fbpx

Æðsti flotaforingi Bandaríkjanna fundar í Kaupmannahöfn

  Bandaríski flotaforinginn Mike Gilday, Chief of Naval Operations – æðsti yfirmaður bandaríska flotans – heimsótti Kaupmannahöfn í fyrri viku og ræddi meðal annars við Trine Bramsen varnarmálaráðherra og yfirmann danska flotans, Torben Mikkelsen um samvinnu Bandaríkjamanna og Dana á norðurslóðum (Arktis). Gilday hitti einnig blaðamenn og er hér vísað …

Lesa meira

Þýskaland: Kristilegir stóðust áhlaup AfD í Sachsen-Anhalt

Útgönguspár gefa til kynna að Kristilegir demókratar (CDU) verði áfram stærsti stjórnmálaflokkurinn í þýska sambandslandinu Sachsen-Anhalt þar sem gengið var til þingkosninga sunnudaginn 6. júní. Flokkurinn stóð af sér áhlaup flokksins Alternative für Deutschland (AfD) frá hægri. Litið er á úrslit kosninganna í sambandslandinu sem mikilvæga vísbendingu um gengi flokka …

Lesa meira

Danska þingið vill fæla hælisleitendur frá Danmörku

Danska þingið samþykkti með 70 atkvæðum gegn 24 fimmtudaginn 3. júní lög sem veita yfirvöldum heimild til að senda hælisleitendur til landa utan Evrópu á meðal umsóknir þeirra um hæli eru til afgreiðslu hjá dönskum yfirvöldum. Við afgreiðslu frumvarpsins voru 85 þingmenn fjarverandi. Flóttmannastjóri Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandið og ýmsar alþjóðastofnanir …

Lesa meira

Xi Jinping vill „indæla“ ímynd Kína gagnvart öðrum

Xi Jinping, forseti Kína, vill að Kínverjar „stækki vinahóp sinn“ með því að hressa upp á ímynd sína út á við. Forsetinn boðaði þetta á fundi með fyrirmönnum kommúnistaflokksins og sagði mikilvægt að ásýndin bæri með sér að Kína væri „trúverðugt, indælt og virðulegt“. Ríkisfréttastofan Xinhua skýrir frá þessu, segir …

Lesa meira

Stóra njósnahneykslið í Danmörku að nýju í fréttum

Njósnastofnun danska hersins, Forsvarets etterretningstjeneste (FE) aðstoðaði Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) við að njósna um háttsetta stjórnmálamenn og embættismenn í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi sagði sunnudaginn 30. maí í fréttum danska ríkisútvarpsins, DR. Samstarf FE og NSA var afhjúpað í fyrra sem „stóra njósnahneykslið“ í Danmörku þegar í ljós kom …

Lesa meira

Lukasjenko á allt undir Pútin

Vladimir Pútin Rússlandsforseti og Alexander Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, hittust til opinberra viðræðna í rússneska strandbænum Sotsji við Svartahaf föstudaginn 28. maí og til óformlegra viðræðna laugardaginn 29. maí þegar þeir fóru meðal annars í bátsferð um Svartahaf, Lukasjenko á í vök að verjast eftir að hafa fyrir viku sent orrustuþotur …

Lesa meira

Breski flotinn á ný út á heimshöfin

Breska flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth tók þátt í fyrsu NATO-æfingu sinni í vikunni, fór hún fram undan strönd Portúgals og á Miðjarðarhafi. Skipið og fylgiskip þess eru á leið í átta mánaða ferð til Indlandshafs og um Suður-Kínahaf til Japans. Fréttamaður Reuters ræddi við Steve Moorhouse, flotaforingja og stjórnanda flugmóðurskipsins, …

Lesa meira

Biden vill vita um uppruna COVID-19 í Wuhan

Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna tilmæli miðvikudaginn 26. maí um að herða á rannsóknum á uppruna kórónuveirunnar og afhenda sér skýrslu um málið innan 90 daga. Ástæðan fyrir tilmælum forsetans eru vaxandi grunsemdir um að hugsanlega megi rekja COVID-19-faraldurinn til leka úr tilraunastofu í Wuhan í Kína. Í bandaríska …

Lesa meira

Svisslendingar slíta viðræðum um heildarsamning við ESB

Guy Parmelin, forseti Sviss, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Svisslendingar tilkynntu miðvikudaginn 26. maí að þeir hefðu slitið viðræðum við Brusselmenn um stofnana- og samstarfssamning við Evrópusambandið sem staðið hafa í sjö ár. Guy Parmelin, forseti Sviss, tilkynnti slit viðræðnanna á fundi með blaðamönnum í Bern, höfuðborg Sviss. …

Lesa meira

Fordæma flugrán Lukasjenkos

Leiðtogaráð ESB fordæmir flugrán Alexanders Lukasjenkos, forseta Hvíta-Rússlands, sunnudaginn 23. maí þegat hann sendi Mig-29 orrustuþotur til móts við Ryanair-farþegavél á flugi yfir Hvíta-Rússlandi á leið frá Aþenu til Vilníus, höfuðborgar Litháens. Neyddust flugmennirnir að leggja lykkju á leið sína og lenda á Minsk-flugvelli í Hvíta-Rússlandi. Handtóku lögreglumenn Roman Protasevitsj …

Lesa meira