvörðun um að gerast virkir þátttakendur í eldflaugavarnarkerfi NATO í Evrópu láta nágrannar þeirra í Rússlandi það ekki óátalið sagði Teimuraz Ramishvili, sendiherra Rússlands í Noregi, við norska ríkissjónvarpið NRK laugardaginn 18. mars. „Komi til þessa verðum við að taka hertæknilegar ákvarðanir sem miða að því …

Lesa meira

Þýskir ráðherrar andmæla fullyrðingu Trumps um NATO-„skuldir“ Þjóðverja

Angela Merkel og Donald Trump á fundi í Hvíta húsinu 17. mars 2017.

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýsklands, hefur hafnað fullyrðingu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að Þjóðverjar skuldi NATO „miklar fjárfúlgur“. Varnarmálaráðherrann sagði í yfirlýsingu sunnudaginn 19. mars að innan NATO væru „engar skuldir færðar í reikninga“. Hún velti einnig fyrir sér aðferðum við útreikninga á útgjöldum til varnarmála. Í því efni …

Lesa meira